Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 78

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 78
Ahrif kristniboðs á samfélag og menningu í Pókothéraði, 1978-2006 tilgangi að byggja framhaldsskóla í Pókot.32 Hér er því ljóst að mörg félög leggja hönd á plóg, bæði þau sem eru af trúarlegum toga og þau sem stuðla að þróunarhjálp. En Skúli heldur áfram: Heilsugæsla felst meðal annars í að reka tvær heilsugæslustöðvar og frá þeim er svo farið í hjúkrunarleiðangra til ijarlægra staða til að hjúkra sjúkum og einnig bólusetja og fræða um hvemig hægt er að bæta heilsufar á einfaldan hátt. Einnig fer fram fræðsla og fyrirbyggjandi starf viðvíkjandi alnæmi en það er mikið vandamál hér. Umskum kvenna er annað mál sem heilsugæslufólkið er upptekið af og reynir að auka skilning fólks á hversu skaðlegur þessi siður er.33 Skúli nefndi einnig að reynt væri að kenna fólki að rækta ýmislegt til matargerðar sem væri næringarríkt og hentaði ræktunarskilyrðum. Þetta er gert með sýnikennslu. Eitt svæði er tekið fyrir í einu þar sem kristniboðamir starfa nokkur ár í senn. Eftir það halda innfæddir starfinu áffarn.34 Þessi leið er að mínu mati góð þar sem verið er að gera heimamönnum kleift að standa á eigin fótum án þess að vera háðir öðmm í sambandi við mataröflun. Skúli segir að einnig sé fengist við að bæta bústofha og hjálpa fólki við að eignast dýr sem henta aðstæðum á hverjum stað. Þá er konum kennd undirstöðuatriði í hreinlæti, bamauppeldi og annað sem léttir þeim störf innan veggja heimilsins.35 Litið er á kirkjuna á staðnum sem þróunaraðstoð sem ætlað er að mæta þörfum heimamanna, óháð trú og uppmna þeirra.36 Höfundur greinar innti Skúla að lokum eftir því hvort aðrar stofnanir en kristilegar væm með þróunaraðstoð á svæðinu og þá í hvaða mynd. Skúli svaraði að svo væri en þær væm ekki margar. Flestar þeirra sinna aðeins neyðaraðstoð. Aðrar hjálparstofnanir Rauði krossinn tekur þátt í þróunarverkefnum þó að hann sé aðallega þekktur fýrir að sinna neyðaraðstoð. Markmið Rauða krossins em eftirfarandi: • Þróunarverkefni em unnin í samstarfi við Rauða kross félagið i viðkomandi landi. • Verkefnin hafa að markmiði að byggja upp landsfélögin og efla heilsugæslu. • Innri uppbygging felst í því að styrkja starfsemi Rauða kross félaga svo að þau geti staðið á eigin fótum. • Rauði kross íslands styður einnig verkefni á sviði heilsugæslu þar eð slæmt heilsufar er undirrót annarra vandamála.37 Þegar markmið Rauða krossins em skoðuð i samhengi við starfshætti kristniboðanna í Kenýu er athyglisvert að sjá samsvömn í takmarki þeirra um að virkja heimamenn til að standa á eigin fótum og að vinna með félögum í viðkomandi landi, hvort heldur er um evangelísk-lútersku kirkjuna að ræða eða Rauða kross félagið í Kenýu. Það má telja meiri líkur á því að íbúar samþykki aðstoð af öllu tagi þegar áhersla er lögð á að aðstoða þá við gmnnþarfir mataröflunar, menntunar og heilsugæslu. Sem dæmi um þetta má nefna að á fyrstu mánuðum ársins 2006 vora miklir þurrkar í Kenýu. I janúa sama ár sendi Alþjóða Rauði krossinn neyðarbeiðni til landsfélaga um að safna ríflega 900 milljónum króna til að aðstoða 329 þúsund manns í norðurhluta landsins sem vom aðþrengdir sökum þurrka og hungurs. Starf Rauða krossins í Kenýu felst að mestu leyti í því að mæta mikilli þörf fyrir mat og vatn án þess að skerða sjálfsvirðingu fólksins. Unnið er með Sameinuðu þjóðunum og stjómvöldum í Kenýu.38 Fleiri hjálparsamtök eiga í samstarfi við stjómvöld í Kenýu. Þar má