Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 45

Læknablaðið - 15.09.1997, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 585 Number Age Fig. 5. Total ambulance transports 1990-1996 by age. 62% Fig. 6. Time of day ambulance transport was initiated. Table I. Main diseases categories by those who needed ambu- iance transport from the Health Care district of Kirkjubœjar- klaustur to hospital care units. Disease categories Number (%) Cardiovascular diseases 47 (22) Fractures 33 (15) Other accidents 31 (14) Gastrointestinal diseases 28 (13) Pulmonary diseases 16 ( 7) Neurological and psychiatric diseases 12 ( 6) Genitourinary diseases 12 ( 6) Frailed elderly 8 ( 4) Births 5 ( 2) Other diseases 23 (11) Total 215 (100) engin flugvél er staðsett á svæðinu og flytja þarf sjúklinginn hvort eð er á flugvöll, oft um alllangan veg. Auk þessa eru skilyrði til nauð- synlegrar bráðameðferðar í flutningi öll betri í vel útbúinni bifreið en í flugvél. Þyrluflutning- ar munu þó eflaust eins og hingað til eiga best við í vissum tilvikum, til dæmis þegar sá sjúki eða slasaði er úr alfaraleið eða þegar flutningar eru metnir mjög áríðandi og flugið talið spara tíma. Þáttur þyrlunnar er einnig mikilvægur varðandi hópslys og við björgun úr lífsháska. Tíðni sjúkraflutninga í héraðinu var um 50 á hverja 1000 íbúa á ári, en væri 36 ef eingöngu eru taldir þeir sem búa í héraðinu, þar eð fjórð- ungur fluttra voru utanhéraðsmenn. Sambæri- legar tölur á Islandi öllu eru 72, í Suðurlands- héraði öllu 39 og í Reykjavík 90. Ýmsar skýr- ingar geta verið á því hvers vegna tíðni sjúkraflutninga er svo há í Reykjavík. Þar eru samankomnar fullkomnustu sérfræðistofnanir landsins og þar af leiðir að talsvert er um flutn- inga milli stofnana með sjúklinga til rann- sókna. Þessir flutningar eru taldir til sjúkra- flutninga. Ef til vill er tíðni slysa í Reykjavík meiri en annars staðar á landinu. Talsverður fjöldi flutninga í Reykjavík er tengdur sjúkra- flugi utan af landi og úr landi (4). Tíðni sjúkra- flutninga í stórri bandarískri rannsókn var 26 á 1000 íbúa á ári, en tíðnin í Bandaríkjunun öll- um 35 (13). Bandarískar tölur eiga þó aðeins við flutninga sem enda á bráðamóttökum sjúkrahúsa, til dæmis eru flutningar milli sjúkrahúsa ekki taldir til sjúkraflutninga. I þessari sjö ára samantekt um sjúkraflutn- inga á vegum Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri eru nokkur atriði áber- andi. Karlmenn voru í talsverðum meirihluta þeirra sem fluttir voru. Hlutfall karla af íbúa- fjölda var að vísu nokkuð hærra en kvenna (54% á móti 46%, sömu hlutföll hjá 65 ára og eldri) (11) þó ekki sé sá munur nægilega mikill til að skýra mismun á hlutfalli fluttra. Kynja- mismunurinn var þó ekkert einsdæmi í þessari rannsókn. Norsk rannsókn hefur sýnt fram á enn meiri mun (12) og bandarísk rannsókn um bráðaþjónustu við eldra fólk sýndi það sama (10). Árstíðasveifla í fjölda flutninga var áber- andi. Líklegasta skýring þess að flestir sjúkra- flutningar fara fram á sumrin er að þá er ferða- mannatíminn í hámarki og fleiri á ferð í hérað- inu en á öðrum tímum. Eins og áður hefur komið fram var um ferðamenn að ræða í rúm-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.