Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 9 í janúar 1885 17.702 krónur. í lögunum var tekið fram, að til þess að geta orðið héraðslæknar, yrðu þeir sem útskrifuðust úr skólanum að hafa „hinn ákveðna tíma gengið á fœðingarstofnunina í Kaupmannahöfn, og að minnsta kosti eitt misseri á spítalana þar“ (6). Reglugerð fyrir skólann var gefin út 9. ágúst 1876 (7) og segir þar nteðal annars: Tilgangur skólans er „að frœða svo þá, sem á hann ganga, í vísindalegum og verklegum efnum, að þeir geti orðið nytsamir lœknar (1. gr.). Lestraráætlun skólans er miðuð við 4 ár. . . Kennslugreinar eru: Líkskurðarfrœði (anatomia), líffærafrœði (fys- iologia), efnafrœði, grasafrœði, lyfjafrœði, al- menn veikindafrœði (pathologia) og lækninga- frœði (therapia), sjerstakleg kirurgisk veikinda- frœði og lœkningafrœði, sjerstakleg medicinsk veikindafrœði og lœkningafrœði, lagaleg lœknis- frœði (medicinaforensis), heilbrigðisfrœði ogyfir- setufrœði. Við kennsluna skal sjer í lagi leiða athygli að þeim atvikum, sem einkennileg eru fyrir ísland. Pangað til sjúkrahúsið í Reykjavík er komið í það horf að þar koma fyrir svo margskonar sjúk- dómar, að það þyki nœgja til kennslunar, er það skylda allra kennaranna að gefa þeim, sem á skól- ann ganga . . . kost á að œfa sig eins og með þarff °ð þekkja og lœkna sjúkdóma, með því að sýna þeim þau tilfelli, sem koma fyrir við lœknisstörf þeirra utanspítala .... Við hinar verklegu œfingar í líkskurði má hafa skrokka af dýrum, ef mannalík eigi fást til þess“ (2- gr.). Fyrir burtfararpróf skulu lærisveinar hafa lokið Prófi í „sálarfrœði og hugsunarfrœði“ við presta- skólann (4. gr.). Bœði forstöðumaður lœknaskólans og hinir kennararnir skulu hafa nákvœmt eptirlit með sið- ferði lœrisveina“ (5. gr.). Prófgreinar voru 16 og próf tekin í júní á síðasta ari. En halda skyldi próf tvisvar á misseri til að fylgjast með iðni og framförum lærisveina, án emkunna en „kennarar skulu áminnaþásem tóm- látir eru “. Með nýrri reglugerð 1899 (8) var grasafræði felld niður sem kennslugrein, burtfararpróf skyldu haldin tvisvar á ári í tvennu lagi, en ekki mátti líða nema eitt misseri á milli fyrri og síðari hluta prófsins. Sett voru nánari ákvæði um astundun verklegs náms, tekin upp augn- og tannklínik og fleira. Loks var ákveðið að kandí- datar undirrituðu læknaheitið að loknu prófi. Kennarar læknaskólans voru í byrjun Jón Hjaltalín landlæknir forstöðumaður, Tómas Hall- gnmsson fastur kennari og Jónas Jónassen auka- kennari. Jón kenndi lífeðlisfræði, grasafræði, efnafræði, lyfjafræði, lyflæknisfræði og heilbrigð- isfræði. Jónas kenndi líffærafræði og yfirsetufræði og Tómas sjúkdómafræði, réttarlæknisfræði og handlæknisfræði (2). Kennurum fjölgaði smám saman og voru þeir orðnir átta um það leyti sem Háskóli íslands var stofnaður. Á þeim 35 árum, sem læknaskólinn starfaði, útskrifuðust þaðan 62 læknar. Á fyrsta læknaþingi, sem þá hét almennur læknafundur og var haldinn í Reykjavík í júlí 1896, mælti Guðmundur Magnússon síðar pró- fessor fyrir landsspítala og sagði meðal annars: „ Vilji menn ekki leggja lœknaskólann niður get ég ekki sjeð annað en að þingið hljóti að vilja bœta skólann, og er besta ráðið tilþess að stofna spítala í sambandi við hann. “ (5). I stað Landspítala kom spítali St. Jósefssystra í Landakoti haustið 1902. Vilmundur Jónsson (5) segir í ritgerð um kennslu- spítala læknaskólans: Varð hann „hið eina hald- reipi lœknafrœðslunnar“ og „að jafnlengi tafði til- vist hans fyrir því að upp risi reglulegur lands- spítali fyllilega sniðinn eftir þörfum kennslunnar, sem óneitanlega leið mikinn baga við þá óhaggan- legu tilhögun lœknisþjónustu St.Jósefsspítala að dreifa henni á milli lœkna, án alls tillits til þess, hvort þeir sinntu kennslustörfum eða ekki". Læknadeild Háskóla íslands Háskóli Islands var stofnaður 17. júní 1911 með lögum frá 30. júlí 1909 (9) og samkvæmt fjárauka- lögum 1910-1911. Runnu embættismannaskólarn- ir þrír inn í hann. I ræðu á stofnhátðíð háskólans lagði fyrsti rektor skólans, Björn M. Olsen, áherslu á að háskólinn væri vísindaleg rannsókn- arstofnun og vísindaleg fræðslustofnun og á nauð- syn fullkomins rannsóknarfrelsis og kennslufrels- is (4). I reglugerð Háskóla íslands frá 9. október 1912 (10) eru taldar 13 kennslugreinar í læknis- fræði. Próf var tekið í 10 greinum. Embættispróf var haldið í tveim hlutum, en áður en stúdent sagði sig til fyrra hlutar skyldi hann hafa lokið undirbúningsprófi í efnafræði. Ekki var hægt að ljúka embættisprófi nema áður hefði verið tekið próf í heimspekilegum forspjallsvísindum. Háskólaárið 1911-12 voru 45 stúdentar við nám í Háskóla íslands, þar af 23 í læknadeild (4). Þá voru 10 kennarar við deildina, tveir prófessorar, sjö aukakennarar og einn prívatdósent. Kennslan fór fram í viðtölum og yfirheyrslum, vitjun við ókeypis lækningu háskólans og verklegum æfing- um í handlæknisaðgerðum á líkum þegar verkefni fékkst. Prófessor Guðmundur Magnússon kenndi handlæknisfræði, lífeðlisfræði og almenna sjúk- dómafræði, prófessor Guðmundur Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.