Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 5

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 5
Ællaði ekki að verða lormaður FBM Sumir mundu segja að nú væri sjálfhverfan hjá ritnefndinni komin út í öfgar þegar nefndar- menn eru famir að taka viðtal hver við annan en þar sem Georg er nýkjörinn formaður félagsins og nýjum mönnum fylgja jú nýir siðir, þá fannst mér að félagsmenn ættu að fá að kynnast honum aðeins betur og einnig því hvort einhverra breytinga væri að vænta hjá félaginu. Þit ert eitthvaó læróur ifaginu er það ekki? Jú, ég lærði offsetprentun og var á meistarasamningi í Svansprenti og lauk sveinsprófi 1989. Ég starfaði þar í rúm fjögur ár, frá 1986-1990. Þú hefur starfaó lengi að félags- máliinu Hvencer byrjaði þessi félagstnálaáhitgi hjá þér? Hann byrjaði snemma. Ég var virkur í skákhreyfingunni sem unglingur, stóð í útgáfumálum og stjómarstarfi hjá Taflfélagi Reykjavíkur og Skáksambandi Islands. Þar fékk ég heilmikla leiðsögn og fékk áhuga á félags- málum. Það var reglulega tekist á í skákhreyfingunni og ég las fundarsköp og það sem sneri að forminu í félagsmálum og vildi hafa mín áhrif á stjómun samtak- anna. Þegar ég svo hóf nám í bóka- gerð og fór á námssamning í prentun fékk ég mikinn áhuga á að starfa í nemafélaginu, var for- maður Félags bókagerðamema og síðar einnig formaður Iðnnema- sambands fslands. Hvaó var það helst sem hrann á bókageröarnemum á þessum tima? Það voru mörg baráttumál sem sneru að iðnnemum og aðbúnaði þeirra sem voru mér hugleikin. Þó voru prentnemar alls ekki verst settir. En t.d. var á þessum tíma enginn möguleiki á húsnæði fyrir nema. Stofnuð voru samtök um húsnæðismál, Byggingafélag náms- manna, með INSÍ og BÍSN, og til að gera langa sögu stutta hafa þau mál batnað verulega. Það var einnig mikil áhersla lögð á að bæta námsefni fvrir iðnnema ofl. Svo ferðu að vinna Jyrir FBM, ekki rétt? Þegar ég lauk námi lá beint við að kynna sér starf FBM sem ég hafði auðvitað einnig kynnst á nema- árunum. Ég var trúnaðarmaður í Svansprenti og þegar FBM aug- lýsti eftir starfsmanni árið 1990 sótti ég um og fékk starfið. Það var ekki markmið mitt á þeim tíma að verða formaður félagsins en fljótlega var ég orðinn vara- formaður eða árið 1993 og sú reynsla sem ég hef fengið hefur eflt mig í því að starfa í þágu félaasmanna oe í baráttu fvrir betri kjörum og að standa vörð um hagsmuni félagsins allar götur síðan. Ég hef heyrtfólk segja „Af hverju œtti ég að vera í verkalýðsfélagi, ég grœði ekkert á því“. Þá spyr ég, hvað grœði ég á því að vera í FBM? Þegar stórt er spurt verður svarið kannski dálítið stórt einnig. En ég get fullyrt að þú færð ekki betra tilboð en að vera í verkalýðsfélagi og þar er FBM engin undantekn- ing. Þau réttindi sem snúa að því að hafa málsvara þegar eitthvað bjátar á í samskiptum við fyrir- tæki eru mikilvæg, lögfræði- aðstoð, sérfræðiráðgjöf við gerð ráðningarsamninga, sjúkrasjóður sem tryggir 80% af launum í lengri veikindum og ýmsir aðrir styrkir tengdir forvörnum og að ná bata ef heilsan brestur á einn eða annan hátt. Þetta er ómetan- legt, það eru margar hlýjar sögur sem hægt væri að segja frá varðandi þakkláta félagsmenn á öllum aldri sem hafa reynt það þegar heilsan brestur, hversu mikilvægt er að félagið hafi öflugt réttindakerfi til að taka mestan fjárhagslega skellinn, því nóg er samt þegar eitthvað bjátar á. Einnig er hægt að nefna styrki sem varða endurmenntun og aðra menntun sem hver og einn hefur sjálfval um. Það er ekki síður mikilvægt því verstu fjötrar sem launafólk lendir í eru ef það hefur ekki val um hvað það starfar við vegna þess að þekkingin nær aðeins til afmarkaðs starfs sem það verður háð. Þá er afar mikil- vægt að geta valið sér leið til að PRENTARINN ■ 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.