Fjölnir

Ukioqatigiit

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 33

Fjölnir - 04.07.1997, Qupperneq 33
Kristján B. Jónasson Dauðinn og bóndinn h gerður þáttur um einbúa í framdölum Skaga- fjarðar? Vegna þess að hann býr handan við mörk þægindanna sem við vitum að allir geta búið sér hafi þeir einungis rænu á því að flytja í bæinn. Bæði svarti unglingspilturinn og Helgi dóu svip- lega. Dauði þeirra náðist því miður ekki á filmu en sem betur fer var hægt að taka upp sinnuleysi þeirra beggja um að hann var óumflýjanlegur og það sem óhjákvæmilega fýlgdi í kjölfar hans. Og í báðum tilvikum var það dauðinn en ekki lífið á undan honum sem var aðalatriðið. Byggð í Aust- urdal leggst af. Einbúi fellur frá og um það er gerður sjónvarpsþáttur. Þar með var hægt að drífa enn og aftur upp á fjalirnar minningarathöfnina um gamla samfélagið. Síðustu 60 árin, já kannski alla þessa öld höfúm við lesið aftur og aftur lýs- inguna á henni. Við tökum af henni myndir, við búum til um hana bíó og við sýnum hana í sjón- varpinu. Maður hélt kannski að nýjar borgarkyn- slóðir myndu hætta þessum ósið en ónei. Varla eru ijósmyndararnir komnir aftur heim frá L.A. og Mílanó með leðurjakkana sína og derhúfúrnar í eftirdragi en þeir eru roknir út á land til að taka myndir af rústum eyðibýla, skrýtnum köllum, íbúum afskekktra staða eða þorpum í snjóflóða- hættu. Ef ég væri ekki vel upp alinn myndi ég kalla þetta fólk hræætur. Meira að segja kvik- myndagerðarmenn eins og Júlíus Kemp, sem svo sannarlega drakk malbikið með móðurmjólkinni, getur ekki búið til bíómynd án þess að einhver Ugla trommi þar upp, fersk úr eyðidalnum, eða að MTV-fitaðir borgarkrakkar lendi í ósviknum ævintýrum meðal landsbyggðarvillimanna. Ég segi: Burt með þessa hálfvitalegu gervisveit sem við nærumst enn á líkt og púkar á fjósbita. Hún er enn vitlausari en fíflahugmyndin um Reykja- vík sem míní-New York. Og mér er líka spurn: Eru bændur einfaldlega ekki orðnir of fámennir til að standa undir þessu dauðahlutverki gettó- íbúans? Samkvæmt opinberum tölum eru opin- berir starfsmenn nú töluvert fleiri en búandliðið. Væri ekki ráð að búa til „efni“ úr þeim? „Minn- ingar úr samgönguráðuneytinu.“ Er það ekki fínn titill? Það var líka eilítið kaldhæðnislegt, en kald- hæðnin er hér reyndar í stíl við annað, að Ómar Ragnarsson var næstum því búinn að „ná“ Helga á undan þeim Stöðvar 2-mönnum. Hann var hins vegar á höttunum eftir öðru. I desember síðastliðnum stóð hann í hlíðinni gegnt Merki- gili, benti á Jökulsárgljúfrið og á Merkigilið þar sem Helgi hrapaði til bana stuttu síðar og sagði valdsmannslega: „Þetta fer allt undir vatn.“ Hann var að segja sjónvarpsáhorfendum frá virkjun sem sr. Hjálmar Jónsson, þingmaður Norðurlandskjör- dæmis vestra, ædaði að fara að byggja einn síns liðs, að manni helst skildist. Hvaða skoðun hafði Helgi á þessari fyrirhuguðu virkjun? Við vitum það ekki. Enginn spurði hann. Raunveruleg póli- tísk vandamál, raunveruleg átök um vald yfir atvinnutækjum og landi tilheyra ekki þáttagerð um landsbyggðargettóið. Og það sem meira er: Þegar kemur að raunverulegum átökum um raunveruleg völd er líka best að hafa öll skrýti- menni undir grænni torfú. Hefði myndavélin ekki gengið frá Helga hefði Landsvirkjun líklegast orðið að gera það. En myndavélin sem fylgdist með Hjálmari var í raun lúmskari en myndavél Stöðvar 2. Hún tók alls ekki eftir Helga. Lands- byggðarfólkið