blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 25

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 25
blaóíó FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 33 ORÐL AUSFÖSTU DAGUR ordlaus@bladid.net Síðan ætla ég líka að skeina Auðunni Blöndal í skvassi, en hann er líklega lélegasti skvassari á íslandi. HVAÐ STENDUR TIL UM HELGINA? Verður í níðþröngum smiðsbuxum „Ég er að fara að klæða mig í ffiWnW' 1 níðþröngar bláar smiðsbuxur og ;lV parketleggja íbúðina mína,“ segir EjjO*' Egill Einarsson, betur þekktur undir viðurnefninu Gilzenegger. „Mér líður eins og a real man þegar ég er að vinna svona alvöru vinnu. Svo ætla ég auðvitað að vera ber að ofan þegar ég parketlegg. Svo mun ég taka þátt í firmamóti í fótbolta þar sem nokkrir kassar af bjór verða i verðlaun. Ég mun mjög liklega vinna það því ég er líklega besti markaskorari í heimi á stuttum velli. Síðan ætla ég líka að skeina Auðunni Blöndal í skvassi, en hann er líklega lélegasti skvassari á fslandi. Svona verður helgin mín.“ Emilía vinnur á flughræðslunni „Ég held að ég verði bara leiðin- leg um helgina og það er voða lítið planað þannig séð," segir fyrrum Nylon-stúlkan Emilía Björg Ósk- arsdóttir, sem finnst þó líklegt að eitthvað skemmtilegt verði gert. „Það er aldrei að vita nema maður kíki á kaffihús með vinkonum sínum. Eins gæti verið gaman að kikja upp í bústað þessa síðustu metra af sumrinu. Svo langar mig reyndar að fara í flugtúr með manninum mínum ef það verður gott veður. Hann er að safna tímum og í leiðinni reyni ég að vinna á flughræðslunni minni, sem reyndar fer minnk- andi núna. Við höfum verið dugleg að fara og ég er meira að segja farin að þora að taka í stýrið!" Við tökur á Brúð- gumanum í Flatey „Ég er nú bara í tökum hérna í Flatey eins og ég er búinn að vera síðustu vikur. Við erum að taka upp bíómyndina Brúðguminn sem Baltasar Kormákur leikstýrir," segir leikarinn Ólafur Darri Ólafs- son, aðspurður um komandi helgi. „Maður verður eitthvað að vinna og svo skilst mér að ég sé að fara á einhverja tónleika. Það verða útgáfutónleikar hérna með einhverri hljómsveit sem ég veit ekki hver er. Á sunnudag- inn er ég svo í fríi og þá mun ég gera sem minnst - bara slappa af. Annars líst mér bara mjög vel á helgina. Þetta verður eflaust skemmtileg helgi eins og verið hefur hérna frá því að tökur byrj- uðu. Þetta er búið að vera algjört æði.“ Mundi í Loftkastalanum með nýja línu Framúrstefnulegur og húmorískur prjónafatnaður Guðmundur Hallgríms- son hannar undir merk- inu Mundi. Föt hans eru seld í fjölda verslana víðs vegar um heiminn og segir Guðmundur það allt vera tískuvikunum í París og Tókýó að þakka. Eftir Hildu H. Cortez hilda@bladid.net Annað kvöld verður tískusýn- ing í Loftkastalanum, en það er fatahönnuðurinn Guðmundur Hallgrímsson sem hannar undir merkinu Mundi sem mun sýna nýja íslenska fatalínu, en línunni er lýst sem framúrstefnulegum og húmorískum prjónafatnaði sem nýtur sín best í algjöru þyngdar- leysi. Að sögn Guðmundar kemur innblásturinn frá geimaldartímabil- inu eins og glöggt má sjá í geimfara- mynstrum og súrrealískum sniðum og formum. „Línan verður komin í verslanir eftir um það bil tvær vikur eða í byrjun september," segir Guð- mundur. „I línunni er alls kyns fatn- aður. Ég hef annars hannað mikið af prjónapeysum en nú er þetta heil lína með öllu viðloðandi.“ Guðmundur nemur grafíska hönnun í Listaháskólanum og segir hann þá menntun korna að góðum notum í fatahönnun. „Það gengur mjög vel að sameina grafíska hönnun og fatahönnun og ég er ánægður með að hafa farið í graf- ikina en með henni næ ég kannski að taka einhvern annan vinkil á MUNDI ► Mundi er nýtt íslenskt fata- merki sem hönnuðurinn Guðmundur Hallgrímsson stendur fyrir. ► Guðmundur Hallgrímsson hefur einnig starfað með hópnum Díónýsía en eitt af markmiðum hópsins er að efla tengsl listamanna og annarra við landsbyggðina. W. Prjónapeysur Munda hafa ^ vakið mikla athygli en nú hefur öðrum flíkum einnig verið baett í línuna. fatahönnunina. Ég hef til dæmis notað grafíkina töluvert til þess að hanna mynstur og þess háttar. Ég er að vísu að taka mér ársfrí frá skólanum núna vegna þess að það er svo mikið að gera hjá mér í þessu.