Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 25

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 569 A-V fistill þrjátíu og tveimur árum eftir hlutabrottnám á maga Sjúkratilfelli Tómas Guðbjartsson1’, Sigurður V. Sigurjónsson2, Þorgeirsson3,4’, Jónas Magnússon1,4) Guðbjartsson T, Sigurjónsson SV, Jónsson T, Odds- son E, Þorgeirsson G, Magnússon J Arteriovcnous fistula after partial gastrectomy. A case report. Læknablaðið 1997; 83: 569-73 Portal arteriovenous fistulas are uncommon and are most often seen following trauma to the abdomen. In a few cases they have occurred as complications of abdominal surgery. In this report we present a 74 year old man with a fistula between the left gastric artery and vein, secondary to a Billroth I partial gastrectomy that was performed 32 years earlier. The patient complained of a diffuse abdominal pain for two weeks and mild cardiac failure symptoms. An epigastric bruit was heard and the abdomen was distended with transudatic ascitic fluid. The fistula was diagnosed by Doppler-ultrasound and the diag- nosis confirmed by angiography. At laparotomy the fistula was excised and the patient’s symptoms sub- sequently subsided. Keywords: portal arteriovenous fistula, postgastrectomy complication, case report. Frá 1|handlækninga-, 2)röntgen- og 3,lyflækningadeild Landspítalans, 4,læknadeild Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Tómas Guðbjartsson, Kalvlyckevágen 9, S-260 40 Viken, Sverige, sími: 042-236639, E-mail: tomas.gud bjartsson@helsingborg.telia.mail.se Lykilorð: A-V fistlar á portæöarsvæöi, fylgikvillar maga- brottnáms, sjúkratilfelli. ', Tómas Jónsson11, Einar Oddsson31, Guðmundur Ágrip A-V fistlar á portæðarsvæði (portal arterio- venous fistulas) eru sjaldséðir. í einstaka tilvik- um geta þeir verið fylgikvilli skurðaðgerða. Lýst er fyrsta tilfellinu sem vitað er til að hafi greinst hér á landi. Um er að ræða 74 ára karlmann sem þremur áratugum áður en ein- kenni fistilsins gerðu vart við sig gekkst undir hlutabrottnám á maga. Inngangur A-V fistlar á portæðarsvæði (portal arterio- venous fistulas) eru sjaldgæfir. Þeir geta sést eftir kviðarholsáverka en í einstaka tilvikum eru þeir fylgikvillar aðgerða (1-19). f slíkum tilvikum getur langur tími liðið frá aðgerð þar til einkenni gera vart við sig (6,15,18). Lýst er fyrsta tilfellinu sem greinist eftir magaaðgerð á íslandi. Tilfelli Sjötíu og fjögurra ára gamall karlmaður var lagður inn á bráðamóttöku Landspítalans vegna tveggja vikna sögu um dreifða kviðverki og þaninn kvið. Auk þess var nokkurra mán- aða saga um slappleika og mæði við áreynslu. Þrjátíu og tveimur árum áður gekkst hann und- ir hlutabrottnám á maga (Billroth I) vegna skeifugarnarsárs og botnlangi hafði verið fjar- lægður 10 árum áður. Að öðru leyti var fyrra heilsufar ómarkvert. Á bráðamóttöku voru lífsmörk innan eðli- legra marka (blóðþrýstingur 140/80mmHg, púls 77 slög á mínútu) en sjúklingur greinilega

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.