Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 79

Kjarninn - 31.10.2013, Blaðsíða 79
01/01 kjarninn stjórnmál F yrir fjórum árum var ég ung tveggja barna móðir í Vesturbænum. Ég hafði nýverið lokið námi í stjórnmálafræði við HÍ og vann við að selja konum föt í verslun við Skólavörðustíg. BA-ritgerð mín fjallaði um valdakerfið á Íslandi frá 1999-2009 í ljósi kenninga um margræði og kjarnræði. Margt er ágætt í þeirri ritgerð en annað hefði ég viljað vinna betur og skilja betur. Það sem situr eftir fjórum áður síðar er vanmáttartilf- inningin sem ég upplifði við að skoða íslenskt valda- kerfi. Við mér blasti lýðræðislegt þingræðiskerfi með þrískiptingu valds og nauðsynlegum stofnunum eins og ráðuneytum, seðlabanka og öðrum eftirlits- stofnunum. Allt eftir bókinni – en samt sem áður virtist þetta allt algjörlega ónothæft og gagnslaust. Kerfið hafði algjörlega brugðist í aðdraganda hrunsins. Ákvarðanir voru teknar af vanþekkingu og oft þvert á varnarorð sérfræðinga, auk þess sem vantraust ríkti milli aðila og stofnana. Kjarnræði og margræði takast á Mér fannst einmitt sökin liggja hvað mest í samskiptum milli fólks – eða öllu heldur samskiptaleysi og mikilli vankunnáttu í samskiptum. Það rímaði illa við kenningarnar sem ég var að vinna með í ritgerðinni þannig að ég fann skýringuna í togstreitu milli kenninganna – að hér byggjum við við vanþróað lýðræði þar sem kjarnræði og margræði tækjust á á ólíkum tímabilum. En í hjarta mínu var ég ekki sátt við þá niðurstöðu því mér fannst skýringin liggja í vondum sam- skiptum og fullkomnu skorti á trausti. Það var ekki fyrr en ég hitti Jón Gnarr í fyrsta skiptið, í stofu á Fálkagötunni í janúar 2010, að mér fannst einhver sjá heiminn með sömu augum og ég. Einhver geta séð í gegnum allt þetta bull og komið orði að því sem var að án þess að mig langaði að fara að gráta úr leiðindinum. Við áttum mjög gefandi samtal um stjórnmál og hug- myndir hans um að stofna stjórnmálaflokk sem héti Besti flokkurinn og væri bestur allra flokka og hefði gildi og heimasíðu. Ég fann hvernig ég fylltist krafti og langaði að henda mér í þetta alla leið og sjá hvert það færi. Ef enginn fattaði þetta þá skipti það ekki máli því þetta var sann leikur- inn fyrir mér. Ég byrjaði á að útskýra fyrir Jóni að hann myndi ekki verða menntamálaráðherra ef hann byði sig fram í þessum kosningum – heldur borgarstjóri – og gæti þar af leiðandi ekki ráðið Sigurjón Kjartansson sem útvarpsstjóra. Jón hafði nefnilega ekki minnstu hugmynd um hvað var hvað í stjórnmálum – en hann hafði mjög skýra sýn á það hvernig hann vildi benda á það sem þyrfti að laga. Mörgum kann að finnast þetta dæmi bera vott um heimsku og einhverjir hefðu kannski hugsað með sjálfum sér, „ég veit ekki einu sinni í hvað ég er að bjóða mig fram – best ég hætti við“. En ekki Jón. Hann hló og hélt svo áfram. Þarna fyrst kenndi hann mér mjög dýrmæta lexíu. Leikreglurnar og ramminn utan um stjórnmálin eru ekki aðalatriðið. Það eru vissulega gagn- legar upplýsingar en það skiptir miklu meira máli að vita hvers vegna þú ert að þessu og hvaða tilfinning dregur þig áfram. Við ætluðum að fara þetta á gleðinni og vera hugrökk, stíga fram og segja okkar sannleika. Björn brúnaþungur og Óttarr furðulegur Mánuðirnir sem fylgdu voru ólýsanlegir. Við héldum