Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 23

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 23
og fékkst Þórarinn örlítið við að binda þar. en hann lést 1992. Bókbandsstofan hjá Prent- smiðju Bjöms Jónssonar var því næsta fábrotin að tækjakosti, en aðeins bætt um 1972 þegar keypt- ar voru Alexandersvélar frá Stál- virkjanum í Reykjavík. Ragnar Gylfi Einarsson var verkstjóri frá 1978 til 1985. Árið 1987 hætti prentsmiðjan starfsemi og var þá einnig bókbandið lagt niður. Prentsmiðja Odds Björnssonar var stofnuð 1901, en hafði ekki eigin bókbandsstofu fyrr en hún stóð að stofnun Vélabókbandsins árið 1943. Þá var prentsmiðjan í Hafnarstræti 90, en árið 1945 flutti hún í nýtt húsnæði í Hafnar- stræti 88b. Á neðri hæðinni var Vélabókbandið h.f. til húsa. Við stofnun Vélabókbandsins voru keyptar gamlar vélar, gott pappa- sax, nokkuð góð brotvél og gyll- ingarvél en afleit saumavél, einnig handskurðarhnífur erfiður í notkun. Síðar komu tæki eins og límburðarvél og falsvél sem aldrei var í góðu lagi. Sem verk- stjóri var ráðinn Jakob Lillien- dahl, en hann réð ekki við starfið og stakk af við fyrsta tækifæri, eða eftir rúmt ár. Við verkstjórn tók Guðmundur Frímann. Guð- mundur var lærður húsgagnasmið- ur og hafði starfað sem slíkur á Akureyri í 10 ár. Árið 1939 var Guðmundur ráðinn sem smíðakennari í Reyk- holti í Borgarfirði og var þar tvö ár. í Reykholti var Bjarni á Brennistöðum við kennslu, en hann fékkst eitthvað við bókband og hjá honum fékk Guðmundur smá tilsögn. Guðmundur kom aftur til Akureyrar 1942 og starf- aði í bókaverslun næstu tvö árin, þar til hann var ráðinn til Vélabók- bandsins. Hefur hann eytt miklum tíma við að þjálfa sig í bókband- inu, fyrst hann var orðinn verk- stjóri í bókbandi nokkrum árum síðar, og það réttindalaus því sveinspróf tók hann einhverjum árum síðar. Sagðist honum hafa gengið illa íyrir þann tíma og verið óánægður með bandið sitt, en sagði við sjálfan sig að „ef þú ætlar að gera þetta áfram, þá skaltu gera það almennilega“, enda lærði hann mest af sjálfum sér. Band eftir Guðmund Frímann. Bœkur innbundnar af Lárusi Zophoniassyni. Guðmundur var ráðinn sem gyllingarmaður, en hafði ekki góð- ar taugar í það og átti það ávallt við um hann. Þótt hann væri snillingur á marga vegu, gat hann verið óþolinmóður og bráðlátur og þá ekki vandað sig sem skyldi. En band hans var fallegt og listrænt og upphleypingar á því fínlegri en hjá öðrum bókbind- urum, en það var helsta einkennið á hans bandi. Guðmundur Frímann hætti í Vélabókbandinu 1951.Gerðist hann þá kennari við Gagnfræða- skólann á Akureyri, þar sent hann var til 1973.1 Gagnfræðaskólan- um kenndi hann teikningu, handa- vinnu og bókband. Batt hann um tíma mikið fyrir Þorstein M. Jónsson. Guðmundur gyllti þá ekki lengur í höndunum, heldur notaði gyllingarvél Vélabókbands- ins meðan hann var þar, en eftir að hann byrjaði í Gagnfræðaskól- anum notaði hann vél sem þar var, en sú var oft í ólagi. Þá vél keypti síðar Ingólfur Sigurgeirs- son í Vallholti. Þegar vélin var nothæf, fékk Guðmundur steyptar línur í Prentsmiðju Björns Jóns- sonar og notaði því ekki lausa- letur. Þegar gyllingarvélin var í ólagi, sem oftast var, fékk Guð- mundur kili bóka vélgyllta hjá Anders Olafssyni eða Vélabók- bandinu. Guðmundur fékkst við einkaband þangað til 1988 og hafði þá skömmu áður fengið sér gyllingarvél sem hann smíðaði sjálfur og samanstóð af borvéla- standi og straubolta. Guðmundur sendi frá sér margar ljóðabækur, en tók einnig saman kennslubók í bókbandi og smíðum. Vélabókbandið tók strax að sér töluvert af bókum til bands frá einstaklingum, einkum á útmánuð- um. