Fjölnir


Fjölnir - 04.07.1997, Page 98

Fjölnir - 04.07.1997, Page 98
„Stuttu eftir að ég kom hingað út- skrifuðu þeir einn strák og hann er kominn inn aftur. Hann var ekkifyrr kominn út en hann sótti um atvinnu- leysisbœtur. Tveimur dögum síðar var hann búinn aðfá styrk til að breyta skrif- stofu á annarri hœð við Laugaveginn í íbúð. Hann átti ekki íbúðina einu sinni. “ Hvað er þetta annað en stjórnleysi? Maður sá ekki tilgang í að gera neitt nema fá styrk.“ Og heldurðu að þér muni batna? „Ég veit það ekki; ég vona það. Það kom hérna í gær maður sem hefur farið á leiklistarhá- tíðir út um allan heim og hefúr verið í allskonar samnorrænum verkefnum og allt. En hann hefúr ekki sótt um styrk í tvö ár. Ur því að hann gat þetta þá hlýt ég að geta þetta líka. Eða það sagði hann alla vega.“ Ertu bjartsýnn? „Það er enginn vandi að vera bjartsýnn í meðferð en ég er hræddur um að þetta verði erfitt þegar ég kem út. Allir sem ég þekki eru á kafi í styrkjum. Og það getur verið erfitt að halda sér frá þeim þegar maður umgengst svona lið; mórallinn er svo sterkur. Þó fólk sé ef til vill ekki að sækja um fyrir framan nefið á manni þá getur maður sogast inn í hugsunarháttinn og verið far- inn að sækja um áður en maður veit af. Stuttu eftir að ég kom hingað útskrifúðu þeir einn strák og hann er kominn inn aftur. Hann var ekki fyrr kominn út en hann sótti um atvinnuleysisbætur. Tveimur dögum síðar var hann búinn að fá styrk til að breyta skrifstofú á annarri hæð við Lauga- veginn í íbúð. Hann átti ekki íbúðina einu sinni.“ Hvað ædarðu að gera þegar þú kemur út? ,Ædi ég fari ekki bara í fisk úti á landi eða eitthvað. Það er mælt með því; að klippa sig bara út og fara að vinna. Ég er til í að gera það sem til þarf. Ég vil ekki enda eins og sumir gömlu kall- anna hérna sem hafa verið að sækja um styrki allt sitt líf. Þetta er ekkert líf sem þeir hafa lifað. Þeir hafa bara gert það sem eitthvert fólk úti í bæ hefur ákveðið fyrir þá og svo einn daginn fá þeir ekki neitt. Þeim finnst þeir hafa lifað til einskis. Það er ömurlegt.“ Gunnar SmAri Egilsson TAKTU EFTIR OG VERTU MEÐ _____ allt þetta á einum stað __________ Vörur frá EMTEC-Europe Multimedi Technology * BASF VHS mynd- og tónbönd - allar geröir * BASF 8 mm - Hi 8 - VHS - SVHS f. tökuvélar * BASF DAT 15-34-49-64-84-124 mín * BASF ADAT og 8 mm - sér hönnun * BASF 1/4” - 1/2” - 1” - 2” stúdíóbönd * BASF Mínídiskar og CD-R geisladiskar * BASF Betacam SP myndbönd * BASF Digital myndbönd Mini - DVC * BASF Disklingar - DOS og MAC * BASF Bönd til afritunar - 4 og 8 mm * QIC80 - ZIP - JAZ o.fl. TILBOÐ 20 stk BASF disklingar 3,5"2SHD DOS forsníðnir og CD * ROM diskur + 3 leikir frá Microsoft f. Windows 95 Allt þetta á aðeins 1-190 kr. Leytiö upplýsinga um geisladiskaframleiðslu, fjölföldun myndbanda, kerfabreytingar o.fl. MYNDBANDAVINNSLAN Hátún 6b 105 R Sími 562 1026 Fax 562 2630 Tólf reynsluspor samtaka óvirkra styrktarfíkla Styrkjafíklar sem vilja losna undan fíkninni notast við tólf reynsluspor á leið sinni til betra lífs. Þau eru byggð á reynslusporum AA-samtakanna og eru eftirfarandi: 1. Við viðurkenndum vanmótt okkar gagnvart styrkjunum og að okkur var orðíð um megn að stjórna eigín lífi. Þetta spor felur í sér viðurkenningu á því hversu mikil áhrif styrkirnir höfðu haft á líf fíklanna, hvernig öll viðhorf mótuðust af þeim, hvernig tilfinningar fíklanna sveifluðust með styrkjunum og hvernig úthlutunarnefndir höfðu smátt og smátt tekið yfir alla stjórn á lifi þeirra. 