Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 38
Fullyrða má að enginn matur sé umdeild- ari en sá sem vinsælastur er einmitt í dag, Þorláksmessuskatan, nema ef vera skyldi hákarl. Sumir fussa og sveia yfir sköt- unni, aðallega vegna lyktarinnar. Aðrir kæra sig kollótta um lyktina en dásama bragðið. Hið sama á raunar við um bragð- ið af hákarlinum en varla verður deilt um lyktina af honum. Hún er vond. Þessi rammíslenska matvara er kæst sem er undarleg verkun. Sérfræðingar segja kæsingu vera gerjun svo skatan og hákarlinn breytist í ætan mat. Báðar teg- undir eru brjóskfiskar og nota þvagefni, auk annarra, til að viðhalda þrýstingi á blóði á sama róli og í þeim sjó er kvik- indin synda. Styrkur efnanna í holdi téðra sædýra mun vera svo mikill að hann er eitraður. Gerjun og niðurbrot kæsingar- innar, þegar burt rýkur ammoníak og fleira úr kösinni, gerir það að verkum að það sem eftir stendur er ætt. Það er því kæstur ilmur í lofti á Þor- láksmessu. Sagnorðið að kæsa er skylt germönskum orðum fyrir ost, cheese á ensku, kaas á hollensku og Käse á þýsku, en lyktin af kæstum mat er ekki ósvipuð lykt af sterkum osti. Þeir sem gengið hafa framhjá ostabúðum í útlöndum, eða jafnvel rekið þar inn nef, geta sjálfir dæmt um lyktina. Raunar þarf ekki að fara til útlanda vilji menn heimsækja fínar ostabúðir. En lykt af osti segir ekkert um bragðið. Því sterkari lykt, því betra bragð, segja lengra komnir kúnstnerar. Skötuát er vestfirskur siður sem helg- ast meðal annars af því að skata veiddist um þetta leyti árs einkum á Vestfjarða- miðum. Á vísindavef Háskóla Íslands segir að í kaþólskum sið hafi verið fasta fyrir jólin. Þá átti ekki að borða góðgæti og síst á Þorláksmessu. Aðalreglan var að borða lélegt fiskmeti. Fyrir vestan var það skatan. Hún þótti enginn herra- mannsmatur ótilhöfð og var því algengur Þorláksmessumatur á þeim slóðum. En skatan fékk uppreisn æru. Í aldanna rás tókst Vestfirðingum að tilreiða úr skötunni ljúfmeti eins og skötustöppu. Mörgum þótti stöppulykt því óbrigðult merki þess að jólin væru í nánd. Eftir því sem leið á 20. öld flykktist fólk úr öllum byggðarlögum á suðvesturhorn landsins og tók með sér siði úr heimahögum. Vest- firðingar söknuðu Þorláksmessusköt- unnar og margir fengu hana senda suður. Smám saman smitaði þessi venja út frá sér. Eftir miðja síðustu öld fóru fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu að hafa skötu á boðstólum í desember. Veitingahúsin fylgdu í kjölfarið og mörg þeirra bjóða skötuveislur á Þorláksmessu. Vinsæld- irnar voru tryggðar. Ný skoðanankönnun sýnir að nær 42% landsmanna borða skötu í dag. Heldur fleiri karlar treysta sér í átið en kon- ur og íbúar landsbyggðarinnar eru harðari af sér en þeir sem búa á höfuð- borgarsvæðinu. Aldur skiptir einnig máli. Rúmur helmingur elsta aldurshópsins borðar skötu í dag en um fjórðungur þess yngsta. Það er því kæsingin sem blífur. Skatan hefur fest sig rækilega í sessi, þrátt fyrir lyktina. Það er merkilegt á þeim sterílu tímum sem við lifum – og þó. Háskólavef- urinn fræðir okkur nefnilega um það að þekkt sé að matarréttir sem upphaflega urðu til vegna fátæktar eða skorts á fram- boði þyki seinna lostæti. Ástæðan er það nostur sem þurfti við matreiðsluna til að gera hráefnið gómsætt. Þetta á til dæmis við um ýmsa franska skelfisk- og snigla- rétti. Hérlendis má nefna laufabrauðið, fyrir utan skötuna, en það varð að vera örþunnt vegna mjölskorts á 17. og 18. öld – og er þá ónefnd rjúpan sem upphaflega var jólamatur þeirra sem ekki höfðu efni á að slátra kind. Það er liðin tíð. Nú leggja rjúpnaveiðimenn mikið á sig og borga stórfé til þess að ná í örfáar rjúpur, svo rétt dugi í jólamatinn. Þann eftirsótta fugl má ekki selja en trúlega læðist eitt og eitt flygildi á svartan markað, eins og allt sem er bannað. Verð er hátt fyrir hvert gramm rjúpu, eins og á öðrum fíkniefnum. Skötu borðaði ég ekki í mínu ungdæmi. Þá sjaldan hún var á boðstólum var fylgdi saltfiskur fyrir þá sem ekki höfðu nógu þroskaða bragðlauka. Þessi matvendni rjátlaðist af mér á fullorðinsárum svo nú ræð ég vel við skötuna. Bragðið er betra en lyktin. Það þarf þó ákveðinn kjark til að elda skötu daginn fyrir þann stóra dag, að- fangadag. Lyktin, hvernig svo sem menn meta hana, situr svolítið í fötum og gard- ínum. Fyrir utan að lofta vel út þarf því annað hvort að sjóða vel hanginn norð- lenskan sauð strax eftir skötuveisluna eða bræla digran Havana-vindil. Þar sem vindlareykingar eru mjög á undanhaldi verður fremur að stóla á sauðinn. Mágkona mín er sú kjarkkona að sjóða skötu á Þorláksmessu. Þangað hef ég farið í fína veislu fjölmargar undanfarnar messur, eftir að siðurinn varð algengur sunnan heiða. Á þann vestfirska máta er notalegt að hringja jólin inn, fá ammoníak í nös. Það sakar samt ekki að hafa slatta af konfekti með kaffinu á eftir. Það deyfir kæsinguna. Gleðileg jól. Ammoníak í nös Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL F Te ik ni ng /H ar i OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Gjafavörur Ostabúðarinnar f yr ir sælkerann Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur. HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is 38 viðhorf Helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.