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi var eins og kunnugt er mikill bókasafnari og batt Véla- bókbandið mikið fyrir hann. Kom skáldið stundum þangað til að fylgjast með verkinu og gefa fyrirmæli um gerð þess og lagði jafnvel til skinn til bandsins. Lárus Zophoníasson hóf nám í Vélabókbandinu 1944 og starfaði þar til ársloka 1962. Hann hafði ekki lokið námi þegar hann var settur í það ásamt öðrum að binda bækur Davíðs Stefánssonar. Þegar Lárus hafði allnokkrum árum síðar komið sér upp aðstöðu til bókbands á heimili sínu, varð það að hann batt allmikið fyrir Davíð á hans fjórum síðustu árum. Davíð var hrifnastur af ljósu skinni með „Davíðsgyllingu" eins og Lárus og Þórarinn Loftsson nefndu það. Þórarinn batt mikið fyrir Davíð, en þar sem hann gyllti ekki sjálfur kom það oftast í hlut Lárusar að gylla þær bækur. Davíð var smekkmaður á bók- band, en vildi ekki nýtt band á gömlum bókum. Hann safnaði fyrst og fremst gömlu prenti og skipti þá miklu máli að bandið væri upprunalegt, enda vildi hann að band og innihald hæfðu hvort öðru. Var Lárus aðal-gyllarinn og var mikið gyllt á kili fyrir aðra bók- bindara, en einu sinni í viku var sérstakur gyllingardagur og þá unnið það sem safnast hafði fyrir. En ekki hefur verið mikið um þannig störf þegar jólatamirnar byrjuðu, en í tvo mánuði á hverju ári var mikil vinna við að binda jólabækurnar og var jafnvel unnið til tvö á næturnar og byrjað aftur klukkan átta næsta morgun. Eins og var með aðrar bókbandsstofur, var oft nokkuð erfitt með útvegun bókbandsefnis, en skinn var meðan hægt var fengið frá Iðunni. Þótti það þó misjafnt að gæðum. Lárus Zophoníasson gerðist bókavörður við Amtsbókasafnið á Akureyri árið 1963, en hélt samt áfram að binda inn fyrir einstakl- inga. Hann batt fyrir Amtsbóka- safnið heima hjá sér, þar til komið var upp bókbandsaðstöðu í safninu sjálfu, eftir að það flutti í nýtt hús, og þar vann Lárus til 1998 ásamt eiginkonu sinni að bókakosti safnsins. Lárus var afkastamikill bókbindari og fróður mjög á mörgum sviðum, enda mikils virtur. Lárus hafði komið sér upp ágætis verkfærakosti. m.a. gyllingarvél sem hann gyllti í fyrir marga er gripu í bókband. Tækjakostinn keypti síðar Birgir Þórðarson bóndi á Öngulsstöðum til þess að nota sjálfur, þótt lítið yrði úr. Þegar Guðmundur Frímann hætti í Vélabókbandinu 1951, tók Vigfús Björnsson við verkstjórn sem hann gegndi til 1981. Oddur Björnsson var afi Vigfúsar og var það Sigurður Oddsson prent- smiðjustjóri og föðurbróðir Vigfúsar sem fékk hann til að hefja bókbandsnám. Var það í Gutenberg í Reykjavík. Að því námi loknu árið 1949 hélt Vigfús í framhaldsnám til Kaupmanna- hafnar. Var hann eftir það að hugsa um að snúa sér að öðru, og var að því kominn að ráða sig á fraktskip til Brasilíu, er hann var kallaður til Akureyrar og í prent- smiðjuna. Náði hann að starfa tæpt ár með Guðmundi Frímann áður en hann tók við verkstjórn af honum. Á öndverðum sjöunda áratugn- um var Vélabókbandið lagt niður sem sjálfstætt fyrirtæki, þegar það varð deild í Prentverki Odds Björnssonar. Magnús Friðriksson tók við verkstjórn í bókbandsstofu POB af Vigfúsi Björnssyni. En árið 1992 varð prentsmiðjan gjald- þrota og tók þá Akoplast við rekstrinum. Sigurþór Sigurðsson PRENTARINN ■ 23 I

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.