Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 46

Heimilisritið - 01.02.1951, Síða 46
eftir aftökuna. En eitt þótti mér kynlegt. „En hvers vegna standa upp- hafsstafir hennar á trektinni? Að því er ég bezt veit, gengu menn á þessum tímum eklci svo langt í lotningu sinni fyrir aðlin- um, að þeir létu grafa nöfn þeirra og skjaldarmerki á píningar- tækin, sem notuð' voru gegn þeim?“ „Ég hef sjálfur hugsað um þetta atriði“, sagði Dacre, „og komizt að sennilegri niðurstöðu. Málið vakti geysimikla athygli, og það er ekki undarlegt, að lög- reglustjórinn hefði viljað geyma trektina sem minjagrip. Það hef- ur varla oft komið fyrir, að frönsk markgreifafrú hafi verið' beitt slíkri yfirheyrslu. Þess vegna hefur hann látið grafa upphafsstafina á trektina, áður en hann faldi hana“. „Og þetta?“ Ég benti á förin á stútnum. Dacre sneri sér undan. „Hún var grimmt tígrisdýr — ég geri ráð fyrir, að hún hafi haft sterkar og hvassar tennur“. ENDIIÍ Horfðu í augun á fólki Menn, sem forðast að líta beint í augun á þér, eru ekki undirförulir eða falskir. Þeir hafa miklu fremur tilhneig- ingu úl að vera feimnir. Venjulega staf- ar ótti þeirra við að horfast í augu við aðra af því, að þeir dvelja eða hafa dvalið með ráðríkri manneskju — föður —stjúpu — eldri systur eða bróður, einhverjum, sem hefur hvesst á þá augun, þegar þeirn var refsað, og kúgað þá af ásettu ráði. Fullorðið fólk ætti að venja sig af flóttalegu augnaráði, því það bendir til veikleika. Ef þú þarft að sigrast á þessum veik- leika, skaltu þegar í stað byrja að venja þig af honum. Neyddu þig til að telja upp að tveimur, meðan þú horfir í augu manns, sem veldur þér erfiðleik- um. Tcldu svo upp að þremur, meðan þú horfir í augu sérhvers manns, sem þú hefur samband við. Þú færð hugrekki, ef þú notar þetta leikara-bragð. Margir ungir leikarar hafa eyðilagt fyrstu sviðsatriði sín, af því þeir hafa haft minnimáttarkennd gagnvart frægu leikurunum. Þá er gott ráð fyrir þá er hugsa sér hina miklu leikara sita á ís, sem er að bráðna. Frægur ritstjóri ráðlagði blaðamönnum sínum að hugsa sér forsetann í rauðum nærbuxum, þegar þeir höfðu viðtal við hann. Hjð fjarstæðukennda við slíka hugsun minnkar bilið milli manna og gerir hin- um feirnna fært að líta á fræga mann- inn frá persónulegri sjónarhól. 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.