Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1994, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 21 til bráðabirgða um embættaveitingar sem síðan voru endurskoðaðar. Eins og kunnugt er var hart barist um þessi mál á sínum tíma. Ástæðulaust er að ætla sér að leggja dóm á hvor aðili hafi lotið í lægra haldi í þessari baráttu, Læknafélag íslands eða veitingavaldið. Trúlega kemur hið réttasta í þeim efnum fram í orðum formannsins, Guð- mundar Hannessonar, sem hann mælti á aðal- fundinum 1930 um málið: „íþessum viðskiptum öllum hafa bœði lœknar og landstjórn farið hall- oka. Samtök vor hafa að vísu reynst öflug, en þó ekki svo að einhverjir fáist ekki fyrirfé til þess að ’júfa þau og svíkja félaga sína. Hins vegar hefur stjórnin neyðst til að skipa embœttin óhæfum mönnum, þótt ekki sé það til þess að afla henni fylgis ogframa ogsvo mikinn beyg sýnist hún hafa af Læknafélaginu að hún þorir ekki að auglýsa embœttin en reynir til þess að makka við einstaka lœkna bak við tjöldin. Út af þessu verður að al- menningur fœr óhœfa og lélega lœkna í stað þess sem til var œtlast, að hannfengi góða. Erþetta illa farið en stjórninni einni um að kenna þvíekki mun standa á lœknum ef vilji vœri til þess að bœta ástandið. “ Svo Iangt gengu þessi mál að landstjórnin ósk- aði eftir sérstöku leyfi hjá konungi til að höfða sakamálarannsókn gegn stjórn Læknafélagsins og nokkrum tilteknum læknum út af afskiptum fé- lagsins af veitingamálinu. Konungur heimilaði þessa sakamálarannsókn en svo aftur sé vitnað til ot'ða formannsins: „Sá hefur orðið lielsti árangur hennar að sanna ótvírœtt að læknar höfðu ekkert ólöglegt aðhafst og að rannsóknin var með öllu dstœðulaus. “ Enn blésu stífir vindar á milli aðalfundanna 1930 og 1931. Segir formaður á aðalfundi 1931 að ntn embætti og stöður hafi verið hin mesta þvæla, embættaveitinganefndin hefði starfað eins og ráð var fyrir gert og í nokkrum tilvikum var ekki farið eftir tillögum hennar og félagsins. Einn félaga neyddist stjórnin til að gera rækan úr félaginu og á aðalfundinum voru samþykktar reglur um það hvernig standa skuli að brottrekstri félaga. Þótt ntönnum hafi án efa fundist deilan við landstjórn- ina um stöðuveitingar vera þýðingarmesta og nierkasta mál þessa aðalfundar voru samt ýmis onnur mál á dagskrá engu ómerkari. Parna voru erlendir gestir, meðal annars var landlæknir Dan- merkur með fyrirlestur um heilbrigðislöggjöf og heilbrigðisstjórnun í Danmörku og annan um berklaveiki og þarlendar berklavarnir. Danskur professor flutti fyrirlestur um vítamínrannsóknir síðustu ára og yfirlæknirinn á Vífilsstöðum flutti á dönsku erindi um blóðleysi í berklaveiki. Þá kom á fundinn læknir frá Kaliforníu, dr. med. og phil. Anita Múhl, sem flutti erindi um ósjálfráða skrift og teikningar og sýndi myndir af fyrirbærinu. Það urðu ekki umræður um erindi hennar en fyrir það þakkað með lófaklappi eins og segir í fundargerð- inni. Meira að segja var efnt til framhaldsfundar daginn eftir að aðalfundinumn lauk og þar flutti danski prófessorinn fyrirlestur um vítamínrann- sóknir og sýndi skuggamyndir og ennfremur Helgi Tómasson læknir um samvinnurannsóknir á blóðþrýstingi og sérstakar rannsóknir sínar á því sviði. Á milli aðalfunda 1930 og 1931 kom út fyrsta Árbók Læknafélags íslands og var samþykkt að halda þeirri útgáfu áfram sem gert var um nokk- urra ára skeið. Nýr landlæknir. Lög um læknaskipan og lækningaleyfl Á aðalfundinum 1932 er sú breyting á orðin að Guðmundur Björnsson hafði látið af starfi land- læknis og við tekið Vilmundur Jónsson. Lagt hafði verið fram frumvarp til laga á alþingi um læknaskipun og lækningaleyfi og sendi hinn nýi landlæknir LI þetta frumvarp til umsagnar. Stjórn LI gerði ýmsar athugasemdir við frumvarpið og voru sumar teknar til greina en aðrar ekki. Við landlæknisskiptin kom til tals hvort embætta- nefndin skyldi starfa áfram og afréð stjórnin í samráði við nefndina að sjá hversu til tækist með embættisveitingar hjá hinum nýja landlækni, svo og hversu tillögur hans yrðu virtar, og láta ekki embættanefndina starfa fyrst um sinn. Á aðal- fundinum var þetta gagnrýnt og vildu flestir að embættaveitinganefndin starfaði áfram en málið leyst með því að fela stjórninni að leita upplýsinga hjá félögum, hvort þeir vilji leggja niður nelndina eða breyta henni á einhvern hátt. Félagar svöruðu þessu dræmt og sitt á hvað og ákvað stjórnin réttast að sýna nýjum landlækni ekki vantraust að óreyndu og gefa honum fullt tækifæri til þess að velja menn til embætta fyrst um sinn í þeirri von að tillögur hans yrðu teknar til greina af land- stjórninni. Landlæknirinn hafði þegar tjáð sig um að sjálfsagt væri að auglýsa embætti, að veita þau eftir verðleikum líkt og veitingareglur gerðu ráð fyrir, þótt jafnframt yrði að líta á almenna mann- kosti og að lokum að rangt væri að lofa embættum fyrirfram. Tólfti aðalfundur Læknafélagsins árið 1933 ein- kenndist af faglegum dagskrárliðum, enn rætt um berklavarnir og berklaveikina, erlendir fyrirlesar- ar létu í sér heyra, rætt var um skólalækningar, eftirlit með heilsufari nemenda og kjaramálin voru til umræðu. Samþykkt var þessi tillaga Guð- mundar Hannessonar: „Fundurinn telurþað aug-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.