Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 34

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 34
ÍSRAELSKIFR Hermennska er okkur íslendingum framandi. Stöku maður hefur að vísu skráð sig í erlendan her og nokkur hópur íslendinga hefur verið undir vopnum í Afganistan. En að öðru leyti hefur ekki nokkur íslendingur kynnst her- mennsku á eigin skinni. Segja má að nokkurn veginn sé sátt um það í þjóðfélaginu að þannig skuli það vera áfram. steðjar). Sumir telja her líka vera kjörið tæki til að aga hina rótlausu og stefnulausu íslensku æsku. Teinréttir dátar í pressuðum einkennisbúning- um, með byssur um öxl og gangandi í takt, virðast vera holdgerving hins fullkomna aga í þeirra augum. Og þó. Reglulega heyrast raddir um að hér á íslandi ætti að stofna her. Það segja hersinnar nauðsynlegt til að verja landið (án þess þó að benda á neina hernaðarlega ógn sem að því um birtist ekki aðeins í skipulögðum hernaðaraðgerðum, úthugsuðum á herráðsskrifstofum, heldur einnig í tilviljanakenndu ofbeldi einstakra hermanna. ísraeli hafnar hermennsku í ljósi allra þeirra tilgangslausu grimmdarverka, sem hermenn í öll- um stríðum hafa framið, er þetta mjög athyglisvert viðhorf. Má í því sambandi nefna ísraelsher. Hann er af sumum sagður agaðasti her í heimi. Þegar litið er á framkomu hans gagnvart íbúum herteknu svæð- anna virðist það þó síður en svo vera raunin. Kúgun hans á Palestínumönn- Að undanskildum Palestínuaröbum með ísraelskan rílcisborgararétt og strangtrúargyðingum er nánast öllum ungum ísraelum gert að ganga í þenn- an her. Ekki eru þeir þó allir jafnhrifn- ir af því. Má þar nefna Tom Brenner. Hann vildi ekki ganga í herinn og flúði því land í september 2000. Fyrst fór hann til Danmerkur, en frá því í ianúar 2001 hefur hann búið á íslandi. 34 Dagfari • nóvember 2007 Mynd: Páll Hilmarsson

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.