Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.11.2004, Blaðsíða 22
Sigríður Ólafsdóttir Starfsmannafélag Svansprents, SFS, var stofnað 1986. Var ákveðið að vera með nokkra fasta liði í starfseminni, svo sem úti- legur, jólahlaðborð, árshátíð, sveitaferð, veiðiferð og hafa þessir atburðir verið nokkuð hefðbundnir í gegnum árin. Starfsmannafélagið heldur alltaf upp á stórafmæli og býður afmælisbarninu og vinnufélögum til mikillar veislu. í þónokkur ár voru farnar útilegur í Þórsmörk með alla fjölskylduna, þar voru skipulagðar gönguferðir og leikir sem allir tóku þátt í, börnin, unglingar og fullorðnir, grilluð voru heilu lærin og þau borðuð af bestu lyst og sungið og trallað fram eftir nóttu. Þá vorum við með veiðiferð síðsumars, í fyrstu í Hvammsvík, þar var hægt að veiða og spila golf, og fara á hestbak, seinna við Reynisvatn. Þá var veiðidagur fjölskyldunnar hjá okkur. Smá léttleiki ijólastressinu. | 22 ■ PRENTARINN Árshátíð er haldin á hverju ári, annað hvert ár heima og annað hvert erlendis, við fórum fyrst út fyrir landsteinana 1989 og höfum haldið okkur við það síðan og farið víða eða til Amsterdam ein- um þrisvar sinnuni (það var alltaf svo svakalega mikið fjör þar), Edinborgar, London, Prag, og núna síðast 2003 til Dublin og hafa þessar ferðir verið hver ann- arri betri og skemmtilegri, en þegar árshátíðin hefur verið hér á landi höfum við ýmist farið út fyrir borgina, og þá höfum við gist eina nótt, svo sem á Hótel Örk, Hótel Selfoss, eða farið á einhverjar sýningar hér í borg- inni, en eitt er sammerkt með öllu þessu: það er alltaf mjög gaman. Það stendur til að fara til útlanda á næsta ári en ekki er búið að taka ákvörðun um það hvert skal fara. Eitt er öruggt - það verður fjör. í seinni tíð höfum við farið í Miðdal í fjölskylduferðinni og tekið á leigu samkomutjald til að vera við öllu búin. Þar höfúm við borðað og skemmt okkur fram á kvöld, sumir tjaldað en aðrir farið heim, enda mjög stutt að fara og er þetta mjög gott fyrirkomulag. Við höfum farið i sveitaferðir með börnin, fengið að heimsækja bóndabæi þar sem þau fá að sjá litlu lömbin og kálfana og annað ungviði og auðvitað eru grillaðar pylsur og góðgæti áður en haldið er heim á leið. Við höfum verið með óvissuferðir og hafa þær verið mislangar og erfiðar hjá okkur en alltaf rosalega skemmti- legar, við höfum farið í flúðasigl- ingu, hestaferðir, Bláa lónið og svo endar þetta á góðum mat og djammi á eftir. Fyrir jólin höfum við boðið uppá jólahlaðborð, ýmist með skemmtidagskrá, aðkeyptri eða heimatilbúinni, en undanfarin ár hefur Svansprent boðið starfs- mönnum sínum uppá jólahlað- borð í kaffistofúnni á Þorláks- messu við góðar undirtektir enda gott að ljúka jólatörninni á að borða saman áður en farið er í jólafrí. Við höfúm farið í jóla- trjáaleiðangur með börnin og óvænt hitt jólasveina sem hafa skemmt þeim og gefið smá gotterí í poka. Þá höfúm við stundum spilað félagsvist í lok árs og hafa vinningar komið sér vel á gamlárskvöld. Við höfúm verið með go-kartkeppni og sitt- hvað fleira. Það fer eftir stjórn hvers tíma hvað við höfum fyrir stafni en yfirleitt erum við mjög íjöl- skylduvæn. Á góðviðrisdögum þegar sólin skín eða bara þegar okkur dettur í hug grillum við Albert og Ivar gera sig klára í Go-kart. fyrir ofan hús á móti suðri í há- deginu og bjóðum upp á ham- borgara og pylsur með öllu til- heyrandi. Það gerir alltaf mikla lukku að brjóta upp hefðbundinn vinnudag með svona óvæntu grillboði. Eins og á fleiri stöðum er golfáhuginn mjög mikill hér og hafa menn verið að spila saman í sumar og mikil keppni í gangi, einnig hefúr Svansprent verið

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.