Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 29
KYNNING − AUGLÝSING Krakkar17. MAÍ 2012 FIMMTUDAGUR 5 Verslunin Móðurást í Hamra-borg fagnar tíu ára afmæli sínu á þessu ári. Að sögn Guðrúnar Jónasdóttur, brjósta- gjafaráðgjafa og annars eiganda verslunarinnar, þróaðist Móður- ást upphaflega úr útleigu á brjósta- dælum í verslun fyrir mæður með börn á brjósti, fyrirbura og ung- börn. „Ég hafði verið með mjalta- vélaleiguna í tíu ár áður en ég opn- aði Móðurást ásamt Hrönn Svein- björnsdóttur og er enn með hana auk þess að leigja út ungbarnavog- ir,“ segir Guðrún. „Við styðjum konur sem eru með börn á brjósti auk þess að vera með persónulega ráðgjöf. Auðvitað eru ekki öll börn á brjósti og hér fæst úrval af vönduðum vörum til að nota fyrir þau börn. Smám saman hefur vöruúrval aukist eftir því sem þörfin hefur kviknað hjá við- skiptavinum okkar. Við erum með óhemjumikið vöruúrval fyrir ný- fædd börn og það sem móðirin þarf fyrir fæðinguna. Auk þess erum við með meðgöngubelti. Við vilj- um þjónusta mæður og börn þeirra vel,“ segir Guðrún ennfremur. Í versluninni kennir ýmissa grasa. Mikið úrval af burðarpok- um, barnapíuhlustunartækjum, burðarsjölum og silkihúfum. „Við höfum einnig tekið inn fallega ís- lenska hönnun. Þá bjóðum við fyrirburafatnað og þægindafatn- að á ung börn í þekktum merkj- um. Einnig má nefna brjóstadæl- ur, brjóstapúða, vigtir og allt það sem fylgir brjóstagjöfinni. Auk þess bjóðum við vagna og kerrur, ömmu stóla, matarstóla, bílstóla og þroskaleikföng margs konar,“ útskýrir Guðrún. Heimasíðan er www.modurast.is og í gegnum hana hafa verið vax- andi viðskipti, að sögn Guðrún- ar. „Ég held að það megi segja að hvergi annars staðar geti konur með börn á brjósti fengið stuðning og ráðgjöf eins og hér hjá okkur,“ segir hún en Guðrún er einnig með heimasíðuna brjostagjof.is ásamt tveimur öðrum brjóstagjafaráð- gjöfum. Guðrún Jónasdóttir og Hrönn Sveinbjörnsdóttir, eigendur verslunarinnar Móðurást. MYND/VALLI Móðurást 10 ára Sérverslun fyrir mæður með börn á brjósti Í GAMLA DAGA VAR ALLT BETRA Margir fullorðnir sjá æskuna í dýrðarljóma. Þá var allt miklu betra, allt var öruggara, auðveldara og þar fram eftir götunum. Þá voru öll börn úti í leikjum og enginn hékk inni í tölvunni. Að einhverju leyti er þetta eflaust rétt en þá er einmitt tilvalið fyrir for- eldra að drífa börn sín út í leiki og kenna þeim útileikina sem þeir léku sér í í „gamla daga“. Til upprifjunar fyrir foreldrana eru hér nokkrir leikir sem hafa verið vinsælir í gegnum árin. Ein króna / Fallin spýta – feluleikur og eltingaleikur í bland. Einn „er‘ann“ og hinir fela sig. Markmiðið fyrir þá sem fela sig er að komast að ákveðnu marki, ljósastaur eða spýtu á undan þeim sem leitar og kalla „ein króna fyrir mér einn, tveir og þrír“. Sá sem er fundinn fyrstur þarf að „ver‘ann“ næst. Stórfiskaleikur – eltingaleikur. Einn er stórfiskurinn og hann á að reyna að ná sem flestum litlum fiskum þegar þeir hlaupa yfir ákveðið svæði. Þeir sem stóri fiskurinn nær hjálpa honum svo við að ná fleirum. Leikurinn endar þegar það er búið að ná öllum. Sá sem fangaður var fyrstur verður stórfiskurinn næst. Yfir – boltaleikur og eltingaleikur. Skipt er í tvö lið. Annað liðið hendir bolta yfir skúr og kallar „yfir“. Hitt liðið reynir þá að grípa boltann. Ef það tekst læðist sá sem grípur boltann með hann að hinu liðinu og reynir að hitta í þá. Þeir sem hann hittir flytja þá yfir í það lið. Ef boltinn er ekki gripinn er honum einfaldlega kastað yfir aftur. Leiknum lýkur þegar allir eru komnir í sama liðið. Einu sinni voru allir krakkar alltaf úti í leikjum, að mati margra fullorðinna í dag. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Spennandi -fjör og hópefli útilífsævintýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.