Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 41

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 41
Varaskeifur, stuðpúðar eða brú milli framboðs og eftirspumar Stjómvöldum voru ávallt hagsmunir íslendinga efst í huga og þau virðast jafnframt hafa litið á erlenda launþega sem varavinnuafl þegar ekki tókst að fullnægja þörfum vinnumarkaðarins. Einnig vom ávallt ákvæði í lögum um að afturkalla mætti atvinnuleyfi ef sérstakar ástæður mæltu með þvi, auk þess sem ekki var nauðsynlegt að framlengja atvinnuleyfi að leyfistíma liðnum ef þegar atvinnuleysi ríkti. Viðleitni íslenskra stjómvalda til að beina erlendu vinnuafli í ákveðinn farveg virðist hafa tekist. Við lok 20. aldar var dreifing erlendra ríkisborgara á starfsgreinar mjög ójöfii. Þeir vom frekar í láglaunastörfum enda vom meðaltekjur þeirra aðeins 70% af meðaltekjum landsmanna allra. Þeir virðast sumir einnig hafa átt það á hættu að festast i vítahring láglaunastarfa þar sem þeir áttu ekki kost á að læra íslensku í starfinu sem þeir fengu við komuna til landsins. Undir lok 20. aldar tóku íslensk stjómvöld upp svokallaða aðlögunarstefnu þar sem gert var ráð fyrir að innflytjendur héldu menningareinkennum sínum en öðluðust þó skilning og fæmi í íslensku samfélagi. Til dæmis vom sett lög sem kváðu á um aðstoð við erlenda nemendur til að aðlagast íslensku skólakerfi. Þó má spyrja hvort ákveðnar aðgerðir stjómvalda, t.d. skylduíslenskunám, dragi ekki dám af samlögunarstefnunni svokölluðu þar sem ekki er gert ráð fyrir að erlendir ríkisborgarar hafi mismunandi þarfir sem koma þurfti til móts við. Þótt það sé sannarlega jákvætt að reyna að koma í veg fyrir að erlendir ríkisborgarar festist í ákveðnum störfum vegna ófullnægjandi íslenskukunnáttu ber að benda á að ákveðinn aðskilnaður er eðlislægur þvi kerfi sem heldur utan um atvinnumál innflytjenda. Sumir innflytjendur hafa meiri réttindi en aðrir í krafti alþjóðasamninga. Þótt mörgum þyki það eflaust nokkuð djúpt i árinni tekið þá er landsmönnum hollt að spyija sig hvaða afleiðingar það hefur þegar næstu nágrannar okkar hafa mun meiri réttindi en fólk sem kemur lengra að. Það hefur enda komið í ljós að ákveðin stjómmálaöfl hafa notað stækkun Evrópusambandsins til Austur-Evrópu sem átyllu til að krefjast þess að íslandi verði lokað fyrir frekari innflutningi fólks frá löndum utan Vestur-Evrópu. Þessi krafa kemur þvert ofan í þá staðreynd að íslensk stjómvöld nýttu ekki rétt sinn til að fresta frjálsri för íbúa nýrra aðildarríkja Evrópska efnahagssambandsins til Islands vegna þess að aðilar atvinnumarkaðaríns kröföust þess, sem er í fullkomnu samræmi við þá stefnu sem hefur verið við lýði síðan 1927, þ.e. að nota erlenda launþega til að brúa bil milli framboðs og eftirspumar á vinnuafli. I ljósi þessarar togstreitu er ekki úr vegi að spyrja hvort tilefiii sé til að móta nýja stefnu og nýtt kerfi í atvinnumálum erlendra ríkisborgara sem tekur tillit til þarfa og skyldna innflytjenda á þeirra eigin forsendum en stjómist ekki eingöngu af þörfum vinnumarkaðarins eða af ótta við þá sem landsmönnum þykja framandi. Heimildir 1 Sjá til dæmis: Larsen, Alex: „Etnisk diskrimination, ligestilling og integration pá arbejdsmarkedet11. Tidsskriftfor Arbejdsliv, 2. árg., 2. tbl., 2000, bls. 67-83; Mohammad, Fakhra og Laghaei, Shahin: „Den etniske dimension i arbejdspolitikken". Tidsskrift for Arbejdsliv 2. árg., 2. tbl., 2000, bls. 107-12; Pedersen, Peder J.: Arbejdsmar kedsintegration, arbejdsmarkedspolitik og overfarselsindkomster - forskningsmœssig viden um immigration fra mindre udiviklede lande siden 1980, AMID Working Paper Series 7/2002. AMID, Álaborg, 2002, bls. 1-31. 