Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 10
þeirra. Markmið samantektar- innar er að ná yfirsýn yfir hópinn í heild. Atvinnutekjur og lífeyrisréttur Ef gert er ráð íyrir því að lífeyr- isþegar muni að meðaltali ávinna sér 1,55% tekna á ári á almenn- um markaði og 1,9% hjá opinber- um aðilum verður meðaltalið 81,9% yfir allt tímabilið frá 16 ára aldri til 66 ára aldurs. Fyrstu árin telja lítið bæði í meðaltekj- unum og lífeyrisréttindum. Hagvöxtur og kaupmáttaraukn- ing leiða til þess að tekjur í lok starfsævi eru hærri en þær voru að meðaltali á starfsævinni. Miðað við 1% árlega kaupmáttar- aukningu verða 81,9% að 66,3% af atvinnutekjum á þeim tíma sem lífeyristaka hefst. Til að ná heildarsýn á meðaltalið verður að taka tillit til þess að hluti ellilíf- eyrisþega mun njóta makalífeyris auk eigin lífeyris og það gæti hækkað meðaltalið um 3% eða í 69,3%. Séreignasparnaðurinn mun verða verulegur á næstu áratug- um. Ef reiknað er með því að fólk greiði að meðaltali 5% (3%+2%) í 32 ár, taki sparnaðinn út á 20 árum og njóti 3,5% raun- ávöxtunar, nemur útborgunin 14,7% atvinnutekna við upphaf lífeyristöku þegar tekið hefur verið tillit til kaupmáttaraukning- ar. Meðal ellilífeyrisþeginn fengi miðað við þessar tölur 69,3+14,7% eða 84% tekna við upphaf líf- eyristöku. Hlutdeild almannatrygginga fer lækkandi eins og áður sagði. Hér er reiknað með að hlutdeildin verði 4% og heildarmeðaltalið er með þvi komið i 88% Arið 2001 voru atvinnutekjur ellilífeyrisþega 11% heildartekna. Hlutfall þeirra mun lækka bæði vegna minni atvinnuþátttöku yngri ellilífeyrisþega og vegna aukinna lífeyristekna. Sé reiknað með 3% að meðaltali verður heildarmeðaltalið 91%. Fjármagnstekjur voru 20% tekna ellilífeyrisþega árið 2001. Eg tel að þessi þáttur muni verða sífellt mikilvægari. Það kann vel að vera að yngra fólk sé skulda- glaðara en eldri kynslóðin en ég er samt sem áður sannfærður um að hún mun til lengdar leggja til hliðar og jafnframt er hún með- vitaðri en eldri kynslóðin um hin margvíslegu ávöxtunartækifæri sem bjóðast. Þá má ekki gleyma því að sú kynslóð sem nú er á ellilífeyri er fyrsta kynslóð íslandssögunnar sem almennt mun eftirláta börnum sínum marktækan arf. Meðalíbúð er um 12 m.kr. að verðmæti og oft fylgir einhver fjármunaleg eign. Á síðustu 20 árum hafa konur á barneignaraldri fætt að jafnaði 2 börn og arfurinn mun því í fram- tíðinni aðeins skiptast á tvo að meðaltali. Sé arfurinn tekinn út á 20 árum gæti hann samsvarað 10-20% tekna. Tekjur og útgjaldasvigrúm elli- lífeyrisþegans árið 2040 verða þannig að meðaltali frekar rýmri en var á starfsævinni. Hinn dæmigerði ellilífeyrisþegi mun væntanlega ekki ganga á eigin sparnað. Eignir hans við upphaf lífeyristöku munu án arfsins verða meiri en eldri ellilífeyris- þega og vegna tekna og arfs er líklegt að hann muni leggja til hliðar á elliárunum og auka enn við eignir sínar Heilbrigðisgeirinn í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Islands í desember 2003 er gert ráð fyrir 1% raunaukningu heilbrigðisútgjalda á ári auk þess sem fjölgun aldraðra muni auka heildarkostnaðinn. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu aldr- aðra 65 ára og eldri er um 6 sinn- um meiri en vegna fólks á starfs- aldri. Gert er ráð fyrir að þau hlutfoll haldist óbreytt. Á árinu 2000 voru 39% af kostnaði hins opinbera við heilbrigðisþjónustu talin vegna aldraðra (í skýrslunni 65 ára og eldri) en samkvæmt því nam kostnaður hins opinbera við heilbrigðisþjónustu aldraðra um 3% af vergri landsframleiðslu. Á árinu 2040 má út frá tölum skýrslunnar áætla að kostnaður hins opinbera af heilbrigðisþjón- ustu aldraðra verði 5,3% af landsframleiðslu. 1 dag greiða aldraðir fyrir dvöl sína á dvalar- heimilum ef þeir geta mætt kostnaðinum með tekjum sínum. I dag duga tekjurnar almennt skammt en í framtíðinni mun það breytast. Á hjúkrunarheimilum greiða ellilífeyrisþegar að há- marki sömu fjárhæð og greidd er vegna elliheimilisvistar. Væntan- lega munu ellilífeyrisþegar fram- tíðarinnar margir greiða þá fjár- hæð að fullu. Séu útgjöld hins opinbera leiðrétt vegna þessa er rétt tala lægri. Hér er hún metin 4,8%. Skattar og gjöld Ef tekjur ellilífeyrisþega verða svipaðar og tekjur þeirra sem eru á vinnumarkaði mun tekjuskattur þeirra verða svipaður. Eignir þeirra verða meiri en þeirra sem eru á vinnumarkaði og fjár- magnstekjuskattur því meiri. Ef þeir eyða sama hlutfalli tekna sinna i neyslu vöru og þjónustu mun óbeinir skattar þeirra verða svipaðir og þeirra sem eru á starfsaldri. Heildarskattlagning af einstak- lingum og fyrirtækjum nemur um 39% landsframleiðslu. Ellilífeyris- þegar eru í dag um 15% allra 20 ára og eldri en verða um 26% þess hóps um 2040. Ef við gefum okkur að 12% af heildarskattlagn- ingunni komi i dag ffá öldruðum, starfseminni sem þeir standa fyrir og þeim fyrirtækjum sem þeir tengjast sem eigendur og neytend- ur má gera ráð fyrir því að árið 2040 verði hlutfallið að minnsta kosti 26%. Það þýðir að skattar aldraðra sem hlutfall landsffam- leiðslu hækka úr 4,7% í dag í 10,1% árið 2040 ef heildarskatt- heimtan helst óbreytt. I þessum tölum hefur ekki verið tekið tillit til þess að ellilífeyrisþeginn fylgir ekki kaupmáttarþróun þeirra sem áffam eru á starfsvettvangi þau 20 ár sem hann lifir sem ellilífeyris- þegi. Neyslumunstur ellilífeyris- þegans kann einnig að beinast fremur að þjónustuliðum án virðisaukaskatts og vörugjalda. Með hliðsjón af þessu lækka ég skatthlutfall ellilífeyrisþeganna árið 2040 um 15% eða í 8,6%. Opinber fjármál og ellilífeyrisþegar framtíðarinnar Þegar efnið er dregið saman til að ná yfirsýn yfir fjárhagsleg sam- skipti ellilífeyrisþega og hins opinbera fáum við eftirfarandi einfaldaða mynd: 10 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.