Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.11.1939, Blaðsíða 16
136 LÆ K NAB LAÐIÐ isk. Við affection í sin. front. og cell. ethm. byrjar oedemið á efra augnloki, en við affection í sin. max. á neðra augnloki. En þetta er aðeins í byrjun og breiðist oe- demið fljótt yfir á bæði augnlokin jafnt. Það breiðist líka fljótt yfir á nágrennið og jafnvel þeim meg- in, þar sem engin affection finst, svo myndin getur vilt mann. Stundum er greinilega hægt að finna infiltration, og sé abscess í orbita er hægt að finna þar fluc- tuation. 15 sjúkl. (56%) höfðu bólgu í subconjunctivala vefnum, chem- osis. Það gat verið lítilsháttar bólga í canthi eða aðeins canthus internus, en stundum var bólgan svo mikil að þetta líktist prolaps á milli augnlokanna. Venjulega kemur chemosis fyrst fram eftir að það er komið talsvert oedem á augnlokin, og oftast við abscessa í orbita eða í periorbita. Þetta symptom, eitt út af fyrir sig, hef- ir hvorki diagnostiska né progn- ostiska þýðingu, því chemosis get- ur verið bæði á háu og lágu stigi við litlar breytingar, en getur vantað þótt miklar breytingar finnist í orbita. Venjulega sjást engar breyting- ar á conjunctiva eða cornea en nokkrir sjúkl. fengu þó væga con- junctivita, og í litteratúrnum er getið um væga keratita. Þegar sjúkdómurinn er á byrj- unarstigi eru hreyfingar augans venjulega ótruflaðar. Sökum þess að oedemið á augnlokunum oft er mikið, getur verið erfitt að sjá hvort eru truflaðar hreyfingar. Abduktion og hreyfing upp á við eru þær hreyfingar, sem fyrst truflast. Bulbus getur líka orðið alveg óhreyfanlegur, og kemur það helst við abscessa og phleg- mónur, en getur einnig komið fyrir þótt tilfellin séu væg, eins og líka getur komið fyrir að hreyf- ingar eru ótruflaðar í tilfellum, sem eru á háu stigi. Augnrannsóknir voru gerðar, að svo miklu leyti sem unt var, því börn var ekki hægt aö rannsaka á þann hátt, en það fundust sjald- an symptom frá innra auga. Eg ætla heldur ekki að fara nánar út í þetta. f litteratúrnum er í sam- bandi við þessa sjúkdóma, minst á oculerar komplikationir eins og minkað sjónsvið, papilhyperaemi, stasepapil, centralscotom, throm- bosis venae centralis, retinablæð- ingar, retinalosanir og atrophia n. optici. í statistikum er þess getið, að í 12% komi fram sjóntruflanir, sem hverfi aftur, en í 16% komi varanl. amaurosis. Sjóntruflanir þessar koma mest fram við aff- ectionir frá sin. sphenoid., cell. ethmoid, post. og sin. max., en síð- ur við affectionir frá sin. front. í nokkrum tilfellum fanst stase- papil og í einu tilfelli sjónmissir á öðru auga (eftir odontogen aff- ection). Að það fundust svo fá til- felli með augnkomplikationir, vil eg þakka því að sjúkl. kornu svo snemma undir læknishendi, en sta- tisktikurnar byggja á þeim tilfell- um, sem eru birt í tímaritum, oft einmitt vegna komplikationa í augum, og af því verður hundr- aðstalan svo há. Onodi minnist á að sjóntruflanir finnist sérstaklega þegar nefafholubólgur eru á vægu stigi, en vanti oft þegar bólgurnar eru á háu stigi. Eins og séð verður, eru ytri augnsymptomin mjög áberandi og oft heiftarleg og verður þeirra snemma vart. En aftur á móti er það sjaldgæft, að sjúkl. segi sjálf- ir til um einkenni frá nefi. Venjan er sú, að læknirinn verður að spyrja um þessi einkenni, hvort hafi verið nefrensli. Það getur ver- c

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.