“ Vakti athygli í París Mundi hefur nú þegar vakið mikla athygli erlendis en hann selur hönnun sína í verslunum í Ameríku, Asíu og Evrópu. „Nýja línan verður seld í nokkrum búðum erlendis, t.d. í New York, Los Angeles, Japan, Ítalíu, Berlín, London og París, þannig að ég hef fengið ágætis viðtökur. Svo hef ég verið að selja í Kron kron hérna heima og kem til með að halda því áfram. En annað kvöld er í raun eins konar opnunarsýning áður en línan fer í sölu á öllum þessu stöðum.“ Mundi var á tískuvikunum í París og Tókýó nú síðast og segir Guðmundur Hallgríms- son Sýnir nýja'línu I Loft- kaslalanum annað kvöld en hann hannar föt undir merkinu Mundi Blaðlð/Golll Guðmundur það hafa gengið vel. ,Það gekk svo vel að allar þessar búðir keyptu af mér. Þannig að þetta er eignlega tískuvikunum að þakka, sem er alveg frábært." Aðspurður um uppáhaldshönn- uði segist Guðmundur geta nefnt marga. „Ég á nú nokkra uppá- haldshönnuði en ég get nefnt til dæmis Bernard Wilhelm og Henrik Vibskov er alltaf að gera góða hluti. Hér á Islandi er líka fullt af fólki sem er með skemmtilegar pælingar. Héðan eru til dæmis að fara á sama showroom og ég var á í fyrra Eygló og Naked ape með merkið Forynja, og Sruli Recht sem hefur unnið mikið með mér í þessu. Hann er að fara að sýna nýja skólínu í París, þannig að það er nóg að gerast." Tískusýningin verður haldin í Verinu í Loftkastalanum annað kvöld og hefst klukkan 20.00 en einnig munu koma fram Johnny Sexual, DJ Skeletor, DJ Boacian og DJ Heroe’s Trial. SETNINGAR VIKUNNAR „Það er verið ^ aðsetja svartarfyrir- sæturtil hliðará módelskrifstofunum. Og það er sorglegt að fólk kunni ekki aðmeta feg- urð dökkra kvenna." „Tónleika- ferð er svolítið eins og að gifta sig. Þú verður að líta sem best út og undirbúa þig með því að æfa þrisvar til fimm sinnum f viku." „Menn verða leiðirá þessu sama endalaust en þá geta aðdáendur orðið fyrir vonbrigðum og þeir hafa fullan rétt á því." „Ég er mjög stoltur og ánægður með myndina. Það má segja að hún sé nákvæmlega eins og hún áttiaðvera." • v. Ofurfyrirsætan Naomi Campbell, sem er búin aö fá sig fullsadda á því að hvítar fyrirsætur tróni alltaf á toppnum í módel- bransanum. - Söngkonan Mel C, sem ætlar að hvetja stallsystur sínar í Spice Girls til að lita sem best út á fyrirhuguðu tónleikaferða- lagi þeirra um heiminn. - Söngvarinn Egill Ófaf3*on í vtðtali vtð Blaðiö um mjög svo umdeilt atriöi Stuð- manna á Kaupþingstónleikunum síöastlið- inn föstudag. - 'JúlíusiKemp um íslensku aevintýrámjfid- ina Astrópiu, sem frumsýnd var á mfðviku daginn síðastliðinn og hefur fengið fínar viðtökur gagnrýnenda. Astrópía er ferskur andblær Kvikmyndin Astrópía leggst vel í gagnrýnanda Blaðsins. „Astrópía er ferskur andblær inn í íslenskan kvikmyndaheim. Hún er alls ekki fullkomin en við nördarnir erum þaðekkiheldur,“segir víij m dómnum á næstu síðu. a J Björk skilar auðu á Islandi „í þau fáu skipti sem ég hef kosið hef ég skilað auðu. Ég vil ennþá líta á sjálfa mig sem ópólitíska mann- eskju,“ sagði Björk Guðmundsdóttir í viðtali við skoska tíma- v ^ c ritið The List í gær. í «5 J Doherty ræðst á stúlku Pete Doherty hefur verið kærður fyrir líkamsárás, en hann réðst á 22 ára gamla stúlku sem tók myndir af honum fyrir utan heimili vinar hans í Somerset á Englandi. Ljósmyndarinn, Cath Mead, segir hinn 28 ára gamla söngvara Babyshambles hafa ráð- ist á sig eftir að hún tók myndir af kærustu hans, fyrirsætunni Irinu Lazareanu, og segist vera blá og marin eftir Doherty sem reif einnig harkalega í hár hennar með þeim afleiðingum að hún missti nokkra lokka. Matarkona Fyrirsætan Helena Christensen segir mat vera það næstmikilvæg- asta í lífi sínu. „Á eftir fjölskyld- unni er fátt sem ég hugsa jafn mikið um og mat. Ég hugsa um mat frá því að ég vakna þar til ég fer að sofa á kvöldin. Mig dreymir meira aðscgja stondum að égsé stödd sé að éða í mig sætabrauði. Annars er einn uppáhaldsmaturtnn minn ígulkcr þó að ég borði það kannski ekki 1 öll mál. En mér fínnst gaman að gera tilraunir í eldhúsinu.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.