Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 7
Fylgist félagið eitthvað með þvi að ekki sé verið að hrjóta á réttindum þessa fólks? Að sjálfsögðu fylgist félagið með að réttindi séu ekki brotin á þess- um félagsmönnum, líkt og öðrum. Við höfum fengið nokkur mál inn á borð þar sem þurft hefur að sækja leiðréttingu á kjörum. Fram til 1. maí s.l. komu allir ráðningar- samningar til umsagnar hjá félag- inu í tengslum við umsókn um atvinnuleyfi. Nú fer það eftirlit fram hjá Vinnumálastofnun. Eg veit að ég tala fyrir munn margra þegar ég segi að við eigum eitthvert glœsilegasta orlofssvœði á landinu austur í Miðdal. Hvernig er aðsóknin i bústaðina þar? Aðsóknin er mjög góð og það á ársgrundvelli. Húsin okkar með heitum pottum eru útleigð nánast allar helgar vetrarins og vaxandi aðsókn í að félagsmenn nýti sér orlofshúsin í vetrarfríum. Að sumri er síðan líf og fjör í Miðdal, öll húsin nýtt í botn og tjaldsvæð- ið nýtt reglulega. Vertíðin nær síðan hámarki þegar fjölskyldu- skemmtun FBM og Miðdalsfélags- ins er haldin um Verlsunarmanna- helgina. Það er varlega áætlað að yfir helmingur félagsmanna komi í Miðdal á hverju sumri. Nú eru allar skipulagðar lóðir þar komitar í leigu. Er eitthvað verið að vinna iþvi að skipu- leggja fleiri lóðir? Já, það er rétt að engar lóðir eru lausar í Miðdal. Undanfarin ár hefur stjóm félagsins verið meðvituð um að skipuleggja þurfi fleiri lóðir. Það hafa nokkur svæði verið til skoðunar. M.a. fyrir ofan golfvöllinn. Það tók að vísu tæp tuttugu ár að koma út lóðunum sem skipulagðar vom í miðhverfinu og það er langur tími til að leggja út mikla fjármuni í að búa til hverfi sem skilar sér síðan til baka á mjög löngum tíma. Ég tel að það þurfi að koma fram áhugi hjá félagsmönnum fyrir því að búa til nýtt hverfi og leggja í þann skipulagskostnað áður en tekin verður ákvörðun. A sínum tíma, þegar miðhverfið var skipulagt, höfðu u.þ.b. 30 félagsmenn lýst yfir áhuga á að byggja en þegar til kom vom u.þ.b. 10 sem byggðu Nú veit ég að koitan þín, hún Linda, hefur sömu félagsmála- bakteríu og þú. Er hún eitnþá i þessu stússi? Jú, það er rétt að félagsmála- bakterían hefur verið í okkur báð- um. Ég fetaði meira og minna í hennar fótspor þegar ég var á nematímanum. Hún hafði verið formaður FBN, Iðnnemasam- bandsins, ritstjóri Iðnnemans og fræðslustjóri INSI, en síðar gegndi ég sömu embættum. Svo það má kannski segja að hún hafi kennt mér ýmislegt í þessum fræð- um. Hún hefur minnkað afskipti af verkalýðsmáluni undanfarið en er í siðanefnd Félags leikskóla- kennara. Hvernig kynntust þið? Við kynntumst á fundi í Iðn- nemasambandinu, þegar formenn aðildarfélaga voru boðaðir til að undirbúa 1. maí 1987. Hún var þá fræðslustjóri INSI og fráfarandi formaður og sá um skipulagningu 1. maí. Ég varð strax alveg heillaður. Hún viðurkennir ekki að um ást við fyrstu sýn hafi verið að ræða af hennar hálfu. Við Itvað vinntir hún? Hún er leikskólakennari og starfar við það. Aður starfaði hún hjá tveimur verkalýðsfélög- um og Iðnnemasambandinu. Eftir að við áttum yngri strákinn okkar ákvað hún að söðla um og læra leikskólakennarann og hefur starfað við það s.l. fimm ár. Þið eigið tvo tápmikla og skemmtilega stráka, þá Fjölni og Daníel, og þeir eru i íþróttum. Eruð þið ekki í stjórnum allra foreldrafélaga sem tengjast þeirra áhugamálum? Við reynum að vera virk í for- eldrastarfi sem snýr að strákun- um. Knattspyrnufélagið Valur er í miklu uppáhaldi hjá fjölskyld- unni. Okkur finnst einfaldlega svo gaman að fylgjast með og fá að taka þátt í þeirra áhugamálum og því sem snýr að skólanum einnig. Það gefur manni ekkert meira en að taka þátt í því sem börnin eru að upplifa. Tíminn líður svo hratt að maður verður að njóta þess á réttum tíma. Lífið bíður ekki eftir manni. Hvað gerir þú svo þegar þú átt fristundir? Ég er mikill áhugamaður um fótbolta, skák og bridds. Horfi á ManU og Fram í boltanum en tefli og spila sjálfur þegar tæki- færi gefast. Síðan erum við fjöl- skyldan mikið saman í Miðdal en við höfum átt bústað í Miðdal í 13 ár og njótum þess vel, þó sér- staklega á sumrin. Jakob Viðar Guðmuitdsson Jólashemmtun FBM FBM hélt jólaskemmtun sunnudaginn 17. desember s.l. Möguleikhúsið, sýndi leikritið Höll œvintýranna. Dansað var kringum jólatréð og jólasveinar litu við. PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.