Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 20

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 20
„ Garden Party “ á Þingvöllum í blíðskapan<eðri. Ólafur H. Hannesson Miðvikudaginn 18. ágúst 2004, á afmælisdegi Reykjavíkur, iögðum við af stað í hina árlegu ævintýra- ferð Félags bókagerðarmanna, eldri félaga og maka þeirra. Ferð- in hófst að venju kl. 9 á Umferð- armiðstöðinni í Vatnsmýrinni, en þar er nú allt á öðrum endanum vegna þess að verið er að flytja Hringbrautina um 100 metra til suðurs án nokkurs tilgangs eða ávinnings. Framkvæmd, sem kostar marga milljarða og það fé hefði t.d. mátt nota til að breikka allar einbreiðar brýr á landinu. Farið var á tveimur öflugum fjallabílum með risadekkjum og tvöfoldu drifi, sem kom sér vel þegar farið var um hin hrikalegu öræfi norðan Skjaldbreiðar. Fyrsti viðkomustaður var Nesjavellir. Fjandvinimir Davíð Oddsson og Alfreð Þorsteinsson hafa þar með dugnaði og útsjón- arsemi náð milljarða verðmætum úr iðmm jarðar. Nota má um þá gamla málsháttinn: „Það næst úr nornahöndum sem nógu heitt er þráð.“ Árið 1960 var byrjað að rannsaka háhitasvæðið við Nesja- velli en það var ekki íyrr en 1992 sem heita vatnið byrjaði að streyma til Reykjavíkur. Nú renna milljarðar í borgarsjóð og ríkis- sjóð og reyndar i vasa allra lands- manna um ófyrirsjánlega framtíð. Ekinn var gamli Þingvallaveg- urinn meðfram hitaveituæðum úr ryðfríu stáli og með harmoníkum til að taka við þenslu og samdrætti vegna hitabreytinga í leiðslunum. Þegar vatni var íyrst hleypt á píp- urnar lengdust þær unr 25 metra. Vatninu er dælt í vatnsgeyma uppi í Dyríjöllum og þaðan rennur það til höfúðborgarsvæðisins og er um fimm og hálfa klukkustund á leiðinni. Aðalorkuframleiðsla Nesjavalla er rafmagn handa ál- verum í Hvalfirði, sem ganga mjög vel og eru miklar stækkanir fyrirhugaðar. Ekki munaði miklu að Prent- arafélagið keypti Nesjavelli árið 1941, en valið stóð um Nesjavelli og Miðdal. Að lokum var veðjað á Miðdal eftir miklar vangaveltur og deilur og það sem réð úrslitum var að samgöngur voru taldar betri við Miðdal og þar munaði mestu um ævintýraökumanninn Ólaf Ketilsson. Frá Nesjavöllum var ekið til Þingvalla um Grafning og ekið framhjá Jórukleif. En þar var sagt að tröllkonan Jóra sæti fyrir ferðamönnum. Einu sinni sótti hún að ríðandi manni og náði taki á hestinum, reif lærið undan dýr- inu og át það. Þingvellir blöstu nú við í dýr- indis veðri, sólskin og heiðskírt eins og var alla leiðina. Þingvellir eru mesti sögustaður Islands. Þar fæddist íslenska ævintýrið á land- námsöld, þar var þingið stofnað árið 930 og kristni lögtekin árið 1000. Nú eru Þingvellir komnir á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna og sóma sér þar vel. Þing- vallavatn er stærsta stöðuvatn á landinu og myndaðist vegna gliðnunar í jarðskorpunni um Atlantshrygginn og nær botn þess um 11 metra niður fyrir sjávar- mál. Boðið var upp á hádegisverð í Valhöll, sveppasúpu, lambakjöt og kaffi, sem drukkið var úti í garðinum í þessu dýrindisveðri, sem forsjónin skenkti okkur í ferðinni. Nú var stefnt til fjalla, ekið um Bolabás, framhjá Meyjarsæti og Sandkluftarvatni að Trölla- hálsi. Þar var beygt til hægri inn á Línuveginn ofan við Skjald- breið og Hlöðufell, framhjá Langjökli, Hagavatni, Sandvatni og Þjófadölum, þar sem útileg- umenn héldu til forðum daga og rændu fé bænda sér til matar. Þarna er varla stingandi strá, einstaka geldingahnappur og eina lífið þarna var fálki sem sveimaði yfir okkur smástund, varpaði skugga sínum á veginn, en hvarf fljótlega frá, hefúr sjálfsagt séð fátt girnilegt í þessari eyðimerk- urferð eldri bókagerðarmanna. Þetta var ákaflega seinfarinn spotti, hraðinn var stundum undir gönguhraða, þegar grýttast var. Áð var drykklanga stund á miðri fjallaleiðinni og útsýnið teygað. Hvílík fegurð að sjá Tröllhetturnar blasa við. Þær mynduðust við eldgos undir jökli og þegar íshellan var farin að þynnast ruddust Tröllhetturnar upp, eins og þegar tappi brýst úr kampavínsflösku. Þær eru sann- arlega eitt af djásnum íslands. Haldið var áfram frá þessum fallega áningarstað, yfir Hauka- dalsheiði, sem verið er að græða upp og loks komið inn á Kjalveg. Þar rétt fyrir neðan er Gullfoss, að margra áliti fegursti foss Islands, 32 metra hár í tveimur þrepum. Þarna er bærinn Bratt- holt og þar var Sigríður heima- sæta, sem aldrei giftist nema kannski fossinum og varði hann með kjafti og klóm, líkt og dýrin veija unga sína, þegar ágjamir menn vildu virkja fossinn. Sigríður fór með sigur af hólmi og var minnisvarði um hana við Gullfoss, gerður af Ríkarði Jóns- syni, afhjúpaður 1978. Nú var röðin komin að Geysi, sem eflaust er frægasti hver í heimi og nafhið „geyser" á ensku þýðir hver. Sigurður Greipsson íþróttafrömuður rak þarna í mörg ár frægan íþróttaskóla með sund- laug. Synir hans þóttu glæsilegir íþróttamenn og urðu sumir þeirra glímukóngar Islands. Geysir gamli er orðinn latur og gýs sjaldan og varla nema honum sé hjálpað, en Strokkur er mjög öflugur og gýs á 5 til 10 mínúta fresti öflugu og falleg gosi. Fyrst myndast geysifalleg vatnskúla, sem springur svo skyndilega. Við Geysir var stuttur stans, smá ís- og postulínsstopp, en 20 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.