2 Stjórnartiðindi [hér eftir 57/7.] 1936 A (lög nr. 59/1936), bls. 148. 3 Stjt. 1951 A(lögnr. 39/1951), bls. 106-09; Stjt. 1982A(lögnr. 26/1982), bls. 34-37; 57/7. 1994 A (lög nr. 133/1994), bls. 369-74. 4 Stjt. 1920 A (lög nr. 10/1920), bls. 22. 5 Stjt. 1927 A (lög nr. 13/1927), bls. 27; Helgi Þorsteinsson: „Vinnuaflsskortur og erlent verkafólk á Islandi 1896-1906“. Saga, XXXVII. hefti, 1999, bls. 171. 6 Alþingistíðindi [hér eftir Alþt.] 1927 B, d. 166. 7 Guðmundur Jónsson: „Þjóðemisstefha, hagþróun og sjálfstæðisbarátta". Skírnir, 169. árg., vor, 1995, bls. 90-91. 8 Eggert Þór Bemharðsson: Saga Reykjavikur. Borgin II. Iðunn, Reykjavík, 1998, bls. 96. 9 Helgi Þorsteinsson: „Vinnuaflsskortur og erlent verkafólk bls. 172. 10 Búnaðarþing 1947. Búnaðarfélag íslands, Reykjavík, 1947, bls. 175-79. 11 Búnaðarþing 1949. Búnaðarfélag íslands, Reykjavík, 1950, bls. 114. 12 Helgi Þorsteinsson: „Vinnuaflsskortur og erlent verkafólk bls. 172. 13 Páll Zóphóníasson og Steingrímur Steinþórsson: „Skýrsla um störf Búnaðarfélags íslands árin 1949 og 1950“. Búnaðarrit, 64. árg., 1951, bls. 299-300. Páll Zóphóníasson er einn höfundur kaflans sem fjallar um þýska landbúnaðarverkafólkið og því er aðeins hans getið í textanum hér að ofan. 14 Helgi Þorsteinsson: „Vinnuaflsskortur og erlent verkafólk", bls. 141- 75. 15 Alþt. 1950 A, bls. 1000. 16 57/7. 1951 A,bls. 108. 17 Stjt. 1951 A,bls. 107. 18 Stjt. 1951 A,bls. 107. 19 57/7. 1951 A, bls. 107. Kynjað orðalag ákvæðisins orsakast af því að konur fengu sjálfkrafa ríkisborgararétt þegar þær giftust íslenskum mönnum fram til ársins 1952. 20 Iris Ellenberger: Stefna stjórnvalda í málefnum innfiytjenda á lslandi 1944-2000. B.A.-ritgerð við heimspekideild Háskóla íslands, sagnfræðiskor, 2003. 21 57/7. 1951 A,bls. 107. 22 57/7. 1951 A, bls. 107-08. 23 Munnlegar heimildir frá Vinnumálastofnun. 24 Rannveig Þórisdóttir, Sigurlaug Hmnd Svavarsdóttir og Jón Gunnar Bemburg: Aðlögun Islendinga af erlendum uppruna og stefnumótun í málefnum þeirra. Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála, Reykjavík, 1997, bls. 35. 25 57/7. 1951 A,bls. 108. 26 57/7. 1936 A, bls. 148. 27 „Lög um atvinnuréttindi útlendinga“ (lög nr. 96/2002 með breytingum), Lagasafn á vef Alþingis. Slóð: <http://www,althingi. is/lagas/133a/2002097.html> Sótt 10. apríl 2006. 2SStjt. 1982 A, bls. 34-37. 29 Alþt. 1979-80 A, bls. 643;Alþt 1979-80 B, d. 1191; Leah, Kay: „Aðstæður erlends farandverkafólks". Tímarit Máls og menningar, 41. árg.,2. hefti, 1980, bls. 180-81. 30 Morgunblaðið, 10. feb. 1980, bls. 44; Morgunblaðið, 29. feb. 1980, bls. 29; Leah: „Aðstæður erlends farandverkafólks", bls. 180-81. 31 Umræður um þingsályktunartillögu Karls Steinar Guðnasonar, Karvels Pálmasonar og Jóhönnu Sigurðardóttur um málefhi farandverkafólks, Aiþt. 1979-80 B,d. 1190. 32 Alþt. 1979-80 A,bls. 643. 33 Stjt. 1982 A, bls. 34-35. 34 57/7. 1982 A, bls. 35. 35 57/7. 1982 A, bls. 34-36. 36 57/7. 1982 A, bls. 35. 37 57/7. 1982 C, bls. 36. 38 T.d. útgefendur, ritstjórar og verslunarrekendur: 57/7. 1956 A (lög nr. 57/1956), bls. 240; 57/7. 1968 A (lög nr. 41/1968), bls. 94. 39 T.d. meinatæknar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, lyfjafræðingar og iðnrekendur: Stjt. 1973 B (reglugerð nr. 180/1973), bls. 369; 57/7. 1976 A(lögnr. 58/1976), bls. 135; 57/7. 1977 A (lög nr. 75/1977), bls. 208; 57/7. 1978 A (lög nr. 35/1978), bls. 147; 57/7. 1978 A (lög nr. 42/1978), bls.217. Sagnir - 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.