Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 6
til að nýta mannskap og tækja- búnað hér heima. Líka í Rússlandi Oddi er einnig hluthafi í prent- rekstri í Rússlandi þó félagið sé þar ekki ráðandi aðili. I maí 2004 keypti Eignarhaldsfélagið Edda Printing and Publishing Limited, sem er í eigu Björgólfs Guð- mundssonar, Magnúsar Þorsteins- sonar, Páls Braga Kristjónssonar og Þórs Kristjánssonar eina stærstu prentsmiðju Pétursborgar í Rússlandi í félagi við Prent- smiðjuna Odda. Þar var um að ræða rússneska félagið MDM PECHAT LLC. Var nafni rúss- nesku prentsmiðjunnar breytt í kjölfarið í Edda Printing LLC. Eignarhlutur Eddu Printing & Publishing í félaginu er 80% og Prentsmiðjan Oddi hf. á 20%. Um 350 manns vinna hjá fyrir- tækinu og er áætluð velta í ár um 1,8 milljarðar íslenskra króna. Færeysku kvæðin Oddi kemur víðar við sögu í prentverki fyrir útlendinga og löng hefð er komin á prentþjón- ustu fyrir Færeyinga og Græn- lendinga. Þorgeir nefnir bókaút- gefandann Emil Thomsen í Fær- eyjum, sem hefur skipt við Odda um 25 ára skeið, með fyrirtæki sitt Bókagarð. Emil er mikill hugsjónamaður, kominn á níræðis- aldur en er samt enn að. Þessa dagana er Oddi einmitt að senda út bindi númer 31 til 35 af fær- eyskurn kvæðum sent Emil gefur út. Þessi bindi eiga að verða 40 talsins og hafa komið út 5 bindi á ári. Þetta þykir metnaðarfúllt verkefni, enda munu færeysku kvæðin ekki hafa komið út í prentuðu máli áður í svo heild- stæðu verki. Oddi hefur einnig prentað bækur og ýmislegt smá- prent fyrir aöra útgefendur í þess- um löndum og ekki síst símaskrár Grænlendinga og Færeyinga líkt og símaskrá okkar Islendinga. Prentverkið úr landi? „Auðvitað velta menn því þó mjög fyrir sér í Ijósi aukinnar samkeppni og þá sérstaklega sam- keppni við láglaunasvæði, hversu lengi við getum haldið í sumt af því sem við erum að framleiða í Nýjasta prentvél Odda, Heidelberg Speedmaster 102 CD 6 lita með lakkuniti. dag. Því vakna eðlilega spurningar um hvort ekki sé eðlilegt að byggja upp eigin möguleika á að framleiða á láglaunasvæðunum. Þar eru ýmsar vangaveltur í gangi þó ekki sé hægt að greina frá því á þessu stigi.“ - Má þá búast við að prentverk flytjist að einhverju marki til útlanda á nœstu árum? „Já, ég óttast það. Það hefur verið gefið til kynna með plast- iðnaðinn og liggur nokkuð beint við að mínu mati lika varðandi annan umbúðaiðnað. Það má eins búast við að þörf verði á að fara með prentverkið líka á önnur svæði þar sem launahlutfallið er aðeins brot af því sem hér er verið að greiða. Þetta er t.d. spuming um Pólland og Eystrasaltslöndin. Gengisskráningin með háu gengi krónunnar og slöku gengi dollars, gera okkur heldur ekki auðvelt að vinna t.d. fyrir Banda- ríkjamarkað. Við höfum hins vegar reynt að aðlaga okkur því og ætlum okkur að halda áfram og reyna að þrauka.“ Söluhvetjandi vörur og þjónusta Þorgeir segir að vegna aukinnar samkeppni í prentverkinu hér heima hafi Oddi verið að styrkja sig á öðrum sviðum. „Við erum ekki eingöngu í prentverki því við höfum reynt að þróa okkur yfir í það að vera fyrirtæki með heildarlausnir. Við erum að þjónusta fyrirtæki með ýmislegt fleira en prentverk og þar á meðal eru rekstrarvörur. Við tökum þátt í sýningunni Rekstur sem verður í Kópavogi dagana 21. og 22. október. Þar verður frá okkar hendi megináherslan lögð á söluhvetjandi vörur og þjónustu. Þannig getum við hjálpað öðrum í þeirra útrás og sölumennsku. Þar er nt.a. um að ræða gerð sölu- hvetjandi bæklinga og kynningar á vörum. Við erum að selja í söludeildinni hjá okkur ýmislegt sem þessu tengist og reynum að vera ráðgefandi á því sviði." Söludeild Odda er orðin mjög öflug og getur fyrirtækið nú þjónustað skrifstofúr með nær allan búnað sem til skrifstofu- halds þarf, hvort heldur það eru húsgögn, skrifstofuáhöld eða prentun allra eyðublaða og bæk- linga sem þörf er á. Einnig er söludeildin með þær tölvur og tæki sem til þarf. I sumum til- fellum má segja að Oddi sé í samkeppni við sjálfan sig með því að aðstoða viðskiptavini sína við að framleiða eigin prentgripi í tölvum og ljósritunarvélum. Rafrænu viðskiptin - Nú var talað um það á sinum tíma að með tölvutœkninni myndi prentverkið leggjast af og pappír jafnvel verða óþarfur. Er það raunin? „Nei, alls ekki. Það hefur auð- vitað orðið töluverð breyting, en það hefúr ekki orðið á þann veg að pappírinn hafi orðið óþarfúr, öðru nær. Það hefúr orðið aukn- ing í notkun pappírs, en kannski á annan veg en áður. Það er t.d. verið að ljósrita út um allan bæ þvílík kynstur af efni sem ekki var tíðkað í sama mæli fyrir ekki mjög mörgum árum. Það hefur t.d. gerst að smærri prentverk búa menn bara til sjálfir í sínum ljós- ritunarvélum. Þessu höfum við mætt með því að selja það sem til þarf. Við seljum pappírinn og blekið og þjónustuna í kringum þessar vélar. Þannig höfum við reynt að fylgja þróuninni til að sitja ekki eftir. Prentverkið í fullu gildi Það er þó staðreynd að ýmislegt sem áður þurfti að fara í gegnum 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.