Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Side 44

Fréttatíminn - 18.11.2011, Side 44
S amfylkingin hefur í núver-andi ríkisstjórn- arsamstarfi til dæmis lagt áherslu á hófsemi í skattlagningu, sókn í orkumálum í anda verndaráætlunar, aðildarviðræður við ESB, erlenda fjárfest- ingu, og minnkandi ríkisafskipti. Þannig vill flokkurinn efla verðmætasköpun enda verður öflugu velferð- arkerfi ekki viðhaldið nema að sótt verði fram á sviði atvinnu- mála. Í stjórnarsamstarfi þarf svo að gera málamiðlanir og síðustu tvö árin höfum komið til móts við áherslur vinstrisinnaðs samstarfs- flokks. En svo koma kosningar. Brostinn grundvöllur til sam- starfs Verði niðurstaða landsfundar Sjálf- stæðisflokksins að það sé úrslita- kostur að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, má ljóst vera að Sjálfstæðisflokkurinn úti- lokar samstarf við Samfylkinguna að loknum næstu kosningum. Krafan um að slíta viðræðunum verður ekki skilin öðruvísi en að samningur um aðild að ESB verð- ur ekki lagður í þjóðaratkvæði. Verði niðurstaðan hins vegar sú að ferlinu megi halda áfram, eru það jákvæð merki um að grundvöllur til samstarfs sé til staðar. Stór hluti þjóðarinnar styður áherslur um jöfnuð, verðmæta- sköpun, fjölgun starfa, öflugt sjálfbært atvinnulíf, ábyrga og hófsama skattastefnu og eflingu hagvaxtar. Tveir stærstu stjórn- málaflokkar landsins liggja að mörgu leyti nær hvor öðrum í þessum áhersluatrið- um en aðrir flokkar. Krafa um aukna skatt- heimtu, tregi til að opna fyrir erlenda fjár- festingu og áhugi til að víkja frá ramma- áætlun um uppbygg- ingu í orkuiðnaði, sýna að áherslur samstarfsflokks jafnaðarmanna samræmast að mörgu leyti ekki stefnu Samfylk- ingar í atvinnumálum. Afturhald eða alþjóðlegt sam- starf? Taki Sjálfstæðisflokkurinn ákvörð- un um einangrun á landsfundi sínum, má ljóst vera að valkostum til stjórnarmyndunar fækkar. Taki hann afdráttarlausa afstöðu um að slíta viðræðum sýnir flokkurinn merki um stefnu afturhalds og um leið verður hann ekki fýsilegur kostur til samstarfs fyrir jafnaðar- menn. Þá er flokkurinn að senda skilaboð um einangrun og íhald, frekar en framþróun í atvinnu- lífi í krafti alþjóðlegra tengsla og öryggis í rekstrarumhverfi. Þess vegna fylgjast frjálslyndir jafnað- armenn af áhuga með landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Valkostir til stjórnarmyndunar Landsfundur Magnús Orri Schram þingmaður Samfylkingar- innar H ún vakti ekki mikla athygli fréttin sem um íraska parið sem var dæmt í fangelsi á Íslandi í september. Glæpurinn sem þau frömdu var svo sem ekk- ert stórfenglegur. Þau fram- vísuðu fölsuðum skilríkjum við komuna til landsins. Sé það haft í huga að unga parið var á flótta frá heima- landi sínu verður þetta mál nöturlegra. Það er eins og Alþingi og dómstólar skilji ekki að flóttafólk gerir hvað sem er til þess að komast af. Öllum meðölum er beitt og ekki ólíklegt að þetta vesalings fólk hafi borgað offjár fyrir fölsuð vegabréf. Það er eins og enginn komi auga á örvæntingu þessa fólks. Þetta er hinsvegar mjög í anda þeirra köldu laga- hyggju sem einkennir afstöðu íslenskra stjórnvalda í málum flóttamanna. Lagahyggja er þeirrar náttúru að vera skjöldur gegn áleitnum og flóknum siðferðis- legum spurningum eins og oft vakna upp í kringum flóttafólk. Það er jú svo auðvelt að segja eins og í þátt- unum Little Britain, „The computer says no“. Par sem framvísar fölskum skilríkjum, jafnvel