blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 blaðiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net Innan tveggja eða þriggja ára frá inngöngu í ESB verður ísland dregið fyrir Evrópudómstólinn af spánskum sjómanni. Að sjálfsögðu mun dóm- stóllinn úrskurða að svona misræmi gangi ekki upp og innan tíu mínútna verður spánski og portúgalski flotinn kominn til að ryksuga upp miðin. Almenn viðskipti í Finnlandi Finnska fjármálaeftirlitið hefur gefið FIM Securities Ltd, sem er hluti af FIM Group-samstæðunni, heimild til almennrar viðskipta- bankastarfsemi frá og með í. okt- óber á þessu ári. Frá og með sama tíma starfar fyrirtækið undir heit- inu Glitnir Bank Ltd í Finnlandi. FIM Group hefur verið hluti af Glitni síðan í mars. Þá staðfesti lánshæfismatsfyrir- tækið Fitch Ratings lánshæfisein- kunnir Glitnis í gær. Einkunnir bankans eru því: langtímaein- kunn A, skammtímaeinkunn Fi, óháð einkunn B/C og stuðning- seinkunn i. í frétt Fitch Ratings segir að horfur lánshæfisein- kunnar Glitnis séu stöðugar. mge/aí Síminn keypti BusinessPhone Síminn hefur keypt öll hlutabréf í danska fjarskiptafyrirtækinu BusinessPhone A/S. Fyrirtækið var stofnað árið 1994 af Nils Palmqvist og hefur sérhæft sig í fjarskiptaþjónustu fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Notendur eru um 40 þúsund talsins. Heild- artekjur BusinessPhone Group í fyrra voru tæpar 600 milljónir íslenskra króna. mge Evra ekki endilega heppilegasti kosturinn ■ Getum tekið upp hvaða mynt sem er ■ ESB-aðild ekki nauðsynlegur undanfari evru Eftir Magnús Geir Eyjóifsson magnus@bladid.net Það er ekkert því til fyrirstöðu að ísland taki einhliða upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið. í rauninni geta íslendingar tekið ein- hliða upp hvaða mynt sem er í heim- inum. Eina spurningin er hins vegar hvort það sé fýsilegur kostur fyrir ís- lenskt hagkerfi. Þetta segir Gabriel Stein, aðalhagfræðingur Lombard Street-rannsóknasetursins, í sam- tali við Blaðið. Hann hélt í gær fyrir- lestur um smáríki og myntbandalög á ráðstefnu sem Rannsóknarmið- stöð um samfélags- og efnahagsmál stóð fyrir á Nordica hóteli í gær. Margir kostir í stöðunni Stein segist ekki hafa lagt mat á hvort það væri rétt skref fyrir íslendinga að taka einhliða upp aðra mynt. Slík framkvæmd krefst mikillar umræðu í samfélaginu. Hann segir Islendingum hins vegar standa margir aðrir kostir til boða en að ganga í myntbandalag Evrópu. Hægt sé að tengja við aðra mynt eða myntkörfur eins og gert er við Persaflóa, taka upp myntráðsfyr- irkomulag eins og nokkur lönd í Suður-Ameríku og Evrópu hafa gert og svo er möguleiki á að taka ein- hliða upp mynt annarra landa eða myntsvæða. Hér á landi hefur umræðan fyrst og fremst snúist um upptöku evr- unnar og hvort hægt sé að taka hana upp án þess að ganga í Evrópusam- bandið (ESB). Stein segist ekki viss um hvort evran er endilega heppi- legasti kosturinn fyrir ísland. Vissu- lega séu sterk rök fyrir evrunni, en einnig séu rök fyrir því að taka upp sterlingspundið, norsku krónuna