Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 34

Sagnir - 01.06.2007, Blaðsíða 34
Varaskeifur, stuðpúðar eða brú milli framboðs og eftirspumar Hópur íslendinga fylgist með þegar flóttamenn frá Víetnam koma til Reykjavíkur 20. september 1979. íslenska lýöveldiö og atvinnuréttindi erlendra ríkisborgara 1951 Stríðsárin á íslandi voru mikill uppgangstími. Atvinnuástand var gott og íslendingar sóttu í betur launuð störf á meðan erfiðlega gekk að manna óvinsælli störf. Til að mynda fækkaði svo mjög í íslensku vinnukvennastéttinni að heldri menn fengu erlendar stúlkur til starfans.8 Astandið var þó hvað verst til sveita og því var losað um hömlur á innflutningi útlendinga til að anna eftirspum eftir vinnuafli. Þá fluttust allmargir Norðurlandabúar til Islands en þeir forðuðust landbúnaðarstörf vegna bágra launakjara.9 Árið 1947 var ástandið orðið svo slæmt að lögð var fram þingsályktunartillaga fyrir Búnaðarþing þar sem skorað var á ríkisstjómina og Alþingi að kanna möguleika á að flytja inn verkafólk til landbúnaðarstarfa.10 Tveimur ámm síðar lagði atvinnumálaráðuneytið fram erindi til Búnaðarþings varðandi innflutning á erlendu verkafólki. Þingið skoraði á ráðuneytið að hraða meðferð málsins. Landbúnaðarverkafólkið skyldi koma frá Þýskalandi og kaup þess yrði „nokkuð undir því meðallagi, sem hér gerist innaniands."" Bágt atvinnu- og efnahagsástand þar í landi olli þvi að hægt var að setja Þjóðverjum skilyrði sem Norðurlandabúar samþykktu ekki.12 Fyrstu Þjóðverjamir komu til Islands 8. júní 1949. Alls urðu þeir 314 og réðu sig til starfa í landbúnaði til tveggja ára. Þegar ráðningartímanum lauk vom um 120 þeirra famir úr landi.13 Árið 1951 var því ljóst að tilraunin hafði ekki tekist sem skyldi enda varð hún síðasta tilraun íslenskra stjómvalda til að flytja inn á skipulagðan hátt erlent verkafólk til að stemma stigu við vinnuaflsskorti í landinu. Svipaðar tilraunir höfðu verið gerðar á ámnum 1896-1906 með misjöfnum árangri.14 Þá þurfti að manna störfin sem Þjóðverjamir höfðu yfirgefið en um 1950 var einnig farið að bera vemlega á samdrætti í efnahagslífi landsins og því fylgdi atvinnuleysi. Þetta hefur eflaust haft talsvert að segja um setningu nýrra laga um atvinnuréttindi útlendinga árið 1951. Lögin kváðu á um almenn leyfi til að ráða útlendinga til starfa en ráðningunni vom sett það ströng skilyrði að tryggt þótti að erlendir ríkisborgarar tækju ekki störf frá íslendingum. Fmmvarpið var flutt í febrúar 1951 og fylgdi með því greinargerð sem skýrði frá ástæðum þess að starfsemi útlendinga væri bundin við sérstök atvinnuleyfi. Ástæðumar vom þær að lögin frá 1927 innihéldu engin ákvæði um skyldur atvinnurekenda við innflutt starfsfólk. Fmmvarpshöfundar kvörtuðu yfir útlögðum kostnaði ríkissjóðs við að flytja erlent vinnuafl úr landi að ráðningartíma loknum og minntust þeir sérstaklega á þýska landbúnaðarverkafólkið sem þá var að ljúka ráðningartíma sínum.15 Nýju lögin tryggðu hins vegar að útlendingar, sem ynnu hér án atvinnuleyfis, yrðu fluttir úr landi án kostnaðar fyrir ríkissjóð með ákvæðum þess efnis að annaðhvort atvinnurekendur eða útlendingamir sjálfir skyldu standa straum af kostnaðinum.16 Jafnframt vom sett enn strangari skilyrði fyrir ráðningu erlends vinnuafls en áður hafði tíðkast. Lögin um atvinnuréttindi útlendinga frá 1951 vom að mörgu leyti svipuð fyrri lögum frá 1927. Flelsta breytingin var þó sú að félagsmálaráðherra gat veitt atvinnurekanda sérstakt leyfi til að ráða erlenda ríkisborgara ef eftirspum eftir vinnuafli var meiri en framboð.17 Leyfin vom veitt til eins árs í senn. Þriðja grein laganna frá 1951 greinir frá þessum atvinnuleyfum og þar segir: Félagsmálaráðherra veitir atvinnuleyfi samkvæmt lögum þessum, að fengnum tillögum verkalýðsfélags á staðnum í hlutaðeigandi starfsgrein, og skulu þau veitt vinnuveitendum, ef sérstakar ástæður þykja mæla með því, svo sem ef um erlenda sérfræðinga er að ræða eða aðra kunnáttumenn, sem ekki verða fengnir innanlands, eða ef atvinnuvegi landsins skortir vinnuafl, sem ekki er fáanlegt innanlands.18 Þar að auki er greint frá sjálfstæðum atvinnuleyfum og atvinnurekstrarleyfum. Sjálfstættatvinnuleyfi skyldi veita útlendingnum sjálfum en ekki vinnuveitandanum, að ströngum skilyrðum uppfýlltum. Taka skyldi mið af því hvort vinna hans krefðist þess að hann ynni störf hjá mörgum aðilum í senn þannig að sækja þyrfti margsinnis um tímabundið atvinnuleyfi. Einnig skyldi athuga lengd dvalar umsækjanda á íslandi, hvort hann væri hér heimilisfastur eða kvæntur íslenskri konu.19 Skilyrðin fyrir sjálfstæðum atvinnuleyfum voru þvi ekki einungis til hagræðingar heldur var einnig gerð krafa um að viðkomandi hefði tengsl við land og þjóð og væri hluti af íslensku samfélagi. Slíkar 30 - Sagnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.