Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.11.2006, Blaðsíða 26
Samtök bókbindara 100 ára Fyrsta félag bókbindara, Hið íslenska bókbindarafélag, var stofnað 11. febrúar 1906 á heimili Pjeturs G. Guðmundssonar að Laugavegi 18 í Reykjavík. Stofn- endurnir voru 13. Lúðvík Jakobs- son var kosinn formaður, en hann var ásamt Pjetri G. Guðmunds- syni aðalhvatamaður að stofnun félagsins. Frumherjarnir Pjetur aflaði sér upplýsinga um verkalýðshreyfinguna í gegnum lestur bóka og blaða og einnig hjá norskum verkamönnum og sjó- mönnum í hvalveiðistöð í Onund- arfirði. Lúðvík hafði aftur á móti kynnst verkalýðshreyfingunni í Danmörku, en þar vann hann við bókband um skeið og stundaði líka siglingar á dönskum skipum um öll heimsins höf. Kjörin voru kröpp Strax á fyrsta ári var óskað eftir viðræðum við meistara og 30. júlí þetta sumar lagði Gísli Guðmunds- son fram tillögu á áttunda fúndi félagsins þar sem hann skoraði á alla bókbandssveina að vera „svo ærukæra og drenglynda“ að vinna ekki einn dag af næsta mánuði (ágúst) nema samningar hefðu tekist fyrir þann tíma. I framhaldi af því var samþykkt tillaga frá Guðbimi Guðbrandssyni um að hefja verkfall 1. ágúst ef ekki hefði samist. Verkfallið stóð í 2-3 daga, þess er ekki frekar getið í fúndargerðum, en vitað er að samningar tókust. Mjög líklegt er að samið hafi verið um kauphækk- un, fastákveðinn vinnutíma og takmörkun á lærlingahaldi o.fl. Árið eftir næst fram, skv. tillögu frá Gísla Guðmundssyni, að bók- bindarar fengju 3 daga ffí á full- um launum. Þetta var fyrsta sum- arfrí félagsmanna. 1909 er reynt að lengja þetta frí í viku, en tókst ekki. Eina breytingin sem fékkst það ár var að kaup hækkaði í 20 kr. á viku. Vinnutíminn á þessum Hið islenska bókbindarafélag var stofnað ll.febrúar 1906 í kvisther- bergi á heimili Pjetars G. Guðmundssonar að Laugavegi 18. Þar stend- ur nú hús Máls og menningar. ámm var almennt 10 stundir á dag og 6 daga vinnuvika. Bókbandsstofa stofnuð Einn merkilegur þáttur í starfi þessa fyrsta félags var það að það kaupir bókbandsvinnustofu Guð- mundar Gamalíelssonar 1907 og stofnar hlutafélagið Félagsbók- bandið. Segja má að það sé dálítið hliðstætt því þegar prentar- ar stofnuðu Gutenberg 1905. Félagið átti þó ekki aðild að þess- um fyrirtækjarekstri nema örfáa daga, því ekki vildu allir meðlim- ir félagsins taka þátt f félagsstofn- uninni. En Félagsbókbandið lifði þó samt allt fram á okkar daga, þó það væri í einkaeign lengst af. Guðmundur var forstöðumaður þess til 1918 en þá keypti það Þor- leifur O. Gunnarsson og Gunnar S. Þorleifsson sonur hans tók við af honum. Verkamannasamband stofnað Eðvarð Sigurðsson fv. form. Dags- brúnar sagði í ræðu sem hann hélt á 50 ára afmæli Samtaka bókbind- ara 1956 „að fram að árinu 1915 hefðu það aðallega verið 3 félög hér í Reykjavík sem komu við sögu í samstarfi verkalýðsfélag- anna og þessi félög vom: Dags- brún, Prentarafélagið og Samtök bókbindara. Öll stóðu þessi félög að stofnun Verkamannasambands fslands 1907, sem var fyrsta til- raun til að stofna verkalýðssam- band hér á landi. Það samband lifði þó ekki nema í 2-3 ár, en var samt inerkur áfangi í þróuninni". 1916 vom það enn þessi 3 félög ásamt tveim öðmm nýstofnuðum, sem gengust fyrir stofnun Alþýðu- sambands íslands, sem hefur starf- að fram á þennan dag. Eðvarð Sigurðsson sagði ennfremur í þessari ræðu sinni, að Pjetur G. Guðmundsson hefði verið einn af framsýnustu brautryðjendum verk alýðshreyfingarinnar, og hann hefði átt sæti í stjóm Alþýðusam- bandsins í mörg ár. Pjetur var mik- ill baráttumaður fyrir því að verka- lýðshreyfmgin eignaðist málgagn. Hann stóð hann að stofnun og útgáfu Alþýðublaðsins gamla, sem kom fyrst út 1. janúar 1906 og var fyrsti ritstjóri þess. Atvinnuleysi Atvinnuleysi var mjög mikið á þessum tímum og það lamaði baráttuhug félaganna. Margir stofnuðu líka eigin vinnustofur. Helsta baráttumálið var því lengst af að vinna gegn atvinnuleysinu og megináherslan var lögð á að takmarka lærlingafjölda í iðninni, en meistarar vildu ógjaman verða af því ódýra vinnuafli. I framhaldi af þessu lognaðist félagið út af 1911. Nýtt félag stofnað Nýtt félag var síðan stofnað 1915 og hét það Bókbandssveinafélag Reykjavíkur. Enn var það Lúðvík Jakobsson sem leiddi hópinn og var hann kosinn formaður. Þeir settu fram kröfur í 7 liðum, m.a. sérstakt eftirvinnu- og helgidaga- kaup, viku sumarffí, samnings- kaup yrði 24 kr. á viku, einn nemi yrði á móti hverjum 3 sveinum, enginn nemi yrði tekinn næstu 3 ár og enginn maður fengi vinnu nema hann væri í sveinafélaginu. Gengið var að kröfum sveina í öllum meginatriðum. Það var þetta félag sem vann verkalýðs- hreyfíngunni m.a. það gagn að vera þátttakandi í stofnun Alþýðu- sambands Islands 1916. Fulltrúar 26 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.