Heimilisritið - 01.02.1951, Page 20

Heimilisritið - 01.02.1951, Page 20
til að tengja ekki örlög sín ann- arri filmstjörnu, heldur leiðbein- anda sínum, Oscarwitz. Eftir að hafa barmað sér góðlátlega í þrjú ár yfir því, að þess skyldi krafizt af sér, að hún léti í ljós tilfinningar, sem hún hefði aldrei átt til, hafði hún fengið hann til að taka upp nýja að- ferð 1 leiðbeiningum sínum. Hún fylgdist af frábærri elju með honum, þegar hann sýndi henni, hvernig hún ætti að haga sér til þess að láta ytra útlit sitt spegla þær tilfinningar, sem voru henni svo óeiginlegar. „Opnaðu augun ögn meira, Lu- cille — ofurlitla skeifu á munn- inn, góða, og ... já, höfuðið að- eins meira á ská.“ Og svo hélt hann spegli fyrir framan hana, svo hún gæti séð, hvað hún væri að gera. Það var í mynd- inni, þegar hún „endurspeglaði sál Ameríku“. Hún læsti hurðinni, þegar hún var komin inn í klefann og sneri sér við til að skoða þetta sjálfviljuga fangelsi sitt. í næstu fimm dægur myndi hún ekki sjá annað en þessa fjóra veggi og þrekvaxna klefa- þernuna. Einkaritari hennar og herbergisþerna voru farin með öðru skipi. Hún hafði ákveðið, að úr því á annað borð átti að leika þennan einbúaskrípaleik, þá skyldi það gert út í æsar. Lítil taska lá opin á rúminu. Upp úr henni tók hún litla leik- húsbrúðu, sem hún setti á snyrtiborðið. Hana hafði Oscar- witz, sem átti til hnyttna gam- ansemi í ríkum mæli, gefið henni eftir fyrstu myndina þeirra. Um hálsinn hafði hún ofurlítinn seðil, sem Lucille stóð á, og hún hafði varðveitt brúðuna sem verndargrip. Hún hafði mjúkt, gult hár og bros á vangarjóðu andlitinu, eins og hún væri harðánægð með, að aðrir kipptu í snúrurnar og stjórnuðu hreyfingum hennar. Lucille þekkti sjálfa sig svo vel, að hún gat haft gaman af þess- ari táknrænu brúðu, nema ein- stöku sinnum, þegar hún fékk löngun til að ausa af brunni sinnar eigin reynslu, í stað þess að lifa eins og sníkjudýr á Oscarwitz. Þá langaði hana ó- stjórnlega til að mola litla tré- andlitið í þúsund agnir. Hún gekk að kýrauganu og leit út 1 sama bili og blásið var til brottfarar. Hún sá mann- fjöldann á bryggjunni fjarlægj- ast smám saman. Hún brosti við þeirri tilhugsun, að henni, mannfælnu stjörnunni, ætti að hrylla við slíkri mannös, en svo andvarpaði hún, fegin yfir því að forsjónin skyldi leyfa henni að fela nakta sál sína í einveru í fimm sólarhringa. 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.