Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 20
Prússneskur uppruni Árni Stefán Árnason á sér prússneskan uppruna. Hann er fæddur 11. mars árið 1960, á afmælisdegi föður síns Árna Gunnlaugssonar, lögmanns í Hafnarfirði, en móðir hans er María Albertsdóttir. Hún fæddist árið 1934 í Flötenstein í Pommern í Prússlandi. María upplifði miklar hörmungar í stríðinu og eftir það í Þýskalandi og kom hingað til lands sem flóttamaður fimmtán ára gömul, árið 1949, til þess að læra hjúkrun á Landa- koti. Árni Stefán er að skrásetja sögu móður sinnar og þær skelfilegu aðstæður sem hún bjó við. „Maður hreinlega tárast við að hlusta á frásögnina, þetta var svo ömurlegt,“ segir hann. „Þegar hinn þýski afi minn, Albert Stolpmann, lést hröktu Rússar alla 9 manna fjölskylduna burt og tóku hús hennar í Flötenstein. Þaðan var þeim sagt að taka lest. Fjölskyldan settist fyrst að í Hamborg en flutti sig síðan til Kölnar þar sem hún ílentist og býr enn. Mamma var send 15 ára með skipi frá Hamborg til Íslands til að læra hjúkrun. Hér voru fyrir tvær frænkur hennar, Jós- efssystur. Námið gekk eftir. Hún starfaði á Landakoti í nokkur ár og á þeim tíma kynntist hún föður mínum. Hér hefur hún dvalið síðan og talar fullkomna ís- lensku. Hún gekk í gegnum gríðarlegar þreng- ingar sem barn og horfði upp á ýmsar hörmungar stríðsins, sá hermenn fremja verknaði sem ekki eru hafandi eftir. Slíkt lifir í minningu hennar og hafði slæm sálarleg áhrif. Hún upplifði mikla fátækt og var meðal annars send tíu ára gömul fótgangandi tíu kílómetra til að betla hálft brauð. Þetta kemur fram enn í dag. Hún er sérlega sparsöm, jafnvel þótt hún þurfi það ekki í dag. Ekki er hægt að setja sig í hennar spor.“ Árni Stefán segir móður sína þó minn- ast þess með gleði og hafi gaman af að rifja upp þegar hún gætti gæsa á bænum. „Hún kallaði sig gæsamömmu og gekk út á engi með allan gæsahópinn og gætti hans daglangt. Í hvert sinn sem hún sér gæsir þurfum við að stoppa. Hún hefur sérstakt dálæti á þeim. Ég veit ekki hvort þetta hefur haft áhrif á dýraáhuga minn. Mínar fyrstu minningar tengjast afa, Gunnlaugi Stefánssyni kaupmanni og fjárbónda í Hafnarfirði, þar sem ég er að umgangast lítil lömb. Þar komst ég mjög ungur í snertingu við dýr. Hvenær áhug- inn vaknaði beinlínis man ég ekki. Hann hefur alltaf verið til staðar og aldrei meiri en nú.“ Dýraáhuginn varð til þess að Árni Stefán stofnaði gæludýraverslunina Goggar og Trýni og rak hana í áratug, frá árinu 1990 til aldamóta. Auk dýranna áttu ljósmyndun og flug hug Árna Stef- áns frá unglingsaldri. Hann lærði til flugs samhliða menntaskólanámi og starfaði sem flugkennari. „Til að ná tilskyldum lágmarksflugtíma og til að öðlast at- vinnuflugmanns- og flugkennaraskírteini fór ég ásamt Jóni Magnúsi Sveinssyni, nú flugstjóra hjá Icelandair, til Chicago til að kaupa sex sæta flugvél. Við flugum henni heim til Íslands en vorum líklega yngstu og fyrstu íslensku flugmennirnir – og með langminnstu reynsluna sem hafa gert slíkt. Túrinn tók sjö daga frá Chicago, til Nýfundnalands, Frobisher á Baffinslandi og svo yfir Grænlandsjökul yfir hluta Atlantshafs og heim. Þetta var auðvitað tóm vitleysa. Þetta var þó vel skipulagt en tómt rugl að gera þetta. Foreldrum mínum leist afleitlega á þetta. Þeir hafa sagt mér að þeim hafi aldrei liðið eins illa á ævinni. Við vorum klæddir í kafarabúninga og með hagla- byssu í skottinu ef við færum niður og mættum ísbirni. Ef ég ætti börn myndi ég banna þeim að gera svona nokkuð í dag. Að fljúga frá Baffinslandi yfir Græn- land og heim þegar allra veðra er von með svona litla reynslu er bara della.“ jonas@frettatiminn.is hefur ennþá takmarkaðan skilning á þörfum hunda. Þeir eru mjög næm dýr, tilfinningaverur sem þarf að sinna af ekki minni umhyggju en umönnun lítilla barna. Þeir þurfa félagsskap, þurfa að borða, það þarf að hreinsa þá og fara út með þá að ganga. Það er allt of mikið af fólki sem heldur hunda en sinnir þeim með ófullnægjandi hætti.