Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 26
Það er mjög sterk og afgerandi tíska á götum Reykjavíkur og við tökum mið af henni. Við höfum auðvitað hannað og saumað okkar eigin föt í meira en 20 ár og þar eru mikil sóknar- færi. S vava Johansen er fyrir löngu orðin landsþekkt sem Svava í 17, enda verið fyrirferðarmikil í íslensku viðskiptalífi um árabil. Talan sautján hefur nú tvöfalda merkingu, því ekki aðeins er það nafnið á þekktustu verslun Svövu, heldur eru verslanir hennar núna sautj- án talsins. Hún er nú með 160 starfs- menn og yfir hátíðarnar þegar mest er að gera eru þeir allt að 200, enda rekur NTC, fyrirtæki Svövu, ekki bara versl- anir, heldur saumastofu og heildsölu að auki. Þessi kjarnakona, sem hefur rekið fataverslanir sínar af ástríðu í meira en tvo áratugi, fann stund milli stríða í öllu atinu nú skömmu fyrir jól til að setjast niður og spjalla. Það gekk þó ekki alveg átakalaust fyrir sig, enda þyrfti hún helst að fjölfalda sig í jólamánuðinum til að anna öllu því sem til fellur. „Gott að þér seinkaði líka,“ segir Svava um leið og hún biður afgreiðslu- dömuna um espresso með örlitlu af flóaðri mjólk. Á kantinum er ristað brauð að hætti hússins með smjöri, osti og sultu. „Ég reyni nú að borða sem minnst af brauði og sykri og hef alltaf borðað mjög hollt. En af tvennu illu er það betra en að hníga niður hérna fyrir framan þig úr blóðsykursfalli,“ segir Svava og hlær innilega um leið og kaffið kemur. „Kaffi er eitt af því sem hefur frábær áhrif á skapið. Sérstaklega ef maður gerir góðan kaffibolla að félagslegri at- höfn á kaffihúsi. Oftar en ekki kemur maður út með sólskinsbros,“ segir Svava, sem leggur sig fram um að finna sér tíma fyrir það sem ýtir undir gleðina alltaf þegar því verður við komið. Við hefjum samtal okkar á að rifja upp tíðarandann í Reykjavík fyrir þremur áratugum, þegar Svava var að byrja í bransanum. Þetta er ástríða „Ég byrjaði í bransanum af fullum krafti 1981, ung og óreynd, en fann strax að þarna lá áhugi minn. Föt og tíska hafa alltaf verið ástríða hjá mér og eitt stærsta áhugamál mitt. Annars hefði ég ekki enst svona lengi í þessu. Það er ávísun á árangur að fá að starfa við eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á og þannig hefur það alltaf verið hjá mér. Ég minnst þessara gömlu góðu tíma með mikilli gleði, þegar við þurftum að hleypa inn í hollum í verslunina á Laugavegi. Sautján var leiðandi í tískunni og það var regla frekar en undantekning þegar við sýndum nýju línurnar okkar að færri komust að en vildu. Það þurfti að tæma peningakassann oft á dag,“ segir Svava og hlær og bætir við að sér hafi ekki leiðst það. Enn þann dag í dag hafa fyrirtæki Svövu mikil áhrif á þá tískustrauma sem ríkja hverju sinni á Íslandi, en hún vill þó meina að núorðið gangi þetta í báðar áttir. Oft verði tískan til á götum höfuðborgarinnar og verslanirnar elti. „Það er mjög sterk og afgerandi tíska á götum Reykjavíkur og við tökum mið af henni. Við höfum auð- vitað hannað og saumað okkar eigin föt í meira en 20 ár og þar eru mikil sóknarfæri. Margar íslenskar línur eru að hasla sér völl erlendis og við eigum frábæra unga hönnuði.“ Ekki er hægt að hitta Svövu Johan- sen í desember öðruvísi en talið beinist að hátíðunum og önnunum sem þeim fylgja fyrir verslunarfólk. Þyrfti að fjölfalda sig í desember Svava Johansen hefur rekið fataverslanir af ástríðu í meira en tvo áratugi. Í viðtali við Sölva Tryggvason segir hún að það sé gaman að vera verslunarkona í desember og að hún hafi oft sofnað yfir jólamatnum. Ljósmyndir/Hari Hefur oft sofnað yfir jólamatnum „Blessaður vertu, ég hef oft sofnað yfir jólamatnum. Þegar maður er búinn að vinna kannski 16 til 18 tíma á dag svo vikum skiptir verður algjört spennufall þegar aðfangadagur gengur loksins í garð. Hérna áður fyrr var það bara vinna myrkranna á milli í orðsins fyllstu merkingu. Ég vann dag og nótt í desember ár eftir ár. Ég var með puttana í öllu, þegar verslanirnar voru færri. Það hljómar kannski undarlega, en álagið var eiginlega mest þegar það var bara ein verslun, því þá sá maður um allt. En það er ekkert skrýtið að verslunarfólk vinni mikið í desember, því mánuðurinn er kannski 30 prósent af allri veltu ársins. Maður vill ekki þræla allt árið og klúðra svo þegar mest liggur við. En ég hef smátt og smátt lært að sleppa tökunum, þó að auðvitað togi það alltaf að hafa skoð- anir á öllu þegar maður hefur byggt fyrirtæki algjörlega upp frá grunni,“ segir Svava, sem segist í seinni tíð hafa lært að njóta þess betur að slaka á í kringum jólin. „Ég breyttist mikið þegar ég eignað- ist son minn fyrir 15 árum, þá lærði ég að forgangsraða betur og fann að ég yrði að hafa tíma fyrir hann og mína nánustu í kringum hátíðarnar. Nú eru jólin orðin mjög huggulegur tími hjá mér. Það hjálpar mér líka mikið hvað Bjössi maðurinn minn er góður í að ná mér niður á kvöldin og fá mig til Sölvi Tryggvason ritstjorn@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu 26 viðtal Helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.