Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 17

Heimilisritið - 01.02.1951, Blaðsíða 17
hafa heyrt að hún hefði sagt, að enginn gæti afvegaleitt sig nema ef vera skyldi sjálfur kon- ungurinn. Konungurinn féllst á uppá- stungu Binets um stefnumót. Madame d’Etioles kom til hall- arinnar í Versailles og snæddi hádegisverð með konunginum. Það var allt og sumt. SKÖMMU síðar fór konungur að fá það álit á þeim, sem um- gengust hann mest, að þeir væru ákveðnir 1 að marka lífsstefnu hans upp á sitt eindæmi. Meira og meira tók hann að bægja stjórnmálamönnum frá sér. Hann lét kalla á Binet og spurði um Madame d’Etioles. Þjónn- inn sagði, að Madame d’Etioles væri afar ástfangin af honum, en gjörsamlega örvilnuð út af skeytingarleysi hans hátignar. Konungurinn sagðist vera hræddur um að frúin væri met- orðagjörn. Þjónninn svaraði, að það kæmi ekki til greina, þar sem hún væri tengdadóttir einhvers auð- ugasta manns í Frakklandi. Peningar gætu þess vegna ekki freistað hennar. Þetta var það eina, sem kon- ungurinn vildi vita. Hann sendi eftir Madame d’Etioles. Hún snæddi kvöldverð með honum í einkaíbúð hans. FIMM mánuðum seinna und- irbjó Versailles-hirðin óvenju- legan atburð: Það átti að kynna Madame de Pompadour opin- berlega fyrir konunginum, drottningunni og ríkisarfanum. Ýmislegt hafði skeð 1 milli- tíðinni. Monsieur d’Etioles hafði fengið löglegan skilnað frá eig- inkonu sinni. Því næst dró kon- ungurinn sig í hlé. Hann lét hið nýja „viðfangsefni“ sitt eiga sig að mestu, en hann skrifaði henni af og til. Eitt af bréfum hans til hennar var áritað: „Marquise de Pompadour", og hafði að geyma öll nauðsynleg skilríki viðvíkjandi því, að Jeanne Antoinette Poisson væri orðin meðlimur háaðalsins. Og þegar konungurinn kom aftur nokkru seinna, sigursæll úr orustum, ákvað hann að heiðra ástmey sína á þann hátt, sem hún átti kröfu á — hann ætlaði að kynna hana við hirð- ina. Klædd sínum dýrasta hirð- skrúða fór Madame de Pompa- dour til Versailles, sem var ið- andi af eftirvæntingu. Hún gekk fyrst fyrir konunginn og var formlega kynnt fyrir honum. Áður hafði hún verið kynnt honum „persónulega“. Þau höfðu lítið að segja hvort við annað við þetta tækifæri — að því er virtist fóru þau hjá sér. HEIMIUSRITIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.