nefna Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem og samtök óháð stjómvöldum, t.d. Action Against Hunger. Aðstoð þeirra felst í að útvega matarbirgðir handa hundmðum vannærða bama, bamshafandi konum og konum með böm á brjósti. Einnig sjá þau um neyðarbirgðir af vatni. I mars 2006 má ætla að um ein milljón manna fái aðstoð, m.a. í Wajir-héraði í norðaustur hluta landsins. Þó að stofnanir sem þessar séu að leggja sitt af mörkum er hjálpin eins og dropi í hafi miðað við þörfina, að mati Osman Yusuf fulltrúa héraðsins.39 Skýrt kemur fram að þörfin getur verið mikil á erfiðum tímum. Hér sést enn á ný að Kenýumenn em mjög opnir fyrir utanaðkomandi aðstoð. Action Against Hunger, sem minnst var á hér að ofan, heldur uppi næringaráætlun í Kenýu. Markmiðið er að bjarga alvarlega vannærðum bömum. Settar em upp meðferðarmiðstöðvar sem sjá um að meðhöndla bömin. Einnig hjálpar stofnunin við að koma í veg fýrir vannæringu bama með því að fýlgjast með uppvexti þeirra, og mennta almenning um mikilvægi næringarríkrar fæðu. Gmnnur að íhlutun stofnunarinnar í neyðaraðstæðum er að útvega nærringarrík matvæli og að farið sé eftir reglum sem settar em af næringarráði stofnimarinnar.40 Þróunar- og neyðaraðstoð í Kenýu er blanda af kristniboðsstarfi og aðstoð stofnana, sem eru óháðar trúmálum, eins og Rauða krossins og Action Against Hunger. Það er enginn vafi á því að fólk er hjálpar þurfi víðs vegar í Kenýu og því er mikilvægt að geta veitt ýmiss konar stuðning, hvort sem hann er á andlega sviðinu eða við aðstoð á sviði ræktunar, heilsugæslu og fæðuöflunar. Lokaorö Heimildir um árangur kristniboðsstarfs em aðallega skráðar af kristniboðum. Það setur gagnrýninni umfjöllun nokkrar skorður. Þrátt fyrir það veita heimildimar innsýn í störf kristniboða og áhrif á samfélagslegar breytingar. Að loknum athugunum á tengslum kristniboðs og menningar í Kenýu dreg ég þá ályktun að heimamönnum sé í sjálfsvald sett hvort þeir taka nýja trú og þiggja utanaðkomandi hjálparaðstoð. Það er einnig á valdi heimamanna hvort þeir hætta á að menning þeirra taki breytingum með komu kristniboða. Heimildir 1 Kjartan Jónsson: Lifandi kirkja. Um kristniboðsköllun kirkjunnar. Reykjavík, 1998, bls. 66. 2 Guðmundur Óli Ólafsson: „Samband íslenzkra kristniboðsfélaga. Fáeinir þættir úr sextíu ára sögu.“ Lifandi steinar. Afmælisrit Sambands íslenskra kristniboðsfélaga 1929-1989. Ritstjóri Þórarinn Bjömsson, Reykjavík 1989, bls. 56-57. 3 General history of Africa VII. Africa under colonial domination 1880-1935. Ritstjóri A. Adu Boahen, Califomia 1985, bls. 513. 4 The Cambridge history of Africa. 1870-1905. 6. bindi, Ritstjórar Roland Oliver og G.N. Sanderson. Cambridge 1985, bls. 579. 5 General history ofAfrica. VII. Africa under colonial domination 1880-1935, bls. 513-514. 6 General history of Africa. VII. Africa under colonial domination 1880-1935, bls. 514. 7 General history of Africa. VII. Africa under colonial domination 1880-1935, bls. 519. 8 A. Adu Boahen: African perspectives on colonialism. Baltimore 1989, bls. 104. 9 Kjartan Jónsson: Lifandi kirkja, bls. 48-50. 10 Gunnar J. Gunnarsson: „Að bjarga lífi eins bams er kraftaverk út af fyrir sig. Rætt við Jónas Þórisson framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar." Bjarmi 94 (2000), bls. 13. 11 Sigurður Grétar Sigurðsson: „Islenskt hjálparstarf erlendis." Bjarmi 90 (1996), bls. 18-19. 12 Skúli Svavarsson: „Fyrstu árin í Kenýu.“ Lifandi steinar. Afmœlisrit 74 - Sagnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.