þó svo þeir papp- írar hafi verið eina leið þess frá kúgun, ofbeldi og jafn- vel bráðum bana, eru einungis ótýndir glæpamenn og ekkert annað. Engin forsaga, ekkert samhengi, bara hinn kaldi bókstafur laganna. Aðstæður flóttafólks á Íslandi eru alræmdar og fólk er geymt á gistihúsi í Njarðvík. Staðsetning fyrir þessa starfsemi stuðlar að enn frekari einangrun flóttafólks- ins sem þar dvelur og nánast útilokar samskipti þess við landa sína eða Íslendinga sem vilja því lið. Eftir því sem við komumst næst var staðsetning fyrir þessa starfsemi valin vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Lesendum er látið eftir að geta sér fyrir um skilaboðin sem fólgin eru í því. Lagahyggjan sem lýst er hér að ofan er ekki séríslenskt vandamál. Sænsk yfirvöld ákváðu á dög- unum að reka úr landi 91 árs gamla konu frá Úkraínu. Konu sem var eiginlega blind og þjáð af alzheimer sjúkdómnum. Engu máli skipti að konan átti dóttur í Svíþjóð og barnabarn. Ákvörðuninni var ekki haggað því tölvan sagði nei. Það var ekki fyrr en eftir mikla og almenna andstöðu almennings að þetta var stoppað Þetta viðhorf vantar á Ís- landi. Almenningi virðist almennt standa á sama þegar flóttafólk er fangelsað fyrir þær sakir einar að reyna að bjarga sér. Fólki virðist standa á sama þegar maður, sem hefur dvalið við illan kost í gistiheimili í Njarðvík í sex ár, reynir að taka eigið líf í örvæntingu sinni. Viðhorf á borð við að flóttafólk séu sníkjudýr sem þrái ekkert heitara en að forða sér frá fjölskyldum sínum og föðurlandi, eru algeng. Hvers vegna varð þetta svona? Hví hafa hjörtu okkar harðnað svona? Hvers vegna sjáum við glæpamenn þegar við okkur blasir örvæntingarfullt fólk sem þarf á hjálp okkar að halda? Hvar eru fulltrúar almennings í þessum málum? Hvar eru verkalýðsfélögin okkar? Hvar eru eldhugarnir, skáldin, kirkjan þegar þegar kemur að þessum smánarbletti á orðspori Íslands? Það þarf vakningu meðal Íslendinga þegar kemur að flóttafólki og skyldum okkar gagnvart því. Það þarf ást og það þarf umhyggju. Það er til fullt af Íslendingum sem vilja aðstoða flóttafólk með beinum hætti, veita því húsaskjól, atvinnu og hverskonar stuðning. Þetta fólk þarf að virkja. Það þarf líka að virkja fyrrverandi flótta- fólk á Íslandi og koma upp skipulögðu neti til að stoða þá sem hjálpar er þurfi. Það þarf að opna augu „kerfis- ins“ um að stundum hefur tölvan rangt fyrir sér og að lög eru bara lög og segja lítið um rétt eða rangt. Í mál- efnum flóttafólks þurfum við sem þjóð að sýna samúð í stað tortryggni og hjálpfýsi í stað afskiptaleysis Smánarblettur á orðspori Íslands Flóttamaður – Glæpamaður Teitur Atlason íslenskukennari í Gautaborg Baldur Kristjánsson formadur Þjóðmála- nefndar Þjóðkirkjunnar Ástund EPONA Nýr hnakkur úr smiðju Ástundar Gæða fatnaður, skór og stígvél frá París. ® Frá 1976 • Reiðtygi • Hnakkar • Reiðfatnaður • Dans-, ballet- og fimleikavörur • Hanskar • Skeifur • Öryggishjálmar • Pískar • Effol vörur • Ábreiður Ástund 35 Ára Í tilefni af 35 ára afmæli Ástundar bjóðum við viðskiptavinum okkar 25%-35% afslátt dagana 18-20 nóv n.k Kynnum m.a nýjan Ástundarhnakk, og nýjan öryggishjálm frá Helgi Björns lítur við og tekur nokkur lög föstudag og laugardag. Háaleitisbraut 68 · 103 Reykjavík Sími: 568 4240 · Fax: 568 4396 astund@astund.is · www.astund.is ® da nc e hestar Helgin 18.-20. nóvember 201144 viðhorf

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.