Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 12
Jakob Viðar Guðmundsson Á vormánuðum efndu Morgun- blaðið, Prenttæknistofnun, Sam- tök iðnaðarins og Félag bóka- gerðarmanna til hönnunarsam- keppni þar sem hanna skyldi heil- siðu-litaauglýsingu í Morgun- blaðið vegna tónleika Brodsky- kvartettsins og Sjón sem haldnir voru á Listahátíð 2004 og auk þess unnin litmynd fyrir prentun í blaðið. Dómnefndir völdu 12 bestu tillögurnar af 31 innsendri til birtingar í sérstöku kynningar- blaði. Sigurvegari í keppninni varð Sunna Gunnlaugsdóttir, en einnig hlutu viðurkenningu þau Hulda Ólafsdóttir og Siggi Eggertsson. Sunna er þekktust sem djass- píanisti en hún hefúr líka verið í grafísku hönnunarnámi í New York. Eg sló á þráðinn til Sunnu til þess að forvitnast aðeins meira um hana. - Hvað ertu búin að búa lengi í New York? Eg kom til Bandaríkjanna 1993 til að nema jazz við William Paterson College í Wayne í New Jersey. Eg útskrifaðist þaðan 1996 og flutti svo til Brooklyn og hef búið í sömu íbúðinni síðan. - Fórstu þangað upphaflega til að spila djass? Jamm. - Hvað rekur djasspíanista til þess að fara að lœra grafiska hönnun? Gerum langa sögu mjög stutta .... Djasspíanistann var farið að lengja eftir meiri lífsgæðum og fjárhagslegu öryggi. Það var því spurning um að finna skapandi starf sem byði vonandi upp á meiri stöðugleika og minna stress. - Hvað geturþú sagt okkur um skólann sem þú ert í ? Skólinn heitir Pratt Institute og er listaháskóli, stofnaður 1887 af Charles Pratt. Aðal-háskólasvæðið er í Brooklyn en „graduate“- deildin sem ég sæki er á 14. stræti í Manhattan. Það hentar reyndar betur því ég er fljótari með lest- inni ffá hverfinu mínu inn á Man- hattan en í hverfið þar sem aðal- háskólasvæðið er. Margir ffægir hafa útskrifast þaðan, þ. á m. Stefan Sagmeister. Boðið er upp á námskeið seinni part dags og á kvöldin og eru kennaramir flestir starfandi hönnuðir í New York. - Er þetta langt nám? Námið er 5 annir en mér lá svo á að ég kramdi þetta niður í 4 annir og sumarnámskeið. — Ertu mikið að skoða hönnun eftir aðra? Eg hef reynt að skoða eins mikið og ég get síðan ég byrjaði í skólanum. Það er sér-bókasafh fyrir hönn- unardeildina á Manhattan og ég hef reynt að nýta mér það. Ég vissi náttúrlega ekki baun í bala um hönnun þegar ég hóf þetta nám. Nú er ég áskrifandi að tíma- ritinu Print og reyni að fylgjast svolítið með. Ég kíki líka af og til á síðu „the icelandic national team“. - Attu þér einhverja uppá- haldshönnuði? Ég veit ekki hvort ég á uppá- haldshönnuð en ég hef verið hrif- in af svissneska hönnuðinum Josef Miller Brockman og „fíla“ mjög svissneska stílinn. Bretarnir Neville Brody og Vaughn Oliver eru spennandi, Hollendingurinn Gert Dumbar og nýlega hef ég veitt Steven Tolle- son athygli. Svo er náttúrlega mikið talað um Paul Rand, Herb Lubalin, Paula Scher og ffum- kvöðla að bandarískri hönnun í skólanum. Ég er enn að uppgötva nýja og gamla hönnuði og ætli þetta sé ekki svipað og í tónlist- inni... maður getur endalaust lært. - Kostar þetta ekki heilan helling? Kostar allt of mikið, eða rúma 800 dollara á einingu. Ég spái stundum í það hvort ég hefði ekki ffekar átt að fara í skóla í Evrópu en það er of seint núna. Svo þarf maður á bilinu 48-54 einingar til að útskrifast. Svo er líka mikill kostnaður við að kaupa pappír og blek, og að sjálfsögðu þarf maður að hafa almennilegan prentara, tölvu og staffæna myndavél... og það kostar heilmikið að búa í NY. - Veistu hvort þetta er lánshœft nám? Þetta er lánshæft nema hvað það er hámark á lánum til skóla- gjalda. - Nú voru verðlaunin sem þú vannst jýrir auglýsingu vegna tónleika Brodsky-kvartettsins og jyrir þá sem ekki vita flytur Bmdsky-kvartettinn aðallega klass- ísk verk en hefur einnig spilað mikið nútimatónlist og unnið með framúrstefnupoppurum eins og Björk og Elvis Costello ogfleirum. 12 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.