“ Tók hund af eiganda Ætli menn að fá sér dýr, til dæmis hund, þarf að skipuleggja það fyrirfram. „Betra er að tveir hundar séu saman á heimili en einn. Hundar og kettir eru félagsverur og geta verið lengur heima tveir fremur en einn. Það er allt of mikið um að fólk fari snemma að heiman og komi ekki fyrr en síðla dags og skilji dýr ein eftir. Kettir þola þetta betur en hundar, þeir hafa yfirleitt útigang- smöguleika, en hundar verða að dúsa inni. Ég skil hunda mína aldrei lengur eina en fjóra tíma,“ segir Árni Stefán. Hann lætur verkin tala í þessum efnum. Á liðnu sumri fékk hann tilkynningu um illa meðferð á tík í Kópavogi. Hún hafði um misseraskeið, meðal annars í vetrarhörkum, verið bundin úti í stuttum taumi í allt að sextán tíma á sólarhring. Þess utan var hún sett inn í bílskúr og fékk aldrei að koma inn á heimilið. Árni Stefán kannaði málið hjá hundaeftirlitsmanninum í Hafnarfirði og komst að því að þetta var rétt. „Opinberir aðilar sinna ekki eftirlitsskyldu samkvæmt lögum. Þótt þeim berist tilkynningar bregðast þeir ekki tafarlaust við. Það er afleitt ástand. Dýraníði þarf að útrýma og dýraníðinga á að nafngreina. Það þarf að vekja athygli á þessu og skapa umræðu þannig að það hafi fælniáhrif á fólk. Dýraníðingar svelta dýrin, sinna þeim ekki og láta þau vera afskiptalaus klukkustundum saman, eins og dæmi var um í Kópa- vogi. Ég sagði eftirlitsmanninum að ég færi og næði í dýrið. Því var ekki mótmælt. Svo fór að tíkin var fjarlægð af góðhjörtuðum borgara og hefur það yndislegt í dag. Það veldur mér vonbrigðum hvað dýraeftirlitsaðilar þekkja valdheimildir sínar illa og beita þeim því ekki í þágu dýra sem farið er illa með. En þar með er ekki öll sagan sögð. Fyrir um mánuði vildi vin- kona mín sjá hvar þessi tík hefði verið numin á brott. Þegar við komum þangað sá ég að þar var kominn annar hundur sem búa mátti við sömu aðstæður. Ég bankaði upp á hjá eigandanum og útskýrði fyrir honum alvarleika gjörða hans með vanrækslu hans á hundum. Sagði honum jafnframt að ég myndi fylgja málinu fast eftir ef hann léti ekki af þessu, að ég myndi kæra hann og líklegt væri að hann fengi sakfellingu. Undir lokin spurði ég hann hvort ég mætti eiga nýja hundinn hans sem fékk sömu meðferð og sá fyrri, samkvæmt eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar. Þar fékk hann tveggja vikna frest til úrbóta án þess að bregðast við. Já, já, sagði hann, hirtu hann bara, ég get fengið nóg af hundum. Ég er því með þann hund. Maðurinn hefur vonandi látið sér segjast við orð mín. Hann veit að minnsta kosti að grannt er fylgst með hon- um og næsti hundur verður klárlega fjarlægður, eins þeir fyrri. Dýraverndarsinnar eru búnir að nóg af dýraníðingum.“ Neyðarréttur dýra er fyrir hendi, að mati Árna, og honum ættu borgarar að beita ef yfirvöld sinna því ekki. „Þessi mál eru ekki í nógu góðum farvegi. Nýjasta dæmið er um hundinn á Þingeyri sem bundinn var við felgur og hent í sjóinn – en nú virðist lögregl- an vera að bregðast við og taka á þessum málum. Til þess er ríkur vilji af hálfu embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.“ Sótt til mín með ráðgjöf „Frá lokum síðasta árs hef ég verið mjög virkur í allri dýravernd- unarumræðu hér á landi og oft til mín leitað varðandi lögfræðileg álitaefni dýraverndar. Ég hef leitt starfshópinn Velferð búfjár hjá Samtökum lífrænna neytenda en hann hefur átt mikla aðkomu að nýju dýraverndarákvæði í frumvarpi að nýjum stjórnlögum. Þá fór hluti hópsins nýlega austur til Hornafjarðar til að bjarga hrein- dýrum í hremmingum. Alþingismenn hafa sótt til mín ráðgjöf og upplýsingar vegna stöðu dýraverndarmála til að hafa vald á þeirri umræðu sem mun fara í hönd vegna tillagna að nýjum dýravel- ferðarlögum en ég tel þær á margan hátt gallaðar í lögfræðilegum skilningi ásamt því að í þeim endurspeglast viss pólitísk spilling. Núgildandi lög er mjög góð, þeim er hins vegar ekki fylgt.“ Árni Stefán hefur starfað á lögfræðistofu föður síns, Árna Gunnlaugssonar í Hafnarfirði, en er enn ekki farinn að hafa tekjur af lögfræðistörfum sínum í tengslum við dýr. Hann stefnir þó að því að hefja rekstur eigin lögfræðistofu í byrjun komandi árs. Dýrin hafa því eignast sinn lögfræðilega málsvara. „Ég hef haft yfirdrifið að gera í tengslum við dýrin og sækist eftir því. Stórefla þarf Dýraverndarsamband Íslands sem hefur sofið á verðinum undanfarin ár. Þörfin er brýn – ég er rétt að byrja.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Árni Stefán með afa sínum, Gunn- laugi Stefáns- syni. Hjá honum kynntist hann dýrum fyrst. Náðu árangri með Fréttatímanum *Capacent nóvember 2011 **Capacent september 2011 Dreifing með Fréttatímanum er ávísun á árangur - skilaboðin rata til sinna. 92,8% íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast vita að Fréttatíminn berst á heimilið * 65% blaðalesenda á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann í viku hverri.** 20 viðtal Helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.