Fréttatíminn


Fréttatíminn - 14.10.2011, Síða 24

Fréttatíminn - 14.10.2011, Síða 24
„Ég held að við höfum byrjað að huga að þessu árið 2004 þannig að þetta er að verða ansi langt. Maður hugsar svo sem ekkert mikið um það,“ segir Gunnar, „en þetta er sér- kennileg tilfinning. Síðustu ár hef- ur þetta verið tólf tíma vinna á dag, hvern einasta dag. Svo er þetta bara allt í einu búið. Ætli maður leggist ekki í þunglyndi? Ég veit það ekki.“ Gunnar segir ekki óeðlilegt að teiknimyndir af þessu tagi taki um tíu ár í framleiðslu frá því að vinna við þær hefst. „Það þarf náttúrlega að búa allt til og þetta er rosaleg handavinna.“ Myndin byggist á sögu Friðriks Erlingssonar, Þór – í heljargreipum, þar sem segir af járnsmiðnum Þór í Mannheimum. Hann hefur ekki hugmynd um að hann er sonur Óð- ins en þegar hann fær hamarinn Mjölni upp í hendurnar fara hlut- irnir að gerast fyrir alvöru. „Við lögðum mjög mikla vinnu í söguna enda verður hún að vera góð í framleiðslu sem er svona dýr. Við förum reyndar mjög frjálslega með bókina og skrifuðum alveg upp á nýtt fyrir bíómyndina,“ segir Gunnar. „Þetta er samt náttúrlega allt byggt á bókinni en það þurfti að laga söguna að kvikmyndaforminu. Það komu margir að þessu og við erum mjög ánægð með söguna.“ Hetjur Valhallar er fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd og í henni dreymir hinn unga Þór um frægð og frama á vígvellinum, fjarri járnsmiðju móður sinnar. Á meðan Þór dreymir dagdrauma bruggar undirheimadrottningin Hel laun- ráð gegn goðum og mönnum. Hins vegar vill svo heppilega til að Þór fær þá óvænt Mjölni upp í hendurn- ar og skyndilega eru örlög heimsins undir Þór og hamrinum komin. Hetjur Valhallar er dýrasta mynd sem gerð hefur verið á Íslandi en Gunnar vill ekki gera of mikið úr kostnaðinum. „Það er búið að selja hana í bíó til 55 landa enda þýðir ekkert að hugsa bara um Ísland í þessu samhengi. Það er mikið talað um hversu dýr þessi mynd sé en ég held að hún sé frekar ódýr vegna þess að hún á áreiðanlega eftir að skila svo miklu til baka. Hún kost- ar náttúrlega bara einn tíunda af því sem þessar amerísku myndir kosta.“ Gunnar segir mikinn áhuga á því að gera framhaldsmynd um Þór. „Til dæmis er ekkert sagt frá Loka í þessari mynd og við erum í raun alveg tilbúin með handrit fyrir næstu mynd.“ Óskar Jónasson leikstýrir mynd- inni en Gunnar og Toby Genkel eru meðleikstjórar. „Óskar er sá sem tekur endanlegar ákvarðanir og ég ber meiri ábyrgð á útliti myndarinn- ar og þess háttar.“ Þór lemur á jötnum Þrívíða tölvuteiknimyndin Hetjur Valhallar – Þór verður frum- sýnd í dag, föstudag, en myndarinnar hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda hefur hún verið í framleiðslu í ein sjö ár. Gunnar Karlsson, hjá Caoz, hefur fylgt verkefninu frá upphafi og á hvíta tjaldið. Hann er viðbúinn spennufalli nú þegar þrumuguðinn ungi er loksins kominn á áfangastað. Persónur og leikendur Óðinn Egill Ólafsson Konungur goðanna, vitur og máttugur en er full upptekinn af ljúfa lífinu í Ásgarði og ómeðvitaður um að ill öfl eru að sækja í sig veðrið. Hann hefur heldur ekki gefið hálf- mennskum syni sínum mikinn gaum í gegnum árin en þegar hann kemst að því að Þór og Mjölnir hafa náð saman verður breyting þar á. Edda Ágústa Eva Erlends- dóttir Mennska stelpan Edda er góðvinur Þórs og er oft rödd skynseminnar í sam- bandi þeirra. Hún tekur hag annarra fram yfir sinn eigin, er alltaf hress og ósmeyk við að taka málin í sínar hendur. Og hún er sko ekki hrædd við þursa. Hel Katla Margrét Þorgeirsdóttir Gengur fyrir hatri á Óðni sem kastaði henni í undir- heima. Hún er metn- aðargjörn og vill ná sömu stöðu og Óðinn sem allar skepnur bæði óttast og virða. Hún gengur í bandalag við þursana og telur sig þannig hafa myndað öflugan her helstu óvina Óðins. Hún stefnir síðan ótrauð að því að drottna bæði yfir mönnum og þursum. Freyja Ester Talía Casey Sem ástargyðjan er Freyja eftirsótt af karlkyninu, og þá ekki sýst þursinum Þrym. Hún er líka bardaga- kappi mikill og með ljón- grimmum valkyrjum sínum reynist hún þursakóng- inum býsna erfið bráð. Þór Atli Rafn Sigurðarson Er órólegur unglingur sem þráir annað og meira en að vera bara þorpsjárnsmiðurinn. Þegar Mjölnir fellur af himnum ofan í hendur hans telur móðir hans að þar sé á ferðinni skýrt teikn um að Þór eigi að vera járnsmiður en ekki er allt sem sýnist og Þórs bíða mikil ævintýri. Mjölnir Laddi Töfrahamarinn Mjölnir kemur úr smiðju dvergsins Sindra sem ætlar sér að græða vel á því að selja hann Óðni. Þótt Mjölnir virðist ekki til stórræðanna þá leynir hann á sér og er í raun öflugasta vopn veraldar. Hann telur sig hafa fundið fullkominn félaga í Þór en hlutirnir ganga þó ekki jafn vel fyrir sig og hann hefði kosið. Gunnar Karlsson hefur verið vakinn og sofinn yfir Hetjum Valhallar um árabil og er tilbúinn með handrit að framhaldsmynd. Ljósmynd Hari. 10% af sölu Pink Ribbon tasknanna rennur til Krabba- meinsfélagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. töskurnar Úr endurunnu efni sem tengist „Bleiku slaufunni“ Unnar eftir Fair Trade stefnunni Fyrir hverja selda tösku er plantað tré Leggðu þitt af mörkum! www.kolors.is Endursöluaðilar: Fríhöfnin/Duty Free Fashion Store – Hrím Akureyri – Póley Vestmannaeyjum TILBOÐ ELDSNEYTI STAÐIRMITT N1LÍFIÐDEKK NÁÐU ÞÉR Í NÝJA N1 APPIÐ Með nýja N1 appinu geturðu keypt eldsneyti með símanum þínum, skoðað færslur og punktastöðu, kynnt þér N1 tilboðin, fundið næstu N1 stöð á korti og jafnvel réttu dekkin eftir bílnúmerinu þínu. Vertu með á nótunum og appaðu þig í gang með N1! 24 bíó Helgin 14.-16. október 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.