blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2007 blaóiö LÍFSSTÍLLVEIÐI veidi@bladid.net Ég var búinn að vera með hann á í 15 mínútur, fiskurinn tókflugu hjá mér. Það er mikið af fiski hérna í Dalsárósnum. Sportvörugerðin lif.. Sk i pliolt 5. 5C2 Sérfraeöingar i fluguveiði Nælum stanglr, splæsum Ifnur og setjum upp Góð silungsveiði í Miðfirði Laxinn tregari en silungurinn Góð veiði Fallegar bleikjur af silungasvæðinu í Miðfjarðará. Veiðin hefur verið góð á silunga- svæðinu í Miðfirði og veiðimenn, sem þar voru um síðustu helgi, veiddu þrjá laxa og fimm væna sil- unga, fjórar bleikjur og einn vænan urriða. f Brúarhylnum eru á milli 30 og 40 laxar en þeir eru tregir að taka hjá veiðimönnum. Silungurinn sem veiðist er vænn og hafa veiðimenn séð töluvert af honum á nokkrum stöðum í ánni. „Þetta var ágætt. Ég veiddi tvo laxa og einn silung. Það var töluvert af laxi við brúna, en hann var tegur. Ég fékk fyrsta laxinn í fyrsta kast- inu um morguninn,” sagði Þráinn Traustason sem var við veiðar á sil- ungasvæðinu í Miðfirði. „Laxinn er tregur að taka þótt þeir séu margir hérna við brúna,“ sagði Ari Arason sem líka var við veiðar þarna og kastaði grimmt á hylinn. Veiðin hefur gengið vel á silunga- svæðinu í Miðfjarðará í sumar, einnig á silungasvæðunum í Víði- dalsá og Vatnsdalsá. Veiðimenn sem voru á silungasvæðinu í Víði- dalsá veiddu 35 fallegar bleikjur. Merkið sem þú treystir DREIFING/ÞJONUSTA:VEIÐITÆKNI S:5771400 ÉiBenellÍ 5 arm ubyrgð é öllum nyjum byitum Víðidalsá Vænn og góður Ingvar Karl, Rósant, Jón Felix og útlendur vinur þeirra við Dalsárósinn með laxinn sem veiddist. Dretfing: Hólmasloö 1 • 101 FUykjavik • Simi 562-0095/890*404? • www.veidihusid.is Fjör við Dalsárósinn Eftir Gunnar Bender g.bender@bladid.net „Ég var búinn að vera með hann á í 15 mínútur, fiskurinn tók flugu hjá mér. Það er mikið af fiski hérna í Dalsárósnum,” sagði Rósant Freyr Birgisson þegar blaðamaður hitti hann við Dalsárósinn í Víðidalsá í Húnavatnssýslu fyrir nokkrum dögum. Þá var hann rétt nýbúinn að landa fallegum 6 punda laxi. Með honum við veiðiskapinn voru þeir Ingvar Karl leiðsögumaður, Jón Felix og útlendur vinur þeirra. Það var bleikja og lax á lofti á mín- útu fresti í Dalsárósnum. Hylurinn var spegilsléttur og sumir laxarnir voru vænir. „Laxinn var skemmtilegur og tók vel í,“ sagði Rósant ennfremur. „Ég ætla að reyna eitt kast enn. Fisk- urinn stekkur og stekkur um allan hylinn. Kannski fæst fiskurinn til að taka,” sagði Ingvar Karl leiðsögu- maður og labbaði að hylnum til að kasta. Fiskurinn stökk. Dalsárósinn er einn allra besti veiðistaðurinn í Víðidalsá en í sumar hefði samt veiðin mátt vera betri í ánni en núna eru komnir rétt um 300 laxar á land. Hópur sem var að ljúka veiðum í Víðidalsá veiddi 12 laxa og töluvert af bleikju. Veiðimennirnir köstuðu enn þegar ég fór. Fiskurinn stökk, takan var kannski ekki mikil en einn og einn fiskur gaf sig. Það var fyrir mestu fyrir veiðimennina. Vantar þig veiðileyfi? www.svfr.is er rnálió! Úrval veiðileyfa - og þú gengur frá kaupunum beint á netinu Fréttir, greinar, fróðleikur og margt fleira

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.