Heimilisritið - 01.02.1951, Page 5

Heimilisritið - 01.02.1951, Page 5
vel línur húsanna virtust næst- um útmáðar og samlaga sig rökkrinu og geimnum. Þannig getur stemning septemberkvöld- anna verið, og svo getur hún rótað upp á yfirborðið hálf- gleymdum tilfinningum og knúð mann til að hugsa um ým- islegt, sem maður vildi láta ó- hreyft. Ég var niðursokkinn í hugs- anir mínar, var að beygja heim að húsinu, sem ég bjó í, þegar ég sá hann. Hann stóð á tjam- arbakkanum rétt fyrir framan gluggann minn og einblíndi nið- ur í vatnið. Mér var ekki vel ljóst hvað það var við manninn, sem vakti athygli mína, en ef ég hefði verið myrkfælinn að eðlisfari, hefði ég orðið hræddur og hlaupið burt. Þegar ég fór að hátta nokkru síðar, var eins og því væri hvíslað að mér, að líta út. Hann stóð enn á sama stað, og mér virtist hann hreyfa höndina eins og hann væri að benda sjálfum sér út á vatnið. Sá er skrítinn, hugsaði ég. Sennilega ekki með öllum mjalla. Þegar fundum okkar bar næst saman, var ég búinn að gleyma honum. Hann kom lötrandi á móti mér með hendur í vösum, og er við mættumst, leit hann til mín. Mér er enn í fersku minni sú áreynsla, er hann virt- ist þurfa að viðhafa til að hefja þung augnalokin. Mér fannst eins og hann ætlaði að gleypa mig með augunum, og það setti að mér beyg, sem fylgdi mér allan daginn. Upp frá þessu sá ég hann oft. Ýmist mætti ég honum eða hann hímdi á vatnsbakkanum fyrir framan húsið mitt, og í hvert skipti fóru skapsmunir mínir úr jafnvægi. í útliti var hann frábrugðinn öðru fólki. Hann var lítill og ívið lotinn í herðum. Magurt og fölt andlitið sýndist enn fölara vegna svarta hárlokksins, sem hékk ofan í augu undan húfupottlokinu. Augun voru að jafnaði hulin HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.