Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1997, Side 75

Læknablaðið - 15.09.1997, Side 75
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 611 Námskeið um heilaskaða af völdum slysa Hótel Loftleiðum 3. og 4. október 1997 Fjölmargir einstaklingar eiga við langvinna erfiðleika að stríða, jafnvel í kjölfar minniháttarslysa. Á þessu námskeiði verðurfjallað um hinar margþættu skyn- rænu, geðrænu og vitrænu afleiðingar höfuðáverka. Þátttakendum gefst einnig tækifæri til að kynna sér helstu meðferðarúrræði fyrir þennan hóp. Fyrirlesarar eru þrír bandarískir vísindamenn sem eru þekktir fyrir rannsóknir á þessu sviði. Þeir eru: dr. Nils R. Varney taugasálfræðingur, dr. Marc E. Hines taugalæknir og dr. Robert N. Varney eðlisfræðingur. Lyfjafyrirtækið Novartis styður námskeiðið ásamt Sálfræðingafélagi íslands, Geðlæknafélagi íslands, Félagi íslenskra heimilislækna, Félagi sjálfstætt starf- andi heimilislækna og fræðslunefnd læknafélaganna. Þátttaka er læknum og sálfræðingum að kostnaðarlausu. Þátttaka tilkynnist Thorarensen Lyf, Vatnagörðum 18,104 Reykjavík, sími 568 6044, bréfsími 568 0016. Undirbúningsnefnd skipa dr. Þuríður J. Jónsdóttir taugasálfræðingur, Kristófer Þorleifsson geðlæknir og Grétar Guðmundsson taugalæknir. Fræðsluvika 19.-23. janúar 1998 Árlegt fræðslunámskeið á vegum Framhaldsmenntunarráðs læknadeildar og læknafélaganna verður haldið dagana 19.-23. janúar næstkomandi. Dagskrá verður nánar auglýst síðar. Undirbúningsnefnd

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.