blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 27

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 27
blaöið FOSTUDAGUR 24. AGUST 2007 35 ORÐLAUSTÓNLIST tonlist@bladid.net Björk í viðtali við The list Ekki pólitísk persóna Björk Guðmundsdóttir er opin- ská í viðtali við skoska tímaritið The List sem birt var í gær. Söng- konan, sem viðrar meðal annars skoðanir sínar á stjórnmálum, viðurkennir ankannalega hegðun sína við tökur kvikmyndarinnar Dancer in the Dark en vill þó meina að sögur um hátterni hennar hafi verið stórlega ýktar. Menn hafa meðal annars gert því skóna að söngkonan hafi á köflum verið illa á sig komin andlega og einn töku- daginn hafi hún gengið svo langt að éta peysuna sína í bræði. „Fjölmiðlar setja hlutina alltaf auðveldlega upp. Þeir taka eitt atvik sem gerist í fimm mínútur og láta það líta út fyrir að vera líf þitt næstu fimm árin. Ég átti alls konar önnur augnablik og hinir 364 dag- arnir í árinu voru öðruvísi en þessi eini. Það er ákveðið sannleikskorn í þessu, en þetta er tekið úr sam- hengi,“ sagði Björk í viðtalinu. Innt eftir afstöðu sinni til stjórn- málanna segist Björk ekki kjósa ákveðinn stjórnmálaflokk á Islandi og tekur fram að hún sé ekki vinstrisinnuð. „I þau fáu skipti sem ég hef kosið hef ég skilað auðu. Ég vil ennþá líta á sjálfa mig sem ópólitíska mann- eskju en á tímum sem þessum verður maður að tala hreint út. Ég þori að veðja að flestir sem mót- mæla Íraksstríðinu hafi aldrei áður haft áhyggjur af stjórnmálum." halldora@bladid.net Lights on the Highway vinnur að nýju efni og fólki Fjölgar mannkyninu Ný breiðskífa Lights on the Highway verður öðru- vísi en sú fyrsta og jafnvel betri að sögn söngvara sveitarinnar. Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@bladid.net „Við erum að vinna nýtt efni á fullu. Það hefur verið í skorpum af því að það er svo mikil fjölgun í bandinu,“ segir Kristófer Jensson, Kristó, söngvari Lights on the Highway. „Kalli bassaleikari var að eignast lítinn strák fyrir stuttu og svo er ég að verða pabbi í næsta mánuði. Við erum bara í þessu, að búa til börn.“ Hljómsveitin tróð upp á Menn- ingarnótt við góðar undirtektir og flutti efni sem lofar mjög góðu fyrir væntanlega breiðskífu, en upptökur hefjast á næstunni. Pappabáturinn vinsæll „Þessi plata er að verða tilbúin fyrir upptökur,“ segir Kristó. „Við erum bara að leggja línurnar um hvernig við ætlum að taka plötuna upp. Við erum í viðræðum við nokkra aðila um hvernig við viljum helst að þetta komi út.“ Um tíu lög verða á skífunni og eru þau að sögn Kristós hvert öðru betra. „Við nennum ekki að semja leiðinleg lög.“ Lag Lights on the Highway, HLJÓMSVEITIN ► Lights on the Highway var stofnuð í ágúst árið 2003. ► Sveitin á að baki eina breið- skífu, sem er samnefnd sveitinni. Paperboat, hefur notið mikilla vin- sælda undanfarnar vikur á öldum ljósvakans, en Kristó er ekki viss um að væntanleg skífa verði í sama stíl og lagið. „Ég veit ekki hvort ég á að ljúga að þér að platan sé í þeim stíl. Það er rosalega erfitt að vita hvernig platan kemur endanlega út, en jújú, þetta verður í náttúrlega í svipuðum stíl.“ Öðruvísi plata, betri plata „Ég gæti alveg trúað því að platan yrði betri en sú síðasta, ég vona það,“ segir Kristó aðspurður um gæði nýju skífunnar. Lights on the Highway gaf út fyrstu breið- skífu sína árið 2005. Henni var vel tekið, en tónlistin þótti vera undir áhrifum frá ljúfum tónum Layne heitins Stayle og félaga í Alice in Chains. „Platan verður örugglega svolítið öðruvísi en hin,“ segir Kristó og bætir við að útgáfudagsetning hafi ekki verið negld niður. „Síðasta plata var tekin upp á níu dögum, þannig að við erum ekkert ægilega stressaðir. Það væri náttúrlega draumur að ná að gefa út plötu á árinu. Það er kannski farið hægjast á barneignum og svona. Það er draumastaðan að geta gefið út á þessu ári - en ég ætla ekki að lofa því upp í ermina á mér.“ Amy tilnefnd til MOBO Söngfuglinn og vandræða- gemlingurinn Amy Winehouse heldur áfram að sanka að sér viðurkenningum og er nú tilncfnd til fernra MOBO-verð- launa. Söngkonan er tilnefnd í flokkunum besta söngkonan, besta lagið (Rehab), besta mynd- bandið (Back To Black) og besta R&B-númerið. f flokknum besta söngkonan etur hún kappi við þær Beverly Knight, Corinne Bailey Rae, Jamelia og Joss Stone, en Winehouse er óneitanlega sig- ursælust þegar kemur að fjölda tilnefninga. Rowntree var kókhaus Dave Rowntree, trommari hljóm- sveitarinnar Blur, segist hafa verið háður kókaíni á meðan frægð sveitarinnar stóð sem hæst, en trommarinn segir fíkn sína hafa farið versnandi eftir því sem leið á tónlistarferilinn. „Ég leitaði mér ekki hjálpar nægilega snemma. Ég hóf að neyta kókaíns í kringum 1990 og eftir því sem ég notaði það oftar jókst þol mitt gagnvart efninu og ég þurfti sífellt stærri skammta. Ég tel mig vera heppinn að hafa sloppið áður en líf mitt fór algjörlega úr böndunum.“ Mjúkir og yndislegir skór með frönskum rennilás í stœrðum 41-46 á kr. 6.585,- Misty, Laugavegi 178 Sími 551 2070 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Flottir reimaðir leðurskór í stœrðum 41-46 á kr. 6.300,- Fimmfaldur pottur stefnir i miiyónir Naðu þér i lottómiða á næsta sölustað eða á lotto.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.