Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 23.12.2011, Blaðsíða 12
Á toppi listans yfir þau félög sem högnuðust mest er ISB Holding ehf. Fyrirtækið skil­ aði 43,7 milljarða hagnaði á síðasta ári. Það félag heldur utan um 95 prósenta hlut slitastjórnar Glitnis í Íslandsbanka og er hagnaður félagsins hlutdeild í hagnaði Íslandsbanka á árinu 2010 og að hluta til árið 2009. Íslandsbanki skilaði 29,7 milljarða króna hagnaði í fyrra, mest stóru bankanna þriggja. ISB Holding komst í fréttir á dögunum þegar greint var frá því að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, hefði skipt út stjórn félagsins með Ólaf Ísleifsson í broddi fylkingar. Ástæðan var sú að stjórn­ in hafði verið skipuð af skila­ nefnd Glitnis, sem leggja á niður um áramót og vildi Steinunn áherslu­ breytingar. GLB Holding, sem á ISB Holding, skilaði einnig miklum hagn­ aði sem skýrist af hagnaði dótturfélags síns. Það er þó ekki bara myljandi gangur í félögum tengdum Íslandsbanka. Félagið Lava Capital, sem bankinn erfði með sam­ einingunni við Byr á dögunum, hagnaðist um tvo milljarða á síðasta ári. Það kom þó ekki til af góðu því félagið, sem var stofnað í kringum fasteignaverkefni á Bretlandseyjum, fékk 2,3 milljarða króna niðurfærslu skulda og var með neikvætt eigið fé í árslok 2010. Sömu sögu er að segja af félaginu Lómur ehf. Það félag skilaði 1,9 milljarða króna hagnaði sem var eingöngu fólg­ inn í 2,1 milljarðs króna niðurfærslu á skuldum. Félagið var á sínum stofnað í kringum kaup á lóð við Kirkjusand þar sem nýjar höfuðstöðvar Glitnis heitins áttu að rísa. Eigið fé Lóms var neikvætt um síðustu áramót. Landsbankinn í eigu íslenska ríkis­ ins skilaði 27,3 milljarða króna hagn­ aði og dótturfélag þess, Horn Fjárfest­ ingafélag, sem er helst þekkt fyrir að forsvarsmenn þess reyndu að fá lög­ bann á DV vegna birtingar á fundar­ gerðum félagsins í blaðinu, hagnaðist um 6,5 milljarða sem skýrist að mestu leyti af því að verðmæti eigna þess jukust verulega frá fyrra ári. Líkt og í tilfelli Íslandsbanka er það félag í slitastjórn Kaupþings, Kaup­ skil ehf, sem heldur utan um stærsta eignarhlutinn í Arion banka. Kaup­ skil á 87 prósenta hlut í bankanum og hagnaðist um 20,4 milljarða. Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða og í tilfelli Kaupskila er um að ræða hlut­ deild í hagnaði ársins 2010 og hluta af árinu 2009 þegar hagnaður bankans var um 12,8 milljarðar. Álið er málið Álrisarnir þrír, Alcoa Fjarðarál, Norðurál á Grundartanga og Alcan í Straumsvík, skiluðu hressilegum hagnaði á árinu 2010 ólíkt árinu á undan þar sem bæði Alcoa og Norður­ ál töpuðu. Mestu skiptir þar að álverð var að meðaltali 25 prósent hærra 2010 en 2009. Alcoa á Reyðarfirði skilaði langmestum hagnaði af fyrir­ tækjunum þremur í fyrra. Hagnaður Alcoa var 11,7 milljarðar króna saman­ borið við tíu milljarða króna tap árið á undan. Stærsti viðsnúningurinn var í sölutekjum en þær jukust um rúma 23 milljarða eða 27,2 prósent á milli ára. Að sama skapi jókst kostnaðurinn ekki nema um 3,9 milljarða eða um 5,6 prósent. Tekjur Alcoa voru 85,8 milljarðar. Eigið fé er 85,9 milljarðar og skuldirnar eru 179,7 milljarðar samkvæmt ársreikningi. Norðurál hagnaðist um 7,5 milljarða króna sem er verulegur viðsnúningur frá árinu 2009 þegar félagið tapaði 350 milljónum króna. Tekjur jukust um 13,9 milljarða eða um 26,5 prósent á milli ára á meðan kostnaður jókst um 14,1 prósent. Tekjur Norðuráls árið 2010 voru 52,1 milljarður króna. Eigið fé var 59,4 milljarðar og skuldir voru 34,7 milljarðar. Alcan er eini álrisinn sem skilaði hagnaði bæði árin 2009 og 2010. Árið 2009 var 2,8 milljarða króna hagnað­ urinn en í fyrra var hagnaðurinn um 6,6 milljarðar. Efnahagsreikningur Alcan er sérlega glæsilegur. Tekjur á árinu 2010 voru 53,8 milljarðar og jukust þær um 13,6 milljarða frá árinu áður eða um 25,2 prósent. Eigið fé Alcan var 52,8 milljarðar og skuldirn­ ar aðeins 13,8 milljarðar. Silfur hafsins Eins og venja er komast nokkur sjávarútvegsfyrirtæki á lista yfir þau fyrirtæki sem skila mestum hagn­ aði. Útgerðarrisinn Samherji skilaði 7,4 milljarða króna hagnaði. Tekjur félagsins voru 64,2 milljarðar á árinu 2010 og eigið fé þess 28,5 milljarðar. Stærstu eigendur Samherja er félag í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristinn Vilhelmssonar. Síldarvinnslan í Neskaupstað gerði einnig góða hluti á árinu. Fyrirtækið skilaði 3,2 milljarða króna hagnaði. Tekjur þess voru 14,7 milljarðar, eigið fé um 10,7 milljarðar og skuldir 14,2 milljarðar. Stærstu hluthafar eru útgerðarfélögin Samherji og Gjögur. Bæði Samherji og Síldarvinnslan greiddu starfsmönnum sínum launa­ uppbót upp á 300 þúsund krónur nú í desember. Ísfélag Vestmannaeyja, sem er eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, og FISK­ Seafood, í eigu Kaupfélags Skagfirð­ Álrisar högnuðust um 26 milljarða Álfyrirtækin þrjú, Alcoa, Norðurál og Alcan, högnuðust gríðarlega á síðasta ári. Tugprósenta aukning í sölu- tekjum skýrir hagnaðinn að mestu leyti en bæði Alcoa og Norðurál skiluðu tapi árið 2009. Bankarnir og eignar- haldsfélög um eign kröfuhafa í þeim bera þó höfuð og herðar yfir aðra með hagnað samkvæmt upplýsingum upp úr ársreikningum félaga sem Creditinfo tók saman að beiðni Fréttatímans. Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson fara fyrir slitastjórn Glitnis. Ljósmynd/Teitur Tómas Már Sigurðsson er forstjóri Alcoa. Rannveig Rist, forstjóri Alcan. Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri Samherja. Framhald á næstu síðu Eins og venja er komast nokkur sjáv- arútvegs- fyrirtæki á lista yfir þau fyrirtæki sem skila mestum hagnaði. 12 fréttaskýring Helgin 23.-25. desember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.