Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Side 15

Fjölnir - 04.07.1997, Side 15
Með aukinni alþjóðavæðingu hafa fræðimenn keppst við að sýna fram á að þjóðir séu ekki „náttúrleg“ fyrirbæri heldur menningarleg. Við erum ekki fslendingar; við ýmist kjósum að vera það, teljum okkur skylt að vera það eða erum það af því að flestir í kringum okkur eru það. En hvað er þetta „það“ að vera íslendingur? Eru það leifar frá gamalli heimsmynd, fjötrar fortíðarinnar? Eða er það eitthvað sem skiptir okkur máli enn í dag? Arnar Guðmundsson fjallar hér um „ekta“ og „falskar“ sjálfsmyndir á tímum alþjóðavæðingar.* Birgir Andrésson nAlæcð Imyndir Prentsverta á offsetplötu, 1989 Afhverju þrjóskast þjóðernishyggjan við? Fræðimenn hafa verið önnum kafnir við það síð- ustu áratugina að sýna fram á að þjóðir séu ekki „náttúrleg“ fyrirbæri heldur menningarlegar afúrðir. Um þetta virðast flestir orðnir sammála. Þá er eðlilegt að spyrja: Af hverju sýnir þjóðernis- hyggja þess engin merki að vera að hverfa? I stað þess að leita að einföldu svari ætla ég að flækja málið eftir bestu getu —- reyna að sýna fram á hve margbreytileg og stundum andstæð öfl eru að verki. Það er nefnilega fátt sem fer eins í taug- arnar á mér og frelsaðir heimsborgarar sem kepp- ast við að „afsanna" þjóðir eða halda að vandamál heimsins leysist ef við göngum öll með „etníska“ skartgripi og kaupum frumbyggjavörur í Body- shop. Með því er litið fram hjá sögunni. Þjóðir eru „ímynduð samfélög" eins og Benedict Anderson orðaði það í samnefndu riti sínu árið 1983.11 Grundvallaratriði ímyndaðs samfélags er að það á sér einhverskonar landa- mæri, skilgreiningu á því hverjir eru innan þess og hverjir utan. En samt finnst flestum þjóðir vera ákaflega náttúruleg fyrirbæri. Þetta náttúr- lega yfirbragð er afúrð mýtunnar um þjóðina. Það er sagan sem þjóðin segir sjálfri sér um upp- runa sinn, einkenni og pólitísk markmið og verð- ur að einskonar heilbrigðri skynsemi. Þegar hin ungu þjóðríki Vesturlanda byggðu upp efnahagsveldi sitt, meðal annars með ný- lendustefnu, skiptu landamæri miklu og skilin á milli „okkar“ og „hinna“ eða „the Other“ í ný- lendunum urðu að vera mjög skýr. Síðan hefúr margt breyst og er enn að breytast. Efnahagslíf heimsins verður sífellt alþjóðlegra. Mörg verkefni, svo sem á sviði umhverfismála, kalla á aukna samvinnu þjóða. Fólk ferðast meira, menningar- straumar einskonar heimsmenningar spanna heiminn og síðast en ekki síst eru „hinir“ fluttir til „okkar". Fólkið úr nýlendunum sem lærði alla tíð að líta upp til yfirburða Vesturlanda er að koma. Hugmyndir um fúllveldi og sjálfstæði stakra eininga láta undan síga á mörgum sviðum. Ég vinn fyrir verkalýðshreyfinguna og þar á bæ er leitað leiða til að semja um gildistöku ýmissa evrópskra reglugerða um réttindi verkafólks. En það verður að gerast sameiginlega fyrir alla hreyf- inguna og slíkt gengur þvert á hefðir hennar og skipulag sem byggir á sjálfstæði hvers einstaks stéttarfélags. Fullveldishugtakið reynist líka byggt á þver- sögn og einhverri hugmynd um einsleit samfélög sem er í flestum tilfellum fjarri raunveruleikan- um: Ríki skal hafa fúllveldi yfir þegnum sínum og landsvæði sínu en sækir þetta fullveidi til fúll- valda þegna. Þegnarnir eru bæði viðfang og upp- spretta fullveldisins. Víða örlar á vaxandi spennu milli almenns fúllveldis einstaklinga og sam- þjöppunar valds. Spurt er hvort stjórnvöld starfi í raun í samræmi við „sameiginlega vilja“ fólksins og hvort slíkur vilji sé til.2> En við hverju búumst við svo í kjölfar slíkra „uppgötvana"? Að þjóðríkin hneigi sig og hverfi af sviðinu? Að þjóðernishyggjan biðjist afsökunar á því að hafa verið til allt of lengi? Varla. Enda sjáum við uppgang þjóðernishyggju víða um heim. Jamaíkanski Bretinn Stuart Hall hefúr líkt og fleiri sagt að það sé ákaflega hættulegt augnablik í sögunni þegar tök þjóðríkja á efnahagslífinu >• ♦ Greinin er byggð á fyrirlestri sem Arnar flutti á ráðstefnu um íslenska þjóðernishyggju í Nor- ræna húsinu 30. ágúst 1996 "Anderson, Benedict (1983). hnagined Communities: Reflection on the Origin and Spread of Nationalism. London: Verso. 2> Camilleri, Joseph A. & Jim Falk (1992). The End of Sovereignty? The Politics ofa Shrinking and Fragmenting World. Aldershot: Edward Elgar. Fjölnir 15 sumar '97

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.