Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 20

Fréttatíminn - 14.10.2011, Page 20
M argar konur velta því fyrir sér þegar þær eiga von á öðru barni sínu hvort þær geti elskað barnið jafnmikið og það fyrsta. Þær eru jafn- vel kvíðnar og óttast að barnið fái ekki eins mikla ást og fyrsta barnið. Svo kemur barnið, nýtt hólf opnast í hjart- anu, hólf sem var ekki til, og þær eiga endalausa ást handa nýja barninu eins og því eldra. Þetta gerist í hvert skipti. Það er yndislegt að fá börnin í fangið. Þá skiptir engu máli hvort þetta er fyrsta eða fimmta barn. Tilfinningin er alltaf jafnæðisleg,“ segir Sigur- laug Hauksdóttir sem á dögunum eignaðist sitt fimmta barn á sjö árum með manni sínum, Finnlaugi Pétri Helgasyni. Eftir áralanga baráttu við að fá frjó- semisgyðjuna í heimsókn virðist hún hafa sest að hjá þeim Sillu og Finna. „Ég er hætt en yrði ég ólétt væri barn- ið velkomið,“ segir hún hlæjandi. „Svo ökum við um á níu manna Hyundai Starex svo það er enn pláss.“ Sú minnsta kúrir í rúminu og sefur. Börnin eru í skólanum; þrjú í leikskóla handan götunnar og sá elsti, Helgi Fannar, fæddur 10. janúar 2004, er í öðrum bekk í grunnskóla. Næstur á eftir Helga Fannari fæddist Pétur Snær 11. jan 2006, þá Dagbjört María 9. ágúst 2007. Óskar Jökull fæddist 14. mars 2009 og loks litla óskírða mýslan, 26. septem- ber 2011. Finna fyrir fordómum Silla og Filli eru oft spurð hvort þau eigi svona mörg börn af trúarástæðum og megi ekki nota getnaðarvarnir. „Svona spurningar fáum við í IKEA eða Nóatúni. Fyrsta spurningin er þá gjarna: Eigið þið öll þessi börn saman? Þegar við svörum því játandi, erum við spurð hvort við séum í sértrúar- söfnuði.“ Hún viðurkennir því að þau finni að vissu leyti fyrir fordómum vegna barnafjöldans. „Við hittum kannski fólk úr fortíðinni sem spyr okkur í niðrandi tón hvort við séum ekki örugglega hætt barneignum núna. Þetta eru svona svipaðar spurningar og þegar pör eru spurð hvort þau ætli ekki að fara að eignast börn, svo hvort ekki eigi að koma með annað, hvort ekki eigi að kaupa stærri íbúð, fara að gifta sig og þess háttar,“ segir hún. „Flestir í nánasta umhverfi okkar eru samt mjög jákvæðir, en það er kannski vegna þess að fólk veit að við biðum svo lengi eftir því að eignast barn og líka að börnin voru velkomin hvort sem þau voru plönuð eða komu okkur á óvart,“ segir hún. „Við Filli byrjuðum saman 11. sept. 1993. Þá var ég 18 og hann 25 ára. Ég var í Menntaskól- anum á Akureyri og hann vann á þess- um tíma í Mývatnssveit. Við kynntumst í gegnum sameiginlega vinkonu. Hann segir að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn en ég að ástin hafi þróast þar til við smullum saman. Ég leitaði að strák sem var tilbúinn í alvöru samband. Hann var það,“ segir Silla. „Fljótlega fórum við að huga að barneignum. Ég var óviss um hvað ég vildi taka mér fyrir hendur eftir menntaskóla og vildi gjarna eignast barn. Við reyndum því fyrst 1994-95 en það liðu tíu ár þar til fyrsta barnið fæddist. Fram að því stóðum við í alls konar rannsóknum. Það tók á,“ segir Silla en ítrekar að sambandið hafi verið sterkt, eins og þurfi þegar svona stendur á. Af hverju barneignir? „Ég átti einu sinni spjall við góða konu sem vakti mig til umhugsunar snemma á ferlinu fram að fyrsta barni. Ég var þá alltaf að missa fóstur, lá oft á sjúkrahúsi og læknakostnaður var mikill. Hún spurði mig áleitinnar spurningar: Af hverju viltu eignast börn? Þetta er spurning sem við höfð- um ekki velt fyrir okkur, heldur litið á barneignir sem sjálfsagðan hlut og næsta skref í sambandinu. Við veltum þessu því fyrir okkur og hvað myndi gerast ef við eignuðumst engin börn. Þetta er spurning sem fólk sem á við frjósemisvanda að stríða gæti hugleitt áður en það kannski stekkur upp í rúm við hvert egglos í von um barn; já, þegar allt snýst um barneignir. Þetta hjálpaði okkur og við ákváðum að njóta þess að vera saman, barnið kæmi þegar og ef það kæmi.“ Silla segir að það þýði ekki að setja allt annað í lífinu á bið. „Þetta er kannski það sem margt fólk meinar þegar það segir við þau sem vilja eignast börn að reyna nú aðeins að slaka á. Ég held að fólk meini ekkert illt Fimm börn á sjö árum Maðurinn sem ber atvinnuheitið pabbi í símaskránni ber það með rentu því hann hefur á undanförnum sjö árum eignast fimm börn með konu sinni, Sigurlaugu Hauksdóttur. Þau dreymdi lengi um að eignast barn og reyndu í áratug án árangurs. Glasafrjóvgun færði þeim fyrsta barnið en síðan hafa fjögur bæst í hópinn. Gunn- hildur Arna Gunnarsdóttir ræddi við Sigurlaugu um blessað barnalánið. Framhald á næstu opnu. Fjölskyldan samrýmd og sátt í Grafarholti. Fyrstur Finnlaugur, þá Pétur Snær, Sigur- laug með þau Óskar Jökul og þá nýfæddu í fanginu. Loks Helgi Fannar og Dagbjört María. Ljósmyndir/Hari Helgi Fannar elstur, fæddur í janúar 2004, svo kom Pétur Snær í janúar 2006, þá Dagbjört María í ágúst 2007, Óskar Jökull í mars 2009 og loks sú stutta nú í september 2011. 20 viðtal Helgin 14.-16. október 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.