Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 11

Læknablaðið - 01.12.1971, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 247 Koloxíðmettun blóðrauða var frá 22 og allt að 90 hundraðs- hlutum og var að meðaltali um 60 af hundraði. Alkóhól var ákvarðað í blóði allra og í þvagi frá 14 einstaklingum. Alkóhól var i mælanlegu magni í ]>lóði allra nema eins (nr. 2) og i öllum þvagsýnum, sem rannsökuð voru. Magn alkóhóls í blóði var að meðaltali (nr. 2 undanskilinn) 1.80%o (0.40-3.37%o) og í þvagi 3.00%o (0.70^.45%o). Blettagreining á þynnu gaf ekki til kynna, að barbítúrsýru- sambönd (10 sýni), mcpróbamat (3), klórdíazepoxíð (2), díazepam (2) eða nítrazepam (1) væri í þeim sýnum, sem rann- sökuð voru. Dauða 8 einstaklinga (nr. 1, 4, 5, 6, 13, 16, 17 og 18) mátti rekja til koloxíðs frá útblæstri bifreiða. Andlát allra nema eins (nr. 13) bar að í bílskúr og benda þau gögn, sem fyrir hendi eru, til þess, að í flestum tilvikum hafi verið um sjálfsmorð að ræða. Nr. 13 var óvenjulega skýrt dæmi um sjálfsmorð. Maður þessi fannst látinn í bíl, sem stóð á víðavangi. Bíllinn var læst- ur og var slanga frá útblástursröri leidd inn um skáglugga á afturhurð. Hafði verið þétt með blöðum í kring. I fórum manns- ins fannst enn fremur bréf, sem gaf ótvírætt til kvnna, að hann hefði liaft sjálfsmorð í huga. Koloxíðmettun blóðrauða var meiri í þessu sýni en frá nokkru öðru í safninu. Af völdum skipsbruna dóu sjö (nr. 7, 8, 9, 10, 11, 12 og 14). Nr. 7-12 létust í brunaslysi, sem varð um borð í togara og nr. 14 fannst látinn í lúkar vélbáts, sem kviknað hafði í. Veruleg brunasár voru á flestum þessara manna og sót í öndunarvegi. Vegna bruna í húsum dóu 4 (nr. 2, 3, 15 og 19). Nr. 2 fannst látinn Iiggjandi í gangi í kjallara húss, sem kviknað hafði í. Mað- urinn var sótsvartur í andliti og með útbreidd brunasár á út- limum. Nr. 3 fannst látinn i herbergi, þar sem eldur hafði verið laus. Hann var með útbreidd brunasár og mikið sót í öndunar- vegi. Nr. 15 og 19 fundust látnir í herbergjum, sem voru full af reyk. Var eldur i rúmfötum og var talið líklegt, að kviknað hefði í þeim sökum gáleysis við reykingar. Voru menn þessir báðir talsvert brenndir, þegar að var komið. Við krufningu fundust ekki sjúkdómar á svo háu stigi, að það skipti nokkru máli í þessu sambandi. UMRÆÐA OG ÁLYKTANIR Koloxíð er litarlaus, lyktarlaus og reyndar einnig bragðlaus lofttegund, sem er lítið eitt léttari en andrúmsloft. Af þessum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.