og jafnvel kanadíska dollarann. Það fari allt eftir því hvaða mynt falli best að íslensku hagkerfi. Það sem auðveldar íslendingum sérstaklega að taka upp aðra mynt er hversu rafræn viðskipti eru orðin útbreidd hér á landi. Lítið vandamál væri að skipta út íslenskum seðlum og mynt fyrir erlenda, þar sem flest- öll viðskipti fara í gegnum kort og tölvur hvort sem er. GABRIEL STEIN Stein er aðalhagfræðingur alþjóðahagfræðisviðs Lom- bard Street-rannsóknaset- ursins. ► Hann er bæði með breskan og sænskan ríkisborgara- rétt. ► Hann útskrifaðist með MSc-gráðu í hagfræði frá Stockholm School of Econ omics árið 1980. ► Þetta er í þriðja sinn sem hann heimsækir ísland. Brjálæði að ganga í ESB Þegar Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum utanríkisráðherra, kom með þá hugmynd að taka upp evru án þess að ganga í ESB, stigu margir fram og sögðu að slíkt væri ómögu- legt. Stein er á öðru máli. Hann segir að vissulega yrðu önnur ríki ESB, Evrópuráðið og Evrópski seðla- bankinn, ekki sátt við þá ákvörðun, en það sé ekkert sem þau geti gert við því. Þar að auki varar hann sérstak- lega við því að íslendingar gangi í Evrópusambandið þar sem það myndi ganga af íslenskum sjávarút- vegi dauðum. „Þegar kemur að ís- landi erþað mitt persónulega mat að það væri algjört brjálæði fyrir ykkur að ganga í ESB. Ef þið gangið í ESB verður að sjálfsögðu fyrirvari um að enginn komi nálægt fiskveiðilögsög- unni. Innan tveggja eða þriggja ára verður Island dregið fyrir Evrópu- dómstólinn af spánskum sjómanni. Að sjálfsögðu mun dómstóllinn úr- skurða að svona misræmi gangi ekki upp og innan tíu mínútna verður spánski og portúgalski flotinn kom- inn til að ryksuga upp miðin. Ég veit að sjávarútvegurinn er ekki eins mikilvægur og hann var, en þetta er virkt kerfi og iðnaðurinn er lifandi.“ Stein bendir jafnframt á að með aðild að evrópska efnahagssvæð- inu sé fjórfrelsið í fullu gildi og það skipti mestu máli. Rökin um áhrif innan Evrópusambandsins séu ekki nógu veigamikil þar sem þau yrðu hverfandi í samanburði við stóru ríkin og þau vegi ekki upp á móti göllunum. Hann segir einnig að óstöðugleiki íslensku krónunnar réttlæti ekki ESB-aðild út af fyrir sig. „Fjármála- geirinn er alþjóðlegasti geirinn sem til er. Því skiptir ekki máli hvort Island er í ESB eða ekki. Fjárfestar sem horfa til íslands horfa fyrst og fremst til lagaumhverfisins, eign- arréttar og stöðugleika bankakerf- isins. Fyrir ykkar eigin banka er möguleiki að festa sig í sessi innan ESB. “ Fleiri gjaldmiðlar í framtíðinni Margir mikilsmetnir menn hafa spáð því að í framtíðinni saman- standi heimsbyggðin af nokkrum myntsvæðum og að smámyntir á borð við íslensku krónuna heyri sög- unni til. Stein telur þvert á móti að gjaldmiðlunum eigi eftir að fjölga í framtíðinni. „Ég tel að eftir 20 ár verði flestar myntir sem eru í gangi núna enn til staðar og að nokkrar nýjar líti dagsins ljós. Þá tel ég að Italar, til dæmis, verði búnir að taka upp sína eigin mynt á ný og að þeir verði fyrstir til að kasta evr- unni fyrir borð. Mjög fá lönd verða aufúsugestir í myntbandalagið. Bret- land, Svíþjóð og Danmörk verða það að sjálfsögðu en ég held að lönd eins og Pólland og Tékkland verði það ekki. ísland verður það tæpast nema þið ákveðið að taka upp evr- una einhliða.