Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 7

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 551 á sérfræðingi í fagi innan læknisfræði er sú að hann þekki jafnvel til hófataks sebrahesta og íslenskra og meðal annars þess vegna er enn rétt að flestir læknar ljúki sérnámi meðal fjöl- mennari þjóða. Fram til þessa hafa hins vegar ekki verið gerðar sérstakar faglegar kröfur um aðbúnað slíks náms í reglugerð um veitingu lækninga- og sérfræðileyfis og mat eingöngu verið byggt á námstíma. Nú hafa verið gerðar lágmarkskröfur eða staðlar um aðbúnað sjúkradeilda og heilsu- gæslustöðva sem sinna eiga framhaldsnámi og eru þær orðnar hluti af nýrri reglugerð um lækninga- og sérfræðileyfi. Voru þær unnar á vegum framhaldsmenntunarráðs læknadeild- ar. Formlegt framhaldsnám er þegar hafið í heimilislækningum, þó enn megi segja að það sé í mýflugumynd. Gera þarf því betur og er nú verið að vinna að lýsingu á því hvað framhaldsnám hérlendis eigi að fela í sér, með öðrum orðum hvað ung- læknir sem búinn er að vera hérlendis í eitt ár í barnalækningum eða tvö ár í skurðlækningum eigi að kunna og hafa á takteinum. Flestir eru sammála um að enn sé okkur fyrir bestu að sækja hluta framhaldsmenntunar út fyrir land- steinana og gera áðurnefndir staðlar ráð fyrir að hér sé að jafnaði tveggja ára námsdvöl í aðalsérgrein. í fáeinum sérgreinum hafa menn lokið sérfræðiþjálfun einfarið hérlendis og að sjálfsögðu er nauðsynlegt að möguleikar slíks séu til reiðu. Meginreglan ætti eigi að síður að vera sú að hvetja fólk til utanferðar, af ástæðum sem þegar hafa verið nefndar. Er þá þeim sem áhuga hafa á þróun fram- haldsnáms hérlendis nokkur vandi á höndum, er þetta ekki allt í lagi? Svarið er því miður, nei. Ytra skipulag framhaldsnáms hér er þó þokkalegt. Haldnir eru kennslufundir af ýmsu tagi á öllum deildum, á mörgum daglega. Námskeið eru haldin mislöng um ýmis atriði, allt frá lifrarbólgu og kviðsjáraðgerðum til töl- fræði og siðfræði læknisfræðinnar, læknar eiga kost á árlegum námsferðum á kostnað skatt- borgaranna og fleira mætti nefna. Einnig er vaxandi þroski og þróttur í vísinda- rannsóknum við heilbrigðisstofnanir hérlendis og allir unglæknar hafa tök á að taka þátt í þeim. Enda gera það flestir og margir hafa þegar stundað rannsóknir í læknadeild, með fjórða árs verkefnum, BS og MS verkefnum. Þegar hefur einn unglæknir lokið doktorsprófi byggðu á rannsóknum sem stundaðar voru hér- lendis og fleiri eiga eftir að feta í fótspor hans. Minna ber líka á að virk rannsóknarstarfsemi er forsenda akademískrar heilbrigðistofnunar og framhaldsnám í læknisfræði lítt hugsandi án hennar. Enn eigum við þó langt í land með að vera samkeppnishæf varðandi styrkfé og þó einkum verndaðan vinnutíma til rannsókna. Vandi framhaldsmenntunar liggur samt ann- ars staðar. Vandi framhaldsmenntunar á íslandi Vandinn er að sjálfsögðu margþættur en þó eru, að því er ég held, tvö atriði sem mest á mæðir, hið fyrra er ytri vandi og hið síðara innra vandamál okkar lækna. Fyrri vandinn snýst eins og flest annað um peninga. Framhaldsnám á Islandi kostar enn ekki neitt. Skipulag þess og hugmyndafræði hefur undanfarinn áratug og lengur verið unn- ið um helgar og á kvöldin (rétt eins og rann- sóknir). Báðir stóru spítalarnir hafa þó ráðið kennslustjóra lækna, sem er til mikilla bóta, þó báðir séu þeir þegar ég síðast vissi í meira en fullu starfi við ýmilegt annað. Fyrir fæst viðvik er greitt sérstaklega, þó allir viti að marga klukkutíma taki að undirbúa einn fyrirlestur. Undantekningar eru þar á, til dæmis hefur mönnum verið greitt með miða á árshátíð LR fyrir framlag á námskeiði fræðslunefndar læknafélaganna og framhaldsmenntunarráðs. Ekki má heldur gleyma þætti innlendra lyfja- fyrirtækja í framhaldsmenntun lækna en þau hafa mörg hver stutt vel við bakið á ýmsum námskeiðum og fundum sem haldin eru hér á landi. Meginþungi formlegrar uppfræðslu lækna fer þó fram innan Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur Fossvogi svo og Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og Sjúkrahússins á Akra- nesi. Ef ekki væri fyrir hið beina og óbeina framlag starfsfólks þessara stofnana í vinnu- tíma sínum væri framhaldsnám lækna lítils virði hérlendis. Eiga þessi sjúkrahús þakkir skildar, því hlutverk þeirra í þessa veru hefur aldrei verið skilgreint formlega af hálfu stjórn- valda. Þetta er þó eitt af því, sem við sem vinnum á þessum stofnunum, teljum vera hlut- verk þeirra og eitt af skilyrðum þess að unnt sé að ræða um kennslu- og háskólaspítala þegar þessar sjúkrastofnanir ber á góma. Hins vegar hefur ekki verið veitt til þessa fé

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.