Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 15
Við lok verkefnis í Lecco héraði. Fv. Mika (jp), Lóa, Claudia (it), Lulu (Kína/Oz), Giulio Ceppi framkv.stj. MBD og Loridana tutor fyrir MBD. Dagsferð til Como. Miguel (Portugal), Mika (jp) og ég (i gulu). controllable s/mp,e/to Markmiðið með náminu er að skapa nýja tegund af stjórnendum og leiðtogum sem geta sameinað í eitt nýsköpun, skipulagshæfni og frumkvöðlahugsun. Aðilar sem geta virkjað sköpunargáfu og hug- myndaauðgi starfsmanna og unn- ið að nýsköpunarverkefnum innan fyrirtækja. Að veita stjómendum þau tæki og tól sem þarf til að vinna úr rannsóknum og upplýs- ingum og nýta þau til að móta nýjar vörur, herja á nýja markaði og styrkja samkeppnisstöðu fyrir- tækja. Með því að sjóða saman hönnun og viðskiptafræði nást ný hugsun og starfsaðferðir sem skila sér í markvissari og árangursríkari stefnumótunar- og hönnunarvinnu hjá íyrirtækjum. Notast var við nýlegt kennslu- módel er veitti róttæka sýn á „the learning by doing approach". Nemendur vörðu miklum tíma í að greina vandamál, hanna og sannreyna úrræði. Unnið var í vinnustofum (workshop) við að leysa úr raunverulegum verkefn- um (case histories) sem enduðu svo með því að leggja fram full- unna vöm hverju sinni. I hóp- vinnu sem þessari lærir maður af reynslu og þekkingu hinna í hópn- um, sem er hvort tveggja í senn, erfitt og gefandi. Kennarar hjá Domus em aðal- lega þungavigtargestakennarar úr markaðs- og hönnunarheiminum. Til okkar komu kennarar frá fyrirtækjum eins og Philips, Levi, Diesel, Pininfarina, 3M, Young & Rubicam, Future Concept Lab, Autogrill, Elica og Pininfarina Extra, Unilever og Pirelli og héldu fyrirlestra, kenndu og komu með góða áherslupunkta úr „the real life“. Einnig stendur DA fyrir hinum ýmsu fyrirlestmm í sam- vinnu við fagmenn - handa fag- mönnum og nemendum DA. Farið var í efni sem: Made By Italians - Sér-ítalskt vinnulíkan (módel) fyrir Business Design Slow Life - Nálgun á lífsgæða- kapphlaupið sem felst í að kanna kosti þess að hægja á sér Wedding Brands - Samstarf, bandalag og ný sambönd milli vömmerkja Lærdómsríkt starfsnám Nemendur fara í starfsnám, oftast 2-3 saman, í þrjá mánuði í senn - og í mínu tilviki fékk ég tækifæri hjá 3M. Hjá 3M fengum við það verkefni að finna nýjar vörur sem byggðar voru á OLF plötu (Optical Lighting Film), ljósleið- ara og ljósdíóðum (LED). Þar sem 3M samanstendur af 7 deild- um, var erfitt að finna hvar við ættum að reyna fyrir okkur. Eftir greiningarvinnu lá fyrir að þörf væri fyrir ákveðna vöm í „heilsu- deildinni" og einblíndum við á tannlækningar. Eftir að hugmynda- vinnu lauk var búið til líkan af vömnni. Að því loknu var unnið að gerð viðskipta- og markaðs- áætlana. Það má því segja að við höfum farið í gegnum allt hönn- unarferlið. Það lítur út fyrir að vel hafi tekist, því 3M hefur ákveðið að vinna frekar að verkefninu. I bekknum var „litríkur kokteill" - fólk héðan og þaðan, 3 heimsálfur og allt frá textílhönn- uði til lögfræðings og allt þar á milli. Mjög sjarmerandi blanda sem getur ekki verið annað en gimileg og lærdómsrík. Reynslunni ríkari Eg fékk mjög góða reynslu af þessu námi og sé ekki eftir neinu. Þetta var gríðarleg vinna fyrir lít- inn grafíker sem vissi varla hvað SVÓT var - en ég hafði afar gott af þessu. Nú er bara að vinna úr þessu öllu og spurning hvar mað- ur endar! Vil endilega skora á fólk í okkar fagi að kynna sér nám líkt og MBD. Það hefur löngum verið þörf fyrir að brúa bilið á milli hönnunar og markaðsfræði og ekki seinna vænna að byrja á því. Lengi vel skoðaði ég Manager Design í Englandi, sem svipar að mörgu leyti til MBD, nema það er ekki eins sérhæft nám, og notast þeir við svipaða stefnu og gengur og gerist í flestum háskólum - þ. e. frábmgðið DA. Ég fann enga aðra skóla á Italíu eða Spáni sem svipar til MBD. Hér em nokkrar vefsíður ef frekari áhugi er á því að fræðast meira um DA og MBD. vnw. masterbusinessdesign. com www. domusacademy. com www. salford. ac. uk Þar er að finna Design Manag- ment Einnig er hægt að „Googla" þessi heiti, og leggjast yfir þetta í róleg- heitunum. Eigið góðar stundir Kœr kveðja, Lóa Dis Finnsdóttir PRENTARINN ■ 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.