“ Ósannfærður Gabriel Stein segir að evran kunni að vera góður kostur fyrir Island, en ekki endilega sá besti. Hann segir það brjálæði ef Island gengi í ESB. MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á I slandi, 23 . ágúst 2007 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir Wðskipti í krónum ATH. = Athugunarlisti Félög í úrvaisvísitölu A Atorka Group hf. ▼ Bakkavör Group hf. ▼ Exista hf. Viðskipta- verð 9,35 67,70 33,90 Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi breyting viösk.verös viöskipta 2,19% 23.8.2007 12 -0,44% 23.8.2007 18 ■0,15% 23.8.2007 124 Heildar- viðskipti dagsins 99.144.089 111.494.908 909.825.671 Tilboð í lok dags: Kaup Sala 9,35 9,37 67,10 67,70 33,85 34,05 um 5,0 milljarða króna. • Mesta hækkunin var á bréfum Teymis, eða 3,15%. Bréf Atorku hækkuðu um 2,19% og FL Group um 1,93%. a. FL Group hf. 26,40 1,93% 23.8.2007 55 1.487.712.906 26,30 26,55 a Glitnir banki hf. a Hf. Eimskipafélag íslands 28,55 40,50 0,18% 1,50% 23.8.2007 23.8.2007 101 13 1.512.756.002 41.826.836 28.50 40.50 28,55 40,70 a lcelandair Group hf. 26,90 1,32% 23.8.2007 5 40.753.500 26,90 27,10 a Kaupþing banki hf. 1185,00 1,02% 23.8.2007 254 4.991.807.718 1183,00 1185,00 • Mesta lækkunin var á bréfum ▼ Landsbanki Islands hf. 40,65 ■0,37% 23.8.2007 107 1.201.111.560 40,55 40,65 Mosaic Fashions hf. 17,50 ♦ Straumur-Buröarás Fjárf.b. hf. 20,80 a Teymi hf. 5,57 0,00% 3,15% 17.8.2007 23.8.2007 23.8.2007 104 9 1.369.724.987 18.259.600 20,60 5,57 17,50 20,80 5,59 Össurar, eða 1,87%. Bréf Bakka- varar lækkuðu um 0,44%. ▼ Ossur hf. 105,00 ■1,37% 23.8.2007 8 17.905.786 105,00 106,00 Önnur bréf á Aðallista • Úrvalsvísitalan hækkaði um 365 hf. 2,83 - 21.8.2007 - - 2,83 2,85 Actavis Group hf. - 20.7.2007 - - - - 0,48% í gær og stóð í 8.348 stigum A Alfesca hf. 5,87 0,69% 23.8.2007 3 7.928.500 5,87 5,91 í lok dags. ▲ Atlantic Petroleum P/F 1121,00 0,54% 23.8.2007 6 3.029.919 1116,00 1121,00 Eik Banki 700,00 1,16% 23.8.2007 3 1.604.072 694,00 700,00 Flaga Group hf. 1,62 - 23.8.2007 4 1.661.500 1,60 1,62 • fslenska krónan veiktist um 0,40% í gær. a Foroya Bank 230,00 1,77% 23.8.2007 13 53.144.575 230,00 235,00 ♦ lcelandic Group hf. 5,95 0,00% 22.8.2007 - - 5,90 5,98 ♦ Marel hf. 91,70 0,00% 23.8.2007 3 1.036.210 91,70 92,00 Nýherji hf. 21,50 - 21.8.2007 - - 21,20 21,90 • Samnorræna OMX40-vísitalan Tryggingamiðstöðin hf. 39,50 ■ - 23.8.2007 1 39.500 39,20 39,80 ♦ Vinnslustöðin hf. 8,50 0,00% 22.8.2007 - - - - hækkaði um 0,15% í gær. Þýska DAX-vísitalan hækkaði um 0,1%, First North á íslandi a Century Aluminium Co. 3060,00 0,16% 23.8.2007 7 64.287.000 3050,00 3060,00 HB Grandihf. 11,00 - 18.7.2007 - - - 11,00 en breska FTSE-vísitalan stóð í Hampiöjan hf. 6,50 - 20.6.2007 - - - 6,65 stað.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.