stofn- fund í Smáralind þar sem við kynntum Gjugg í borg fyrir bónda – þar sem bóndar gátu fengið tvo fyrir einn fyrir sig og kindina sína á hótelum í Reykjavík. (Þó að við séum bæði lesblind vitum við að maður segir bændur – þetta er svo- kallað grín.) Þar hitti ég líka Björn Blöndal og Óttarr Proppé í fyrsta skiptið. Björn var brúnaþungur með skjalatösku og Óttarr furðulegur. Það hallaði verulega á konur í Besta flokknum þegar ég kom við sögu. Ekki vegna þess að það væri ekki vilji til að hafa þær með – þvert á móti reyndum við mikið að kalla þær til, en það var erfitt að selja þessa hug- mynd. Ég fór í að kynbæta listann. Jón kynnti mig fyrir Elsu Yeoman, listakokki og húsgagnasmið, sem talaði mest um sleipiefni og New Jersey á fyrsta fundinum okkar – sem mér þótti áhugavert. Hún var til í allt. Svo héldum við meðgöngu niður Laugaveginn þar sem við kynntum fleiri konur til leiks. Við opnuðum kosningaskrifstofu, prentuðum bækling, hönnuðum boli, lógó og blöðrur. Tókum svo upp kosningalag og fórum á kosningafundi. Allan tíma náðum við að hjúpa utan um okkur einhverjum verndarhjúp þar sem allir voru glaðir og allir voru að tala um Besta flokkinn. Utan hans var ekki neitt. Ekki neitt sem skipti okkur máli – annað en að bjóða kjós- endum Reykjavíkur upp á þann valkost að eiga bjarta framtíð með Besta flokknum eða tortíma Reykjavík. Við höfðum engu að tapa. Það var mjög nauðsynlegt að búa til þennan hjúp. Við vorum komin í partí sem okkur hafði augljóslega ekki verið boðið í með formlegum hætti og það sem meira var, við vorum ekki velkomin. Þarna reyndi verulega á gleðina. En á undraverðan hátt – þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, sem standa sumar yfir enn – hefur Jón ekki tapað gleðinni. Gleðin hans er bráðsmitandi og mjög gefandi. Jón fær lánaða dómgreind Jón er þeim eiginleika gæddur að vera mjög spyrjandi. Hann spyr fólk mikið og tjáir sig mikið. Þar verður traustið til. Með því að deila þekkingu og vanþekkingu með öðrum og fá lánaða dómgreind verður til einhver galdur þar sem vanda- mál verða að lausnum og óttinn og vanlíðan hverfa. Stjórnmálamenn, hvar sem er í heiminum, eiga í miklum erfiðleikum með að vinna sér inn traust og viðhalda því. Samfélagið er sífellt að verða flóknara og vandamálin eiga sér sjaldnast eina einfalda lausn. Þetta er annað atriði þar sem mér finnst mjög mikilvægt að draga lærdóm af Jóni Gnarr sem borgarstjóra. Það er ekkert annað en tálsýn að halda að einn maður – þó að hann sé stjórnmálamaður – hafi svörin á reiðum höndum. Það er ekkert annað en hættulegt að búa til heimsmynd þar sem ein manneskja trónir á toppnum með öll svörin. Leiðtogar verða alltaf til og það er gott að eiga sér fyrirmyndir. En það engum hollt að halda að þær séu óbrigðular. Þegar Jón var inntur eftir því í kosninga- baráttunni hvort hann væri með eða á móti flugvellinum í Vatnsmýrinni sagði hann: „Ég hef aldrei flutt flugvöll, ef ég kem til með að þurfa að gera það þá mun ég leita ráða hjá færustu sérfræðingunum og taka svo ákvörðun.