2. Við fórum að trúa að oeðri kraftur, móttugri okkar eigin vilja, gœti gert okkur heilbrígð að nýju. Hér fær styrkjafíkillinn von, hann sér hvernig aðrir fíklar hafa náð tökum á lífi sínu með því að halda sig frá styrkjaumsóknum og heyrir að þeir gerðu það ekki með vilja sínum einum heldur samtakamætti og samhjálþ samtaka óvirkra styrkjafíkla. 3. víð tókum þú ókvörðun að lóta vilja okkar og líf lúta handsleíðslu Cuðs — samkvœmt skilningí okkar ó honum. Þetta er mikilvægt spor. Hér reynir styrkjafíkillinn að treysta styrkjalausu lífi og sætta sig við það eins og það er. Ef hann leggur sig fram lærir hann að styrkjalaust líf er gjöfulla og fyllra en líf fjötrað í styrki, umsóknir og úrskurði úthlutunamefnda. 4. Við gerðum rœkíleg og óttalaus reikningsskil í lífi okkar. [ þessu spori skrifar styrkjafíkillinn niður alla styrki sem hann hefur sótt um, hvaða brögðum hann beitti við umsóknirnar og hvaða áhrif styrkirnir og umsóknir um þá höfðu á samskiþti hans við annað fólk. 5. Við jótuðum afdróttarlaust ffyrir Cuði, sjólfum okkur og trúnaðarmanni yfirsjónir okkar. Hér horfist styrkjafíkillinn i augu við fjórða sporið og sýnir það trúnaðarmanni sínum. Þótt flestir séu fullir skammar þegar þeir byrja þetta spor þá fylgir því undantekninga- laust léttir að viðurkenna fyrir öðrum hver maður er og hvað maður hefur þóst vera. 6. við vorum þess albúin að lóta Cuð lœkna allar okkar skapgerðarveilur. Hér gerir styrkjafíkillinn sig tilbúinn að losa sig við ágirndina, letina, öfundina og aðrar veilur í karakternum sem annaðhvort ýttu á hann að sækja um styrki eða grófu um sig í sál hans þegar hann var orðinn helsjúkur styrkjafikill. 7. Við bóðum Cuð i auðmýkt að losa okkur við brestina. [ þessu sþori biður styrkjafikillinn Guð um að losa sig við þær veilur sem hann horfðist í augu við í sjöunda sporinu. 8. Við skróðum mísgjörðir okkar gegn nóunganum og vorum fús til að bœta fyrir þœr. Hér skráir styrkjafíkillinn niður öll brot sín gagnvart náunganum; hvernig hann hall- mælti þeim sem sóttu um sömu styrki og hann, hvernig hann teygði sig eftir styrkjum sem í raun hefðu betur verið komnir í höndum annarra og hvernig hann sniðgekk fólk sem honum þótti vænt þar sem samneyti við það gaf honum ekki færi á frekari styrkjum. 9. víð bœttum ffyrir brot okkar míllílíðalaust, svo framarlega sem það soerði engan. [ þessu sþori bætir styrkjafíkillinn fyrir brotin sem hann skráði i áttunda sporinu en gætir þess að yfirbót hans komi fólki ekki í bobba — það er til dæmis hæþin yfirbót að játa fyrir úthlutunarnefndarmanni að maður hafi sofið hjá honum aðeins til þess að auka líkurá styrk. 10. Við íðkuðum stöðuga sjólfsrannsókn og þegar út af bar víðurkenndum víð yfírsjónír okkar undanbragðalaust. I þessu spori reynir styrkjafíkillinn að halda í þann árangur sem hann hefur náð. Ef honum verður hált á svellinu og hann fer að leiða hugann að styrkjaumsóknum játar hann það fyrir sér strax svo þessi hugsun nái ekki að vefja upp á sig. 11. Víð leituðumst við með bœn og hugleiðslu að styrkja vitundarsam- band okkar víð Cuð — samkvœmt skilningi okkar ó honum — og bóðum um skilning ó þvi sem okkur var fyrir bestu og mótt til að framkvœma það. Þetta er framhald þriðja sþorsins. Hér reynir styrkjafíkillinn að efla traust sitt á styrkja- lausu lífi og þjálfa sig f að taka því eins og það er. 12. víð fundum að sö órangur sem nóðíst með hjólp reynslusporanna var andleg vakning og þess vegna reyndum við að flytja öðrum styrkja- fíklum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lifi okkar og fstarfi. Þetta spor leiðir til áframhaldandi þroska persónuleikans og leggur þá kvöð á styrkja- fikla sem náð hafa einhverjum bata að hjálþa þeim sem enn þjást — en þessi kvöð er jafnframt trygging fyrir áframhaldandi bata.

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.