er aðeins til þegar á að búa til prógramm um gettóið. Þegar kemur að því að sökkva jörðunum sem það býr á ofan í poll er sem það sé þegar drukknað og því ekki til viðtals. En nú er Helgi kominn upp í sjöunda himin sjónvarpsins. Hann horfir að handan af skjánum, ódauðlegur í sýndarheiminum. Þó slær það mig ekki út af laginu að vita að hann er dáinn líkt og þegar ég sá Dorothy Stratten berbrjósta í Spiegel né er tillit hans fúllt af þrúgandi vissu um að hann eigi brátt að fara að deyja líkt og augnaráð morðingjans Lewis Paynes. Hann er einfaldlega venjulegur maður. Jafnvel þótt reynt sé að gera úr honum einbúa, fúrðufisk og „efni“ er hann bara þetta. Ég á mér þann draum að íbúar lands- byggðarinnar verði einhvern tíma allir þannig. Bara venjulegt fólk. Ekki hópur fúrðumenna, læstir inni í gettói sem aldrei var til nema í plati. Kristján B. Jónasson Atriði úr þættinum Minningar frá Merkigili eftir Eggert Skúlason. það er ástand. Kannski em þeir á Stöð 2 allir með doktorspróf í tilveruheimspeki upp á vasann og hafa því meiri áhuga á veru Helga en vinnu hans, ég veit það ekki, En að minnsta kosti feng- um við aldrei að vita annað um Helga en að hann væri einbúi, að hann braskaði stundum með hross, braut heilann um smátt og stórt eins og gengur og gerist og bakaði stór brauð. Hvað fékkst hann við þegar hann var ekki að brjóta heilann, braska með hross eða baka brauð? Það skipti engu máli. Líf Helga skipti hvort eð er engu máli, aðeins dauði hans. TT X JLvers vegna eru gerðir þætdr um fátækra- hverfi í Los Angeles? Vegna þess að þeir sem þar búa finna stöðugt fyrir nálægð dauðans. Líf þeirra er handan við mörk þess daglega öryggis sem við teljum okkur búa við. Hvers vegna er TIL BAKA, TIL SÓLARINNAR Alla hluti má rekja til sólar- orkunnar. Með því að rekja uppruna hlutarins til nátt- úrunnar og síðan að sólinni, þá skiljum við oft Petur það verkefni/vandamál sem við erum að fást við. f Kalevalaljóðum Finnlands er eín hugmynd gegnum- gangandi sem varðar galdraformúlur. Til þess að ná valdi yfir hlut verður að rekja uppruna hans. Vaina- möinen, persóna úr sögu- Ijóðinu Kalevala, varð fyrir því að særast á hné við viðarhögg. vainamöinen fór til andalæknis til að fá að- stoð. Andalæknirinn gat ekki gert að sárum Vaina- möinens því að hann gat ekki rakið uppruna járnsins sem öxin var búin til úr. Með því að rekja uppruna hluta, hugmynda og orða fáum við betri skilning á viðfangsefninu. Dæmi: Skór samanstanda af gúmmíi, leðri, reimum, skóáburði og nöglum. við getum rakið ferlið frá endanlegum hlut að uppruna efnisins. Cúmmí: Stimpill - mót - hælaverksmiðja - flutn- ingu - hrágúmmí - gúmmíverksmiðja - gúmmíplanta. Leður: Skrautgerð - -litun - holugerð - skurður - sút- un - sláturhús - flutn- ingur-bændabýl- fóðrun. Reimar: Plastendar - ofið efni - litun - trefjar - spuni-plast - olía - gervi- efni - jurta- og dýraleifar. Skóáburður: Áburður- litur -umbúðir-blöndun- flutningur - olía - efni - jurta- og dýraleifar Naglar: Hamar-járnsmiðja - vír - rúllur - stál - málm- bræðsla - hráefni - námu- gröftur Sýna þessi orð möguleika á nýjum efnum? Er hægt að móta hælana öðruvísi? Er hægt að finna nýja áferð og liti? Er hægt að nota önnur efni í skóáburðinn? Er hægt að nota önnur efni en plast í reimarnar? Svona er hægt að halda áfram og finna nýja mögu- leika. F j ö 1 n i r sumnr '97
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.