“ Þetta er einfalt og mikilvægt. Þetta þýðir ekki að hann stimpli sig út og láti aðra um verkin, langt því frá, heldur þýðir þetta að hann hefur ekki svör við öllu og ekki fyrir fram gefna skoðun í jafn flóknu máli og því að flytja flugvöll. Hann er tilbúinn að hlusta á ólík sjónarmið og taka svo ákvörðun út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir. Þetta er ekki stefnuleysi, heldur stefna í sjálfu sér. Að taka bestu mögulegu ákvörðun- ina byggða á ígrunduðum samtölum og upplýsingum. Helsta gagnrýnin á íslenska stjórnmálamenningu í Rann- sóknarskýrslu Alþingis er sú að hér skorti fagmennsku og það sé beinlínis mein í íslensku samfélagi hvað stjórnmála- menn taka lítið mark á faglegri röksemdafærslu. Það kom ekki á óvart að niðurstaða úttektarnefndar um Orkuveituna leiddi það sama í ljós. Jón sagði nýlega á Facebook-síðu sinni: „Það hefur verið stefna mín og Besta flokksins að vinna að heilbrigðari og faglegri stjórnsýslu og koma á betra jafnvægi og heilbrigðari samskiptum á milli stjórnmála- og embættis- manna, ekki af persónulegum eða eigingjörnum ástæðum, heldur fyrir hag og framtíð Reykjavíkur og íbúa hennar. Það þýðir að stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar þurfa að viðurkenna vanmátt sinn og sýna auðmýkt í stað hroka og drýldni og gefa eftir smá hluta af þeim völdum sem þeir telja sig eiga tilkall til. Og það er kannski það sem er erfiðast?“ Ég skil ákvörðun Jóns Jón Gnarr hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í kosning- unum í maí á næsta ári. Ég skil þá ákvörðun og virði hana. Besti flokkurinn verður lagður niður, enda er hann ekki eiginlegur stjórnmálaflokkur heldur hugarástand. Pólitískur armur flokksins – Björt framtíð – mun bjóða fram til borgar- stjórnarkosninga í vor undir forystu fólks úr Besta flokknum. Eftir stendur mikill persónulegur lærdómur, sem ég hef að nokkru leyti deilt hér, og gríðarlega stórt og mikilvægt fót- spor sem Jón hefur markað á íslensk stjórnmál. Hann hefur búið til rými þar sem 30 ára einstæð móðir í Vesturbænum er orðin stjórnarformaður í flokki sem mælist með næstum 12% fylgi á Alþingi og varaformaður í flokki sem mælist með 37,6% fylgi í borgarstjórn. Það er súrrealískt. Ég er honum endalaust þakklát fyrir að hafa treyst mér fyrir þessum verk- efnum og mun vanda mig við að fara vel með þetta traust. Vanmáttakennd mín gagnvart því samfélagi sem ég bý í er ekki lengur til staðar. Valdið er þarna og við þurfum ekki að biðja neinn um leyfi til að taka það. En það er mikil- vægara en allt mikilvægt að fara vel með það og vanda sig. Það er vinna sem krefst meðvitundar og reynir á kjarnann innst í manni. Stjórnmál eru gróðrarstía fyrir stór egó, eigingirni og sjálfmiðaða hugsun. Að geta sett sig í spor annarra, fundið meðlíðan og átt heilbrigð samskipti við aðra er besta leiðin til að halda þessum brestum í lágmarki. Tími yfirgangs, frekju og leiðinda er liðinn. Það er engin ástæða til þess að sætta sig við samfélag sem er sniðið að þörfum, væntingum og vonum lítilla kalla, af báðum kynjum, sem kunna allt, vita allt og frekjast áfram þanngað til þeir fá sínu fram. Það leiðir okkur til tortímingar og er ekki best! Það sem Jón Gnarr hefur kennt mér stjórnmál Heiða Kristín Helgadóttir Deildu með umheiminum 01/01 „Vanmáttarkennd mín gagnvart því samfélagi sem ég bý í er ekki lengur til staðar. Valdið er þarna og við þurfum ekki að biðja neinn um leyfi til að taka það. En það er mikilvægara en allt mikilvægt að fara vel með það og vanda sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.