Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 20

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 20
ÞOKUNNI HEFUR LÉTT Mynd: MBÓ igurður A. Magnússon fæddist 31. mars 1928 að Móum á Kjalar- nesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1948 og stundaði nám í guðfræði, grísku og trúarbragðasögu við Háskóla íslandsfrá 1948 til 1950. Árið 1950 hélt hann til Kaupmanna- hafnar og nam guðfræði og bókmenntir við Kaupmannahafnarháskóla til 1951 og síðan sögu og bókmenntir við háskólann í Aþenu til 1952. Því næst lá leiðin til Svíþjóðar þar sem Sigurður lagði stund á bókmenntir við Stokk- hólmsháskóla. Hann lauk BA-prófi í saman- burðarbókmenntum frá The New School for Social Research í New York árið 1955. Sigurður kenndi við Stýrimannaskóla íslands og Gagnfræðaskóla Austurbæjar á árunum 1948 til 1950. Hann var útvarpsfyrirlesari hjá Sameinuðu þjóðunum og kenndi íslensku við The City College ofNew York frá 1954 til 1956. Hann var fyrirlesari í íslenskum forn- bókmenntum í The New Schoolfor Social Re- search 1955 til 1956. Síðan lá leiðin til Islands aftur og var Sigurður blaðamaður á Morgun- blaðinu 1956 til 1967 og ritstjóri Lesbókar- innar frá 1962 til 1967. Hann var ritstjóri Samvinnunnar 1967 til 1974 og skólastjóri Bréfaskólans 1974 til 1977. Sigurður hefur unnið ötullega aðfélagsmálum og gegnt formannsstöðu í fjölmörgum sam- tökum og félögum. Hann var t.a.m. for- maður Félags íslenskra leikdómenda 1963 til 1971, Rithöfundafélags íslands 1971 til 1972 og Rithöfundasambands íslands hins fyrra 1972 til 1974. Sigurður var fyrsti formaður Rithöfundasambands Islands og gegndi því embættifrá 1974 til 1978. Hann varformaður Norræna rithöfundaráðsins 1976 til 1977 og íslandsdeildar Amnesty International 1988 til 1990 og 1993 til 1995. Hann hefur skrifað fjöldapistla umþjóðfélags- og menningarmál í dagblöð og tímarit og hefur að auki verið leiðsögumaður í Austurlöndum nær, Grikk- landi, Indlandi, Nepal, Japan og Brasilíu. í viðtali við Dagfara ræðir Sigurður um bar- áttu sína gegn heimsvaldastefnu og þátttöku sína í ýmislegum hreyfingum sem börðust fyrir róttækum þjóðfélagsbreytingum. Dagfari • nóvember 2007 20

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.