Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 54

Nýtt Helgafell - 31.12.1959, Side 54
184 HELGAFELL fólk aðallega konur, sem tóku mikinn þátt í samkvæmislífinu, en voru ákaflega blátt áfram í framkomu. Þær keyptu ekki málverk sjálfar, en komu með vini sína til listamanns- ins í þeirri von, sem oft brást, að þeir keyptu í staðinn fyrir þær. Að hinu leytinu hjálpuðu þær Lovísu einstaklega vel að búa til tevatn handa gestunnm. Bollarnir gengu af einni hendi á aðra, bárust um forstofuna, úr eldhús- inu í stóra herbergið og þaðan aftur inn í vinnustofuna, þar sem Jónas stóð meðal vina og gesta, sem voru nokkurn veginn jafnmargir og inn komust, og hélt áfram að mála, þar til hann varð að leggja frá sér burstana og taka með þökkum við bolla af tevatni, sem ein- hver hrífandi kona hafði sérstaklega skenkt honum. Hann drakk tevatnið sitt, virti fyrir sér frumdrögin sem einhver lærisveinninn hafði sett á trönurnar hans, hló með vinum sínum, bað einhvern þeirra að vera svo vænan að póstleggja fyrir sig bréfin, sem hann hafði skrifað um nóttina, reisti við næst yngsta barnið, sem hafði dottið um fætur hans, leyfði mönnum að taka af sér myndir, og þegar kallað var: „Síminn, Jónas,“ veifaði hann bollanum sínum, olnbogaði sig afsak- andi gegnum mannþröngina í ganginum, kom aftur, brá burstanum á strigann, nam staðar til að svara konunni fögru, að hann skyldi að sjálfsögðu mála mynd af henni, og sneri sé.r aftur að málverkinu. Hann vann, en: „Jónas, undirskrift!“ — „Hvað er það,“ sagði hann ,„frá póstinum?“ — Nei, fangarnir í Kasmír.“ — „Einmitt já, einmitt já.“ Hann hljóp þá til dyranna að sinna ungum vini fanganna og mótmælum hans, spurði hvort þau kæmu eitthvað stjórnmálum við, skrifaði undir, þegar beig hans hafði gersamlega verið eytt og hann hafði jafnframt verið minntur á þær skyldur, sem listamanninum eru á herð- ar lagðar, og var ekki fyrr kominn aftur til gestanna en hann var kynntur fyrir hnefa- leikara, sem nýlega hafði orðið sigursæll, eða mesta leikritahöfundi einhverrar útlendrar þjóðar, og fóru nöfn þeirra jafnan framhjá honum. Leikritahöfundurinn stóð fyrir fram- an hann í fimm mínútur og sagði með til- finningaríku augnaráði það, sem vankunn- átta hans í frönsku meinaði honum að segja berum orðum, en Jónas kinkaði kolli af inni- legri vinsemd. Sem betur fór var þetta vand- ræðalega ástand fljótlega leyst, því ungur ræðusnillingur kom þá til skjalanna og vildi láta kynna sig fyrir meistaranum. Jónas sagði, að það gleddi sig, sem satt var, þuklaði á bréfabunkanum í vasa sínum, greip pensil- inn, gerði sig líklegan til að byrja aftur að mála, en þurfti fyrst að þakka fyrir tvo veiði- hunda, sem honum voru færðir í sama mund, lokaði þá inni í svefnherbergi hjónanna, kom aftur til að taka hádegisverðarboði frúarinnar, sem gaf Iionum hundana, snerist á hæl, þegar Lovísa hrópaði upp yfir sig, fékk augljósa staðfestingu á því, að hundarnir höfðu ekki verið tamdir til að lifa í híbýlum fólks, fór með þá inn í sturtuklefann þar sem þeir ýlfr- uðu af slíkri þrautseigju að fólk hætti loks að heyra í þeim. Öðru hverju mætti Jónas augum Lovísu yfir herðar manna, og honum sýndist augnaráð hennar dapurlegt. Að lokum var dagurinn á enda, sumir gestanna kvöddu, aðrir lónuðu áfram í stóra herberginu og horfðu ástúðlega á Lovísu hátta börnin með hjálp glæsibúinnar konu með hatt á höfði, sem barmaði sér yfir að hún yrði að flýta sér heim í íbúðina sína, sem væri á tveimur hæðum og ekki nándar nærri eins heimilisleg og hlýleg og íbúð Jónasar. Eitt laugardagskvöld kom Rateau og færði Lovísu hagkvæman línþurrkara, sem hægt var að festa við loftið í eldhúsinu. Þegar hann kom inn í íbúðina, var hún full af fólki. T litla herberginu stóð Jónas umkringdur listsérfræð- ingum og málaði frúna, sem hafði gefið hon- um hundana, en málari, sem var í opinberri þjónustu, málaði Jónas á meðan. Að sögn Lovísu vann hann að boði ríkisstjórnarinnar. „Það á að vera Listamaðurinn að starfi' Rateau dró sig í hlé út í eitt hornið á herberg- inu til að horfa á vin sinn, sem augsýnilega var niðursokkinn í starf sitt. Einn listsérfræð- ingurinn, sem hafði aldrei séð Rateau fyrr, hallaði sér að honum og sagði: „Jæja, knáleg-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.