Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Side 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1978, Side 20
fimmtán aSal þáttum, sem virkjast hver af öðrum, þegar kerfið er ræst. Auk þess tilheyra komplimentkerflnu fjölmargir hemlunar- og stilliþættir (inhibitors and regulators), sem ekki hafa allir verið skilgreindir. Ræsing komplímentkerfisins hefur 1 för með sér margvíslegar lifverk- anir, sem flestar stuðla beint eða óbeint að eyðingu þeirra örvera eða efna, sem hieyptu kerflnu 1 gang. Klassiski ferillinn ræsist, þegar mótefni af IgM eða IgG flokki bindast vækjum. Viss efnasambönd geta hins vegar ræst beina ferilinn milliliðalaust (þ.e. án hjálp- ar mótefna), og geyma úthýði ýmissa sýkla slík efni. Ekki verða tilgreindar hér allar þekktar verkanir komplímentkerfisins, en mikil- vægastar eru trúlega þær, sem kalla á vettvang átfrumur (chemotaxis) og auð- veldar þeim að innbyrða og drepa sýkla (opsonization). Þannig virðist megin hlut- verk klassíska ferilsins vera mögnun (amplification) á sýklabælandi verkun mót- efna. Beini ferillinn getur hins vegar stuðlað að útrýmingu vissra sýkla, áður en mótefni ná að myndast. Hann gegnir þvf trúlega mikilvægu hlutverki fyrst eftir fæðingu og einnig siðar á ævinni f byrjun sýkinga. Benda líkur til þess að mögnun- ar áhrif beina ferilsins á átfrumur sé ein af mikilvægari þáttum ósértæks ónæmis. Veilur f þessum ferli eru e.t.v. meðal algengari orsaka ónæmisbilana. 3.1. Sjálfsofnæmissjúkdómar. Ofnæmi orsakast af sömu lffverkunum (biological mechanisms) og þeim, sem út- rýma sýklum úr líkamanum. Vefjaáverkar venjulegs ofnæmis eiga rætur að rekja til ónæmisviðbragða gegn framandi efnasam- böndum. Það kallast hins vegar sjálfsof- næmi (auto-immunity), þegar þessar lff- verkanir beinast gegn eigin lfkama og valda skemmd. Greining sjálfsofnæmissjúkdóma er fólgin f þvi að sýna fram á tilvist mót- efna (og/eða eitilfrumna) með virkni gegn eðlilegum vefjaþáttum sjúklingsins, og verð- ur þessu virkni að vera megin orsök vefjaskemmdar sjúkdómsins. Þetta er hagnýt vinnuskilgreining, sem tekur ekki afstöðu til grundvallarorsaka sjálfsofnæmissjúkdóma. 4.1. Iktsýki. Greining iktar hvílir að nokkru leyti á þeim ónæmisfræðilegu kennimerkjum, sem tilgreind eru f töflu 1. Tafla 1. Helstu ónæmismörk iktar. Iktarefni (RF) f serum og liðvökva Virkir komplimentþættir f liðvökva Minnkað mitogen næmi eitilfrumna Veiklun á frumubundnu ónæmi Ikt er sjálfsofnæmissjúkdómur vegna þess að meinverkanir sjúkdómsins eiga rætur að rekja til eitilfrumna, sem sitja f liðþelsvefnum og framleiða mótefni gegn IgG sameindum sjúklingsins. Meingerð (pathogenesis) sjúkdómsins byggist þannig nær einvörðungu á ónæmisverkunum, en hins vegar er ekki ljóst, að hve miklu leyti má rekja tildrög sjúkdómsins (etiology) til truflana f ónæmiskerfinu. 4.2. Tildrög iktar. Þrátt fyrir miklar rannsóknir hefur ennþá ekki fundist viðhlítandi skýring á þvf, hvað kemur af stað þeim ofnæmis- verkunum, sem skemma liðamót iktar- sjúklinga. Kenningar um hlutdeild örvera hafa löngum átt miklu fylgi að fagna, og hafa margar tilraunir verið gerðar til þess að finna beint eða óbeint orsakasam- band milli sýkla og iktar. Örverur rækt- ast ekki reglubundið frá iktarliðum og munu flestir gigtarfræðingar nú hafa sætt sig við, að sönnunarkröfum Kochs um orsakasamhengi milli sýkils og sjúkdóms verði ekki fullnægt f sambandi við iktsýki. Þrátt fyrir þetta er sýking ennþá talin vera einn af llklegum orsakaþáttum iktar, og hafa nýlegar tilraunafyrirmyndir meðal dýra styrkt slíka tilgátu. f töflu H. eru dregin fram helstu atriði athyglisverðrar tilraunafyrirmyndar af þessu tagi. Tafla II. Tilraunafyrirmynd ikt- bólgu f svinum . Svín, sem sýkt eru með Erysopelothrix insidiosa fá bráða liðþelsbólgu. Sýkillinn ræktast frá liðum fyrst f stað, meðan bólgan er bráð. Við tekur krónfsk liðbólga, og hverf- ur þá sýkillinn úr liðunum. 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.