Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGKrakkar FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 20128 HREYFING BARNA EFLIR NÁMSGETU Hreyfing gerir nemendur heilbrigðari og mun sáttari við skólalærdóminn, segja norskir kennarar. Kennarar, læknar og íþróttafræðingar telja að það eigi að verja einni klukkustund á hverjum skóladegi í hreyfingu. Aftenposten segir frá því að 84% kennara sem nýlega voru spurðir um hreyfingu á skóla- tíma hafi talið að regluleg hreyfing auki áhuga nemenda á náminu og geri þau hæfari til að læra. Alls voru 610 kennarar spurðir álits. Kennararnir voru sammála um að hreyfingin auki vellíðan barnanna og komi í veg fyrir áflog í frímínútum. Einbeiting til náms stóraukist fái nemendur reglulega hreyfingu. Læknar hafa lengi barist fyrir aukinni hreyfingu barna á skólatíma, enda komi hún í veg fyrir ofþyngd og sjúkdóma henni tengda. Það hefur verið áhyggjuefni víða um heim að börn eru sífellt að þyngjast. Sú staðreynd er einnig vel þekkt hér á landi, enda hefur kyrrseta aukist mikið með tæknibyltingunni. Íslensk börn eru meðal þeirra þyngstu í heiminum. BÚÐU TIL ÞINN EIGIN FROSTPINNA Nú þegar fer að hlýna er gott að kæla sig niður með ísköldum frostpinna. Skemmtilegast er að búa þá til sjálfur en með því getur maður haft þá eftir eigin smekk í lit og bragði. Auðvelt er að búa þá til og hægt er að finna allt sem til þarf í eld- húsinu. Það fyrsta sem þarf að huga að er mót fyrir frostpinnann. Hægt að kaupa mót fyrir frostpinna en einnig er hægt að nota tómar jógúrtdósir, einnota glös eða stálbökunarform. Þegar mótið er sett inn í frysti er sniðugt að setja plastfilmu yfir það og gera gat fyrir pinnann svo hann haldist á sínum stað. Það er auðveldast að hella djús í mótin en það er líka gott að setja ávexti í blandara, hræra þá saman við smá djús og hella í mótið. Eftir fimm tíma í frystinum ættu ljúffengu frostpinnarnir að vera tilbúnir. DÓT Á TOMBÓLU Skemmtilegt góðverk Sumarið er kjörinn tími til þess að safna saman öllum leikföng- um, fötum, spilum, bíómyndum, geisladiskum og fleiru sem maður er hættur að nota og selja á tombólu. Skemmtilegast er þegar vinir selja dótið sitt saman. Þá er meira af dóti til að selja og maður er í góðum félagsskap á meðan salan fer fram. Það er líka söluhvetjandi að vera í hópi með fleirum. Bestu staðirnir til þess að selja dót á tombólu eru þar sem margt fólk kemur. Ef veður er gott er að sjálfsögðu best að vera utandyra. Þegar sölunni er lokið er hægt að gefa ágóðann til góðgerðarmála og ef eitthvað dót verður eftir er hægt að gefa það í Rauða kross- inn eða til mæðrastyrksnefndar. Ágætt er að ákveða áður en salan hefst hverjum á að gefa peningana sem safnast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.