Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 28

Dagfari - 01.11.2007, Blaðsíða 28
Málverk: John Trumbull Ein áhrifamestu orðaskipti þeirrar kosningabar- áttu sem nú stendur yfir í Bandaríkjunum áttu sér stað í kappræðum Repúblíkana á kapalfréttastöð Fox 15. maí í Suður Karólínu. Þegar langt var liðið á seinni helming kappræðunnar beindi Wendell Goler, fréttamaður Fox, eftirfarandi spurningu til Ron Paul, þingmanns frá Texas: „Herra Paul, þú ert eini frambjóð- andinn sem er á móti stríðinu í írak, þú ert eini frambjóðandinn sem myndi kalla hermennina heim eins fljótt og auðið er, nánast tafarlaust. Ert þú úr takt við flokk þinn? Eða er flokk- urinn úr takt við afgang heimsbyggð- arinnar? Og ef annað hvort af þessu er rétt, af hverju ert þú þá að sækjast eftir tilnefningu flokksins?“ Repúblíkani gegn stríói Ron Paul, sem var einn aðeins sex Repúblíkana sem greiddu atkvæði gegn því að veita Bandaríkjaforseta heimild til að beita hervaldi gegn írak, er háværasti, ef ekki eini, tals- maður fijálshyggju og bókstaflegrar túlkunar á stjórnarskrá Bandaríkj- anna í Repúblíkanaflokknum. Paul hefur náð að safna um sig ótrúlega einbeittum hópi stuðningsmanna og hefur Qáröflun hans á netinu skotið öll- um öðrum frambjóðendum flokksins ref fyrir rass. Repúblíkanaflokkurinn hefur hins vegar brugðist mjög illa við framboði Paul, og þó sérstaklega skoðunum hans á stríðinu í írak, og utanríkismálum almennt. Þessi í samræmi y y við þessa skoðun vill Paul að Banda- ríkin dragi sig úr NATO. andúð sést vel í spurningu Goler, en inntak hennar er í stuttu máli: „Herra Paul, ert þú ekki í röngum stjórnmála- flokki?“ Svar Paul við spurningu Goler var í sem skemmstu máli að nei, það væri flokkurinn sem hefði farið af leið, og utanríkisstefna sú sem flokkurinn hefði aðhyllst undanfarin ár, undir handleiðslu Bush-stjórnarinnar, væri í öllum meginatriðum röng. „Ég held að flokkurinn hafi tapað átt- um,“ sagði Paul, „því íhaldssamur armur Repúblíkanaflokksins hefur ætíð talað fyrir afskiptaleysi í utan- ríkismálum. Öldungadeildarþing- maðurinn Robert Taft var á móti aðild Bandaríkjanna að NATO, og George W. Bush var kosinn á þing árið 2000 eftir að hafa gefið kosningaloforð um að fylgja hógværri utanríkisstefnu - Bandaríkin ættu ekki að hegða sér eins og alheimslögregla eða blanda sér í þjóðbyggingu [nation building] í ljarlægum löndum... Það er sterk hefð fyrir því að vera á móti stríði innan Repúblíkanaflokksins. Sú afstaða á sér einnig sterka stoð í stjórnarskránni.“ Þegar Paul var þá spurður hvort hann teldi ekki að „9/11 hefði breytt öllu“, og Bandaríkin yrðu nú að reka árásar- gjarnari utanríkisstefnu til að eiga í fullu tré við hryðjuverkamennina, svaraði hann á sama máta og hann virðist svara í öllum kosningaræðum sínum: Hann fór að tala um sögu bandarískrar utanríkisstefnu og komst að þeirri niðurstöðu að ástæða hryðjuverkaárásanna í september 2001 hefði í raun verið fyrri afskipti 28 Dagfari • nóvember 2007

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.