Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Side 13

Einkaneysla 1957-1987 - 01.12.1989, Side 13
Annað álitamál er aðgreiningin milli einkaneyslu og aðfanga opinberrar þjónustu. Sú aðgreining ræðst af tvennu: 1) Skipulagningu og eftirliti hins opinbera með þeirri þjónustu sem veitt er. 2) Valfrelsi einstaklings að því er tekur til þess hver veitir og með hvaða hætti þjónustan er innt af hendi. Sé skipulagning og eftirlit með þjónustunni að öllu leyti í höndum hins opinbera og valfrelsi einstaklingsins þröngar skorður settar er litið á greiðslur fyrir slíka þjónustu sem kaup hins opinbera á þjónustunni og þar með sem samneyslu. Það eru einmitt markalínuvandamál af framangreindum toga sem í fjárhæðum ollu mestum breytingum á einkaneyslunni þegar nýja reikningakerfið, SNA, var tekið upp. Mestu munar hér um heilbrigðisþjónustuna en útgjöld hins opinbera vegna heilbrigðismála voru áður að stærstum hluta færð sem tilfærslur til heimilanna og komu því fram sem einkaneysla hjá heimilunum. Þessu hefur nú verið breytt með nýja reikingakerfinu en samkvæmt því eru útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála færð sem samneysla. Annað dæmi um mismun á nýja og gamla kerfinu er að finna í tegundaflokkun einkaneyslunnar. í nýja kerfinu er t.d. til þess ætlast að útgjöld einstaklinga á veitinga- og gistihúsum séu öll færð undir þann lið. í eldra kerfi var aftur á móti til þess ætlast að matur og drykkur, sem neytt var á þessum stöðum, kæmi í viðkomandi fæðuflokk, en í liðinn hótel og veitingahús kæmi aðeins virði þeirrar þjónustu sem veitt var, að frádregnu aðkeyptu hráefni. 3. Almenn lýsing verðlags hvers árs. 3.1 Heimildir og áœtlunaraðferðir. Utgjöldum í einkaneyslu er í aðalatriðum skipt í 8 útgjaldaflokka samkvæmt samræmdu þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1968 (SNA). Einkaneysluuppgjör fyrri ára hefur nú verið aðlagað þessu kerfi þannig að um sambærilegt yfirlit er að ræða öll árin. Samkvæmt þessu nýja þjóðhagsreikningakerfi skiptist einkaneyslan í aðalflokka sem hér segir: 1. Matur, drykkjarvara og tóbak 2. Fatnaður og skófatnaður 3. Húsnæði, ljós og hiti 4. Húsgögn, húsbúnaður, heimilistæki og heimilishald 5. Lyf og læknishjálp 6. Flutningatæki og samgöngur 7. Tómstundaiðja, skemmtanir, menntun og menningarmál 8. Ýmsar vörur og þjónusta Samanlagt taka þessir átta flokkar einkaneyslu innanlands til alls sem nær til einkaneyslu bæði innlendra og erlendra aðila innanlands. Til viðbótar er leiðréttingaliðnum „útgjöld íslendinga erlendis1' bætt við og „útgjöld erlendra manna á íslandi" dregin frá. Fæst þá einkaneysla innlendra aðila sem að jafnaði er átt við þegar talað er um einkaneyslu. Við áætlanir á einkaneyslu á íslandi hefur verkinu verið skipt í tvo hluta sem m.a. helgast af þeim heimildum sem byggt er á. Annars vegar er smásöluverðmæti innfluttra vara áætlað og hins vegar reiknað smásöluvirði innlendra vara og þjónustu. Verðmæti innfluttra vara er áætlað á grundvelli upplýsinga úr verslunarskýrslum Hagstofu íslands sem Þjóðhagsstofnun fær nú á tölvutæku formi frá SKÝRR. Þessar skrár hafa að geyma upplýsingar um innflutningsverðmæti eftir tollnúmerum og tolla sem á hverja vörutegund eru lagðir. Til viðbótar er safnað gögnum um vörugjöld, innlendan kostnað við uppskipun og akstur, jöfnunargjald, meðalálagn- ingu í heildsölu og smásölu og söluskatt þegar við á. Að öllum þessum upplýsingum fengnum er smásöluvirði innfluttra vara áætlað í hverju tollnúmeri um sig. Að síðustu er tekið tillit til þess hvort innflutta varan fer öll eða að hluta í neyslu eða henni er ráðstafað sem aðföng til innlendrar framleiðslu eða til fjárfestingar. Hér á eftir er sýnt dæmi um verðreikning á innfluttri vöru frá innflutningsverði cif til smásöluverðs: 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Einkaneysla 1957-1987

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einkaneysla 1957-1987
https://timarit.is/publication/1001

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.