Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1995, Page 40

Læknablaðið - 15.04.1995, Page 40
320 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Langflesta þeirra má rekja til tæknilegra galla við ísetningu. Algengasti fylgikvillinn er að leggurinn verður óstarfhæfur áður en meðferð er lokið. Oftast er um að ræða segamyndun í leggrás (intraluminal thrombus) eða leggbeygla (kinking of catheter). Leggir sem þurfa mikið flæði t.d. við blóðskiljun eru sérstaklega viðkvæmir í þessu tilliti. Markviss ísetn- ing er nauðsynleg til að forðast beyglur og sega- myndun og tryggja snurðulausa starfsemi leggsins allan meðferðartímann. Eftir staðdeyfingu er gegnumhúðarstunga (percutaneous stick) gerð í v. subclavia. Stungan er lögð utan við (anterior) fyrsta rif og miðja vegu á milli rifsins og viðbeins. Undirhúðargangurinn er 5 cm langur (subcutaneous tunnel) og liggur eins og v. axillaris. J-vír er þræddur og síðan víkkari (dilator) og bananaslíður (peelaway sheath) lögð með hjálp rauntíma skyggningar. Ekki er nauðsynlegt að fara lengra en að beygjunni í v. cava superior. Leggend- inn skal sitja rétt ofan við hægri gátt. Leggþrep (stepped tip) skulu snúa miðlægt (frá æðavegg). Þessi aðferð fyrirbyggir að; 1) leggurinn kremjist í hinu þrönga medial horni á milli fyrsta rifs og við- beins, 2) þrengist ef hann er lagður of nálægt beini, 3) bogni um of ef undirhúðargangur er lagður í medial stefnu, 4) myndi blóðsega ef hann er of proximalt í miðbláæð, 5) aðsogist að venuvegg við blóðskiljun. Niðurstaða; Markviss ísetning digurleggja minnk- ar tíðni fylgikvilla, einkum segamyndun í leggrás og leggbeyglu. 6. Slagæðarek til útlima á Landspítalanum 1988-1993 Páll Gíslason Handlœkningadeild Landspítala, lœknadeild Háskóla Islands Á þessum árum fóru 92 sjúklingar, 53 karlar og 39 konur, í aðgerð vegna slagæðareks til útlima. Með- alaldur þeirra var 72,6 ár, en sá yngsti var 23 ára (fíkniefni), fjórir sjúklingar voru 93 ára, flestir eða 47 á aldrinum 70-89 ára en níu sjúklingar voru yfir 90 ára. Sjúklingamir dreifðust þannig á árin: 1988: 10, 1989: 6, 1990: 11, 1991: 18, 1992: 20, 1993: 17. Líklegur uppruni blóðtappa var frá hjarta 57, frá slagæðum 31, en þrír voru iatrogen, einn frá áverka og einn eftir fíkniefni. Tíu sjúklingar (11%) höfðu sykursýki, 74 hjartasjúkdóm, þar af voru 53 með gáttatif. Staðsetning reks var í efri útlimum hjá 16 sjúklingum en 76 í neðri útlimum. Tíðni var hærri hægra megin í handleggjum en svipuð beggja megin í fótum. Aðgerð að hætti Fogartys var gerð á 72 sjúkling- um en gera þurfti aukaæðaaðgerð hjá 10 sjúklingum og sami fjöldi fékk eingöngu thrombolysu með uro- kinasa. Aðgerðir voru framkvæmdar af 15 læknum alls, en 61 eða 66% voru gerðar af fjórum skurðlækn- um sem aðallega annast aðrar slagæðaaðgerðir. Deildarlæknar í námi gerðu 11 aðgerðir undir eftirliti skurðlækna. Röntgenlæknar stjórnuðu urokinasa- meðferð, flestum Ólafur Eyjólfsson. Deyfingar voru oftast notaðar eða 69 sinnum en svæfing aðeins 14 sinnum. Heparin var alltaf notað fyrir og í aðgerð (5000 ein.) en 64 sjúklingar fengu langtíma segavörn á eftir. Aðgerðartími reyndist 35-60 mín. hjá 39, 61-90 mín. hjá 18 en lengri hjá 12, alls 75% sjúklinga. Væri gerð umfangsmeiri slagæðaaðgerð reyndist meðal- aðgerðartími 239 mín. hjá átta sjúklingum. Fjórir sjúklingar fóru í enduraðgerð stuttu eftir til að bæta árangur. Urokinasi var notaður bæði eingöngu og með aðgerð hjá 11 sjúklingum, þar af hjá níu ein- göngu. Legutími var að meðaltali 13,8 dagar, en ef legutími fjögurra aflimaðra sjúklinga er dreginn frá 10,8 dagar. Árangur var metinn og skipað í fjóra flokka, mið- að við einn mánuð eftir aðgerð eða í sjúkrahúslegu ef hún var lengri. Góður+ þýddi að sjúklingur var einkennalaus. Góður-t- að einkenni væru þolanleg, en amputatio og mors skýra sig. Mat Fjöldi sjúklinga (%) Góður+ 59}86 (93,4) Góður+ 27 Amputatio (m.h.) 4 (4,3) Mors 2 (2,3) Þegar eftirrannsókn fór fram í janúar 1995 voru 30 sjúklingar dánir eða 32,6%. 7. Skorið á svitataug um holsjá Tlteodór G. Sigurðsson Skurðdeild Borgarspítala Óeðlilega mikil svitamyndun í lófum og holhönd- um (hyperhydrosis palmaris et axillaris) er mjög bagalegt ástand. Orsökin er of mikil sympatísk örvun svitakirtla. Það hefur því gefist vel að gera semjutaugarúrnám (sympathectomiu). Með tilkomu holsjár er aðgerðin tiltölulega ein- föld og áhættulítil. Aðgerðin verður útskýrð og sagt frá fyrstu tilfellunum á Borgarspítalanum. 8. Mycotist aneurysma með Salmonella-sýkingu Páll Gíslason Handlœkningadeild Landspítala, lœknadeild Háskóla íslands Árið 1983 lagðist 62 ára gömul kona á lyflækninga- deild Landspítalans vegna hitavellu og slappleika en annars einkennalítil. Þetta hafði byijað fyrir einum mánuði þegar hún var stödd á Spáni. Ræktun frá blóði sýndi fyrst gram-neikvæða stafi og var ætlað að um sýkingu frá nýrum væri að ræða. Batnaði ekki við lyf og tókst þá að rækta Salmonella frá blóði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.