Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 69

Læknablaðið : fylgirit - 01.08.1981, Blaðsíða 69
67 þar sem teiknuð eru hnit 5 lyfjanna, þ.e. þess mest virka og þess minnst virka, auk þriggja sem liggja þar á milli. Ef skammtastærð er ákvörðuð með ti'lliti til bindigetu þarf jafnframt að hafa í huga verðmismun. Af töflu 2 má sjá að mixt. magnesii hydroxidi er ódýrasta lyfið en það lyf er ekki nothæft eitt sér í antacida- meðferð vegna hægðaörvandi áhrifa. Mið- að við verð fyrir hvern ml eru erlendu sér- lyfin dýrust, en þess ber þó að gæta, að þau eru afgreidd í minnstu umbúðastærð- unum. Ef hins vegar er litið á aftasta dálk- inn, kemur fram rúmlega fjórfaldur verð- munur miðað við bindigetu og reynist Novalucol hagkvæmasta lyfið. Þar á eftir koma þrjú íslensk lyf sem eru dýrari, en munur þó ekki verulegur. Rétt er að benda á, að munur á mestu og minnstu bindi- hæfni lyfja prófaðra hér, er ekki eins mikill og í öðrum rannsóknum, né heldur er verðmismunur eins áberandi.0 11 12 Ljóst er að kliniskar prófanir síðustu ára hafa ekki gefið endanlegar niðurstöður um, hver sé heppilegasta notkun antacida í meðferð ulcus pepticum, né heldur hvort sú meðferð sé betri en önnur lyfjameðferð. í rannsókn Peterson á notkun antacida í stórum skömmtum til meðferðar sjúklinga með ulcus duodeni næst viðunandi árang- ur, en þar með er ekki sannað, að svo stórir skammtar séu nauðsynlegir, enda kemur fram í rannsókn Lam á meðferð sama sjúkdóms hjá kínverskum sjúklingum í Hong Kong svipaður árangur með miklu minni skömmtum.3 Vegna þessa er erfitt að setja upp heildarreikningsdæmi um kostnað við lyfjameðferð ulcus pepticum. Af töflu 3 má þó fá hugmynd um kostnað við sex vikna meðferð með stærstu skömmtum eftir ráðleggingu Fordtran sem meðferð við ulcus duodeni og með minni skömmtum, sem gera má ráð fyrir að margir læknar myndu velja í meðferð sára hjá sjúklingum með lága eða eðlilega sýru- framleiðslu. Enda þótt antacidameðferð hafi verið mikið beitt í meðferð ulcus pepticum, hefir það þó sjaldnast verið notað sem eina lyfið. í nokkra áratugi var algengt að nota anta- cida ásamt anticholinergica. Á síðustu ár- um hefir Cimetidine verið notað í vaxandi mæli ásamt eða í stað antacida. í nokkrum nýlegum rannsóknum má sjá samanburð á árangri Cimetidinmeðferðar og antacid- meðferðar1314 og ennfremur Cimetidin- meðferð borin saman við meðferð með antacida ásamt anticholinergica.15 Eftir þessum rannsóknum að dæma, virðist svip- aður árangur af lyfjameðferð á þrjá mis- munandi vegu. Þegar kostnaður við Cimetidinmeðferð í sex vikur (tafla 4) er borinn saman við antacidameðferð (tafla 3) og notaður stærri antacida-skammturinn sem líklegt er að samsvari betur Cimetidinmeðferð, yrði kostnaðarmunur ekki verulegur. Enn- fremur má sjá að meðferð með antacida ásamt anticholinergica er hagkvæm og vekur þá spurningu hvort ástæða sé til að hverfa aftur að þeirri meðferð. Vegna hratt vaxandi kostnaðar við heil- brigðisþjónustu, er eðlilegt að tekið sé tillit til kostnaðar þegar valið er milli lyfja sem gefa sambærilegan árangur. Útreikningar okkar gætu verið til leiðbeiningar um það, hvort nota skuli antacida eða aðra lyfja- meðferð við ulcus en þó aðallega um val milli tegunda af antacida. Bindigeta og verðsamanburður er þó engan veginn ein- hlít og kemur margt annað til álita. Sér- staklega þarf að hafa í huga fylgikvilla við meðferðina, hægðastoppandi eða hægða- leysandi áhrif, áhrif magnesium ef gefa þarf stóra skammta, binding lyfja og fos- fata af aluminium samböndum, natrium- innihald ef um hjartasjúklinga er að ræða, bragð lyfsins og vilja sjúklinga til að taka lyfið á réttan hátt. Hvað síðasta atriðið varðar er til dæmis vafasamt hvort sjúk- lingur í meðferð utan sjúkrahúss muni TABLE 4. Cost of therapy with cimetidin (tagamet) and a combination of an antacid and an anticliolinergic._________________________________ Dose/day Six weeks cost of therapy I.kr. Tag-amet tabl. 200 mg 200 mgT.I.D. and 400 mg 80.153.- before sleep Egazil dur. 0.2 mg and 0.6 mg B.I.D. 13.664. Novalucol forte 15 ml x 7 32.